Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 29

Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 29
 Þjóðmál VOR 2011 27 kjörseðlum voru þess eðlis að talningarvélar gátu ekki borið kennsl á skrift kjósandans . Í ljósi mikils fjölda vafaatkvæða hefði verið eðlilegt að fylgja settum lögum . Niðurstaðan Það er grundvallaratriði í lýðræðisríkjum að kosningar séu framkvæmdar með þeim hætti að allir beri traust til þeirra og niðurstaðna þeirra . Ég geri ekki ráð fyrir því að það fólk sem kom að framkvæmd kosninganna hafi haft rangt við í störfum sínum . Það breytir hins vegar ekki því að möguleikinn var fyrir hendi þar sem ekki var farið eftir settum lagareglum . Ég er sannfærður um það að hættulegt fordæmi hefði skapast hefði Hæstiréttur ekki ógilt kosninguna . Ef afsláttur er veittur af skýrum lagareglum er hætt við því að afslátturinn aukist með tímanum og verði misnotaður af óheiðarlegum og spilltum stjórnvöldum, komist þau til valda . Gagnrýnendur Hæstaréttar í umræddu máli hafa tönnlast á því að afstaða réttar­ ins sé smásmuguleg og einkennist af alltof þröngum viðhorfum . Þetta er alrangt að mínu mati . Það er einfaldlega kosninga­ löggjöfin okkar sem er nákvæm og „smásmuguleg“, ef fólk kýs að nota það orð . Hæstarétti ber einfaldlega skylda til að dæma samkvæmt þessum nákvæmu reglum . Nær væri því að gagnrýnendur eins og Reynir Axelsson beindu gagnrýni sinni að lagasetningunni sem slíkri og krefðu lög­ gjafann um afslátt af formreglum laganna vegna komandi kosninga, telji þeir tilefni til slíkra tilslakana . Hæstaréttardómarar hafa einfaldlega ekki heimild til að veita stjórn­ völdum slíkan afslátt . Það er grundvallarmisskilningur hjá gagn rýnendum Hæstaréttar að sanna þurfi hvort misferli við kosningarnar hafi átt sér stað . Þar fyrir utan getur það í sumum til­ vikum verið ómögulegt eftir á því að menn gætu hafa „nýtt sér“ misfellur án þess að nokkur viti af því . Þá er það einnig mis­ skilningur að sanna þurfi að slíkt misferli hafi haft áhrif á úrslit kosninganna . Laga­ ákvæðið, sem gagnrýnendur vísa hér til, er að finna í lögum um kosningar til Alþingis . Í lögum um stjórnlagaþing er sérstaklega tiltekið hvaða ákvæði laganna um kosningar til Alþingis skyldu gilda um stjórnlagaþingskosningarnar . Þetta laga­ ákvæði var hins vegar ekki eitt af þeim . Svo ein falt er það . En hvaða mælikvarða átti réttur inn þá að styðjast við? Hæstiréttur hefur áður svarað þessari spurningu með af drátt ar lausum hætti . Þannig ógilti hann t .a .m . kosningar árið 1994 vegna þess að fram kvæmd þeirra var í andstöðu við lög og „til þess fallin“ af rjúfa kosningaleynd að mati réttarins . Ein af ástæðum efnahagshrunsins, að mati Rannsóknarnefndar Alþingis, er sú að ekki var farið eftir settum reglum . Áhrifa fólk, hvort sem það starfaði á einkamarkaði eða hjá hinu opinbera, var of gjarnt til þess að fara á svig við settar lagareglur þegar slíkt hentaði . Á Íslandi eru reglur um framkvæmd kosninga skýrar og strangar . Þannig eiga þær að vera svo unnt sé að tryggja rétt kjósenda og veita stjórnvöldum strangt aðhald í mikilvægum kosningum . Það er grundvallaratriði í lýðræðisríkj um að fyrir hendi séu sett lög sem stjórnvöld­ um ber að fara eftir . Kosningalöggjöf í lýð ræðisríkjum hefur þann megintil gang að tryggja að kosningar fari rétt fram . Af hverju ættum við ekki að gera þá kröfu til stjórnvalda á Íslandi að þau fari eftir þeim reglum sem settar eru? Reglurnar, sem giltu um kosningarnar til stjórnlagaþingsins, voru tiltölulega skýrar en eftir þeim var ekki farið . Þess vegna voru kosningarnar ógiltar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.