Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Síða 28

Tölvumál - 01.11.2005, Síða 28
Samþætting 28 Tölvumál Rekstur samþættingar- lausna fellur mjög vel að þjónustumiðaðri högun. Flest stærri fyrirtæki landsins eru nú í óða önn að leggja drög að samþættingu sinna kerfa við kerfi birgja, viðskiptavina eða sam- starfsaðila. Auk tengla við sjálf grunnkerfin gerir samþættingarbúnaður af þessu tagi kleift að vinna með gögn sem fara um brautina. Vörpun gagna úr einu formi í annað, stýring dreifileiða og meðhöndlun gagnanna á ýms- an hátt er möguleg með einföldum hætti. Gögn geta með þessum hætti flætt milli kerfa á sjálfvirkan hátt, eða með aðkomu notenda í þeim tilfellum sem þess er þörf. Sem dæmi um inngrip notenda má nefna reikninga sem senda þarf til samþykktar ef þeir eru yfir ákveðinni upphæð. Í þessum tilfellum gefur samþættingarbúnaðurinn möguleika á tengingum við stöðu- eða stig- unarvél (e. workflow engine). Góður samþættingarbúnaður miðar ekki einungis við flutning gagna milli kerfa inn- an fyrirtækis eða stofnunar. Með aukinni áherslu á rafræn viðskipti aukast kröfur til samþættingar milli fyrirtækja. Flest stærri fyrirtæki landsins eru nú í óða önn að leggja drög að samþættingu sinna kerfa við kerfi birgja, viðskiptavina eða samstarfsaðila. Samþætting – Grunnur að þjónustumið- aðri högun Við innleiðingu samþættingarlausna þarf að gæta vel að því í upphafi hvernig lausninni skuli beitt gagnvart þeim kerfum sem fyrir eru þannig að samstæð og vel skilgreind högun verði niðurstaðan. Sú högun sem flestir hallast að í þessu samhengi má nefna þjónustumiðaða högun sem þýðingu á enska hugtakinu Service Oriented Architecture. Þjónustumiðuð högun byggir á laustengdu en vel skilgreindu safni af þjónustum sem hver um sig framkvæmir einstaka aðgerð eða ferli. Þjónustan er nýtileg frá margs konar kerfum hvort heldur þau eru innan eða utan veggja þess sem hana veitir. Rekstur samþættingarlausna fellur mjög vel að þjónustumiðaðri högun. Með slíkum lausnum má hjúpa innri kerfi og tengjast þeim utan frá í gegnum afmarkaðar vel skil- greindar þjónustur. Í flestum tilfellum má framlengja líftíma eldri kerfa þar sem að- gengi að þeim er nú veitt í gegnum þjón- ustulag. Ofan á þjónustulagið má svo útfæra eða endurnýja viðmót sem þá má samræma eða útvíkka. Flestar samþættingarlausnir bjóða upp á margs konar útfærsluleiðir fyrir þjónustulag. Algengast er að útfæra þær sem vefþjónustur þó að nota megi aðrar leiðir. Mynd 3 sýnir hvernig þjónustulag er útfært með samþættingarlausn. Hönnun og útfærsla viðskiptaferla Með þjónustumiðaðri högun verða til ein- ingar sem nota má sem grunn að uppbygg- ingu samsettra kerfa og við skilgreiningu og útfærslu viðskiptaferla (e. Business Process Management). Flestir framleiðendur sam- þættingarverkfæra bjóða búnað eða verkfæri sem gera kleift að skilgreina viðskiptaferli og hanna þannig eða jafnvel framleiða lausnir eða heil kerfi sem byggja á og tengja Vörpun , vinnsla og umbreyting gagna AS/400 / S390 / Gagna - grunnar Message Broker Integration Server Rekstrar - eftirlit Skrár SÈrsmÌu lausn Beinar tengingar Forritunarskil API NotendurYtri kerfi Skeytatengill C++ / VB / Java API Forritunarskil API Workflow Þróunar- og rekstrarumhverfi Aðrar starfsstöðvar Þróunar- verkfæri Vefþjónustur Vefþjónn Tenglar við stórtölvu- umhverfi Tenglar við gagnagrunna Tenglar við skrár Tenglar við staðlaðar lausnir Stöðluð lausn Stöðluð lausn FTP / Email oþh Aðrar lausnir Aðgangur um vef eða ytri kerfi S A M Þ Æ T T I N G A R L AU S N Mynd 2.

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.