Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 72

Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 72
70 Þjóðmál VOR 2011 Hjörtur J . Guðmundsson Eiga íslenskir hægri menn samleið með ESB? Sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei stutt inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða forvera þess hefur vafalítið verið mörgum stuðningsmönnum inngöngu þyrnir í augum . Þá ekki sízt vegna þeirrar sterku stöðu sem flokkurinn hefur haft í íslenzkum stjórnmálum allar götur frá því að hann var stofnaður árið 1929 . Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur verið nefnd sjálfstæðisstefnan en hún hefur frá upphafi meðal annars grundvallast á því stjónarmiði að öll mál Íslands ættu að fullu að vera í höndum Íslendinga og að varðveita yrði og tryggja sjálfstæði og frelsi landsins .1 Það segir sig því sjálft að innganga í Evrópusambandið yrði seint í samræmi við sjálfsstæðisstefnuna . Ýmislegt hefur þó verið reynt í gegnum tíðina til þess að telja sjálfstæðismönnum trú um að sambandið ætti samleið með hægrisinnuðum sjónarmiðum . Í raun er sú saga nokkurn veginn jafn löng og saga svokallaðs Evrópusamruna . Þannig rifjaði Björn S . Stefánsson, búnaðarfræðingur, nýverið upp atburði í grein í Bændablaðinu frá árunum 1961­1963 sem hann tók þátt í . Þá var rætt um það í stjórnkerfinu hvernig tengslum Íslands við önnur Evrópuríki skyldi háttað og voru Einar Benediktsson, 1 Einar Laxness: Íslandssaga l-ö. Reykjavík, 1977 . síðar sendiherra, og Jónas Haralz, hagfræðingur og þáverandi ráðuneytisstjóri, talsmenn þess að Ísland gengi alla leið inn í Efnahagsbandalag Evrópu forvera Evrópu­ sambandsins . Síðan segir í grein Björns: „Síðar, á árinu 1963, var málið lagt til hliðar . Það var eftir að verðandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, setti sig inn í Rómarsáttmálann um Efnahagsbandalagið og þóttist sjá, að stefnt væri að stofnun ríkis . Hann taldi ekki koma til greina, að Ísland yrði með í slíku ríki . Bjarni varð ungur sérstakur kunnáttumaður í stjórnskipunarrétti og var þá prófessor í lögum .“2 Hér á eftir verður fjallað í grófum drátt um um ýmis þau atriði sem hafa verður í huga þegar þeirri spurningu er velt upp hvort Evrópusambandið eigi samleið með hægri­ sinnaðri hugmyndafræði og sjálf stæðis­ stefnunni og um leið spurning unni um það hvort Ísland eigi að ganga í sambandið . Bandaríki Evrópu? Ljóst er að Evrópusambandið er í dag komið langleiðina í þá átt að verða að einu ríki og hefur á suma mælikvarða þegar 2 Björn S . Stefánsson: „Ísland og EBE ­ gömul saga rifjuð upp“ . Bændablaðið 13 . janúar, 2011 . bls . 10 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.