Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 88

Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 88
86 Þjóðmál VOR 2011 skipað merkilegan sess í stjórnmálasögu 20 . aldarinnar! En af bók Þórs Whiteheads má ráða að það mótvægi, sem þeir sköpuðu um skeið gegn götuofbeldi kommúnista hafi skipt máli . Kannski er kominn tími til að skoða betur sögu þessarar stjórnmálahreyfingar? Fylgjendur hennar höfðu skýra heims­ mynd . Í augum þeirra gerði Churchill grund vallarmistök með því að gefa Adolf Hitler ekki svigrúm til að fást við Jósep Stalín . Þeir í þessum hópi, sem ég þekkti, breyttu ekki þessari skoðun það sem þeir áttu eftir ólifað . Þeir voru aldrei hrifnir af Sjálfstæðisflokknum, þótt flestir hafi sjálf sagt kosið hann . Gengu þó í Vörð til þess að kjósa vin sinn og samherja, Birgi Kjaran, formann Varðar, en alla vega sumir hverjir yfirgáfu Vörð strax og það markmið hafði náðst . Það fer ekki á milli mála, að hér var safn­ að vopnum, þótt þeim væri ekki beitt . En vopna söfnunin sýnir hvað lítið hefur mátt út af bregða . Frásagnir Þórs af vopnasöfnun og æfingum með vopn skýra ýmislegt í æsku minningum þeirra, sem nú eru komnir á efri ár . Sennilega hafa æfingar með vopn verið stundaðar hér meira en vitað er alveg fram á stríðsárin . Eru einhverjir veikleikar í þessari bók? Hið eina sem ég hef spurt sjálfan mig um er hvort mjög afgerandi afstaða höfundar bókarinnar til manna og málefna, sem ég þekki vegna kynna minna af Þór frá því að hann var 15 ára gamall, hafi haft áhrif á ályktanir, sem hann dregur af þeim upplýsingum, sem hann hefur verið að vinna úr . En einmitt vegna þess, að lesandinn hefur í texta bókarinnar sjálfur aðgang að þeim upplýsingum er niðurstaða mín að svo sé ekki . Þetta verk markar þáttaskil . Það gerir kröfu til að sú saga sem kennd er í grunnskól­ um, framhaldsskólum og háskólum verði endurskoðuð í ljósi nýrra upplýsinga . WikiLeaks – Assange og Ísland David Leigh og Luke Harding: WikiLeaks – Stríðið gegn leyndarhyggju, þýðandi Arnar Matth­ ías son, Veröld, Reykjavík 2011, 251 bls . Daniel Domscheit­Berg með Tinu Klopp: Inside WikiLeaks – My Time with Julian Assange at the World‘s Most Dangerous Website, Crown, New York 2011, 282 bls . Eftir Björn Bjarnason Nýlega hafa komið út tvær bækur um veff yrirbrigðið WikiLeaks, annars veg ar eftir tvo blaðamenn, David Leigh og Luke Harding, á breska blaðinu The Guard- ian, og heitir hún WikiLeaks, stríðið gegn leyndarhyggju, í þýðingu Arnars Matthías­ sonar, og hins vegar eftir Daniel Domscheit­ Berg forritara og heitir hún á ensku: Inside WikiLeaks. My time with Julian Assange and the World‘s Most Dangerous Website – Innan Wikileaks. Tími minn með Julian Assange og hættulegustu vefsíðu heims. Eftir lestur bókanna vekur undrun að hin fyrri hafi komið út á íslensku en ekki hin síðari, því að í henni er sagt ítarlegar og af meiri nákvæmni frá tengslum Íslendinga við WikiLeaks, enda hefur Domscheit­Berg (DB) dvalist hér nokkrum sinnum frá því að hann kom hingað fyrst í nóvember 2009 . Báðar bækurnar snúast að verulegu leyti um Ástralann Julian Assange en hann og WikiLeaks verða ekki aðskilin í huga fólks . Bækurnar sýna hins vegar að einn hefði hann aldrei megnað að skapa WikiLeaks þá frægð sem vefsíðan og hann sjálfur njóta nú . Má færa að því rök að frægð Assange, að sumu leyti að endemum, sé tekin að spilla fyrir WikiLeaks . DB starfaði við hlið Assange frá því að þeir hittust árið 2007 á Chaos Computer Club ráðstefnu tölvuhakkara í Berlín . Þeir slitu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.