Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 16
14 Þjóðmál VOR 2011
Bergþór Ólason
Icesavemálið er ekki svo
flókið
Nú þegar stjórnarflokkarnir gera enn eina tilraunina til að hengja Icesave
klafann um háls íslenskra skattgreiðenda,
og í þetta sinn með óvæntum og lítt út
skýrð um liðs auka, er rétt að staldra við og
fara yfir málið . Innan skamms fær þjóðin
tækifæri til að svara því í annað sinn hvort
hún sé fá anleg til að taka að sér að greiða
breskum og hollenskum stjórnvöldum aftur
þær upp hæðir, sem þessi stjórnvöld greiddu
eigin þegnum til að koma ró á eigin fjár
málamarkað í ólgusjó bankakreppunnar
haust ið 2008 .
Oft er það svo, að ágreiningsmál eru raun
verulega flókin úrlausnar og sterk lagarök á
báða bóga . Þegar kemur að Icesavemálinu
eru aðalatriðin merkilega einföld .
Sé spurningum og álitaefnum Icesave
máls ins raðað á tímalínu og því næst
spurt og svarað í réttri röð, þá vill svo til
að fremst á línunni er ein spurning sem er
þess eðlis að neikvætt svar gerir allar síðari
spurningar óþarfar . Sú ágæta spurning
er þessi: Er, eða hefur verið, ríkisábyrgð á
tryggingasjóði innstæðueigenda og fjár
festa? Flestir sjá, að sé slík ríkisábyrgð til
staðar, eða hafi verið það, þá beri íslenska
ríkinu að koma til skjalanna með veskið
opið, þegar tryggingasjóðurinn kemst í þrot
við að reyna að bæta innstæðueigendum
tjón þeirra . Og að sama skapi: Hafi aldrei
nein slík ríkisábyrgð verið til staðar, þá beri
íslenska ríkinu engin skylda til að hlaupa til
og borga . Er ríkisábyrgð, eða er ekki ríkis
ábyrgð?
Svarið við því er einfalt . Slík ríkisábyrgð
er ekki fyrir hendi og hefur aldrei verið .
Engum hefur tekist að benda á þann stað þar
sem ríkisábyrgð er sett við tryggingasjóðinn,
enda er hann ekki ríkisstofnun, hvorki á
Íslandi né í öðrum löndum . Auðvitað blasir
við öllum, að ef til hefði staðið að þjóðríkin
ábyrgðust tryggingasjóðina þá hefði það
verið gert með þeim hætti að enginn vafi léki
á því . Þá þyrfti engar hártoganir, móralíser
íngar eða hótanir . Þá væri ein faldlega hægt
að benda á lagabókstafinn og þrætum væri
lokið . Það er einmitt vegna þess að skyldan
er alls ekki fyrir hendi, sem rök þeirra, sem
vilja hengja klafann á Íslendinga, eru öll svo
loftkennd . Þingmaður Samfylkingarinnar
sagðist á Alþingi vilja samþykkja Icesave II
samninginn, þann sem felldur var í þjóðar
atkvæða greiðslunni í fyrra, „til þess að