Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 60

Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 60
58 Þjóðmál VOR 2011 einstaklingur í stað þess að láta almenn­ ingsálitið móta sig og hverfa inn í fjöldann . Uppsprettan er fyrst og fremst persónuleg bók, en Undirstaðan er hins vegar félagsleg að grunni til: hún geymir ógleymanlega fléttu sem varðar samfélagið allt og hópa innan þess . Hetjan í Undirstöðunni er John Galt . Hann er eðlisfræðingur og hugsuður, sem er tákngervingur þess afls sem mannshugurinn er . Segja má að meginþema bókarinnar sé arðrán á hugviti . Í hugmyndasögunni hefur mörgum verið tíðrætt um „arðrán“ tengt líkamlegri vinnu, en sömu hugmyndasmiðir hafa iðulega verið þögulir um arðrán tengt andlegu streði, jafnvel þótt hið fyrrnefnda byggist á frjálsum samningum, nema um þrælahald sé að ræða, en hið síðarnefnda ekki . Varðandi hugvitið er mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga: Mannkynið er dýrateg und sem hefur ekki líkamlega margt til brunns að bera í lífsbaráttunni . Miðað við mörg rándýr erum við veikburða, hlaup um hægt, erum berskjölduð gagnvart veðri og vindum, og svo framvegis . En frá náttúr unnar hendi höfum við vitsmuni, sem gera okkur kleift að komast af og gott betur . Án skynsamlegrar hugsunar væri mannkynið ef til vill enn á gresjum Afríku í harðri fæðubaráttu við aðrar skepnur, eða jafnvel farið sömu leið og megnið af þeim dýrategundum sem hafa lifað á jörðinni og hreinlega dáið út . – Skynsemin og afurðir hennar, uppfinningar, verkkunnátta og framleiðsla, hafa ekki aðeins umbreytt mannlífinu heldur í raun gert það mögulegt: hugvitið er ekki aðeins forsenda framfara heldur forsenda lífs mannsins á jörðinni, alla vega þess mannlífs sem hefur merkingu og gildi . Ayn Rand greinir á milli tvennskonar erkitýpa: áðurnefndra skapara, sem skapa verðmæti, og fólks sem lifir einhverskonar sníkjulífi og tekur verðmæti (e . looters) . – Þorpararnir í Undirstöðunni eru af síðar­ nefndu gerðinni, það er að segja fólk sem arð rænir hina fyrrnefndu og lifir þannig á þeim, ýmist með beinni valdbeitingu ríkisins eða með sálfræðihernaði í formi þvældra „siðalögmála“ . Þorpararnir eru einnig þeir sem grafa undan skynseminni, annaðhvort með hugmyndum um að raun­ veruleikinn sé ekki skiljanlegur eða með því að svipta fólk því andlega frelsi sem skynsemisverur þarfnast . Í báðum tilvikum er ráðist á undirstöðu mannlífsins . Rand er meðal vinsælustu kvenhöfunda sögunnar og konur skipa stórt hlutverk í bókum hennar . Eftirminnilegar kvenhetjur, eins og Dominique Francon í Uppsprettunni og Dagny Taggart í Undirstöðunni, hafa ekki síst stuðlað að vinsældum bókanna . Þær eru gáfaðar, sterkar og hrífandi . Viðhorf sögupersónanna til ástar og kynlífs hefur vakið athygli . Rand áleit ást og kynlíf vera heimspekilega mikilvæg fyrirbæri . Hún taldi eiginlega ást snúast um þau gildi sem karl eða kona sér í maka sínum, en að kynlíf væri einskonar óður til sjálfs síns og veraldarinnar og fögnuður yfir lífinu og tilverunni . En í skáldsögum hennar hafa sumar kynlífslýsingar valdið heilabrotum og þykja nokkuð kræfar . Slíkar senur eru þó aukaatriði í bókunum; segja má að hápunkturinn sé magnaðar ræður sem sögupersónurnar flytja . Ræðurnar eru beittar og áhrifaríkar, hvort sem maður er sammála þeim eða ekki . Viðtökur Uppsprettunnar og Undirstöð- unnar meðal gagnrýnenda voru blendnar á sínum tíma . Þær fengu báðar frekar dræma dóma og litla umfjöllun í fjölmiðlum . Hins vegar spurðust þær fljótt út á meðal fólks og urðu metsölubækur . Frá upphafi hafa um 30 milljón eintök selst af bókum Rands og tæp milljón eintaka selst nú á hverju ári, auk þess sem nokkur hundruð þúsund eintök eru árlega gefin háskólanemendum í Bandaríkjunum . Salan hefur aukist síðan efnahagskreppan reið yfir; líklega vegna þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.