Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 21

Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 21
 Þjóðmál VOR 2011 19 Atli Harðarson Beint lýðræði, leið úr ógöngum 1 . Flóttinn frá stjórnmálunum Eftir því sem ég best veit er fólk, sem gefur kost á sér í kosningum og nær kjöri á þing eða í sveitarstjórnir, upp til hópa gott fólk sem vill af einlægni stuðla að réttlæti, velmegun og framförum . Samt liggur ansi mörgum illt orð til stjórnmálamanna . Orð­ in „pólitík“ og „pólitískur“ eru oft notuð eins og hálfgerð skammaryrði og látið að því liggja að sé ákvörðun tekin á „pólitísk um“ forsendum hljóti að vera eitt hvað athuga­ vert við hana . Þeir sem fullyrða blákalt að stjórnmálamenn séu fífl og fávitar þurfa ekki að standa fyrir máli sínu eins og þeir sem voga sér að tala niður til fólks með vísun í kyn þess, trúflokk eða þjóðerni . Þótt flestir viðurkenni að stjórnmál séu mikil væg og lýðræðið sé dýrmætt er eins og það vanti eitthvað á tiltrú almennings og traust á stjórnmálamönnum, stjórnmála­ flokk um og lýðræðislegum valdastofnunum . Fyrir þessu eru sjálfsagt margar ástæður . Ég veit ekki frekar en aðrir hverjar vega þyngst . Eftirfarandi bollaleggingar eru því ágiskanir í bland við hugmyndir sem ég get aðeins rökstutt að litlu leyti . Ein ástæðan fyrir vantrausti almennings á stjórnmálamönnum er trúlega að frammá­ menn í stjórnmálum mynda nær óhjá­ kvæmilega tengsl við æðstu embættis­ menn ríkisins og forystumenn í atvinnulífi og fésýslu – þá fáu og stóru fremur en þá mörgu og smáu . Svona samstaða stórbokka er ekki sérstakt einkenni á okkar tímum . Hún hefur alltaf gefið almenningi tilefni til tortryggni og ég ætla ekki að hafa um hana fleiri orð . Önnur ástæða, sem ég ætla að ræða í nokkuð lengra máli, er að áhrifamiklar stefnur í stjórnmálum hafa beinlínis alið á vantrausti á stjórnmálamönnum . Ein slík stefna, sem leggur áherslu á að ákvarðanir séu „faglegar“ fremur en pólitískar, hefur verið meira áberandi hjá þeim sem telja sig miðju­ eða vinstrimenn heldur en hjá hægrimönnum . Önnur, sem leggur áherslu á að fleiri svið séu markaðsvædd og markaðurinn taki við hlutverkum stjórn­ málamanna, hefur hins vegar verið meira áberandi hjá hægrimönnum . Sumir hafa haldið hvoru tveggja fram og ég held að ein­ hverjir þeirra hafi kallað sig „hægri krata“ . Nú ætla ég ekki að vísa þessum ástæðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.