Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 78

Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 78
76 Þjóðmál VOR 2011 sjálft gert . Þess má geta að Ísland var komið langt á veg með að semja um fríverzlun við Kína þegar umsókn íslenzkra stjórnvalda um inngöngu setti þær viðræður í uppnám . Evrópusambandið hefur sjálft þreifað fyrir sér með fríverzlun við Kína en ekki hefur verið áhugi fyrir því . Ein ástæða þess að Íslandi og EFTA hefur gengið betur við gerð fríverzl un­ ar samninga á undanförnum árum en Evrópu sambandinu er sú staðreynd að um mikið einfaldari hagsmuni er ræða . Á þetta benti til að mynda Halldór Ásgríms­ son, þáverandi utanríkisráðherra, á í Morgun blaðinu í júlí 2003 þar sem hann sagði hugsanlegt að meiri líkur væru á að EFTA tækist að semja um fríverzlun við Bandaríkin en Evrópusambandið vegna þess að minni togstreita væri á sviði viðskipta mála þar á milli en á milli Banda­ ríkjanna og sambandsins .23 Viðræður Evrópu sambandsins og Kanada hafa verið í hnút í langan tíma meðal annars vegna þess að sambandið hefur ekki getað sætt sig við selveiðar kanadískra frumbyggja .24 Að sama skapi voru viðræður sambandsins við Suður­Kóreu lengi í járnum vegna þess að ítalskir bílaframleiðendur óttuðust um hag sinn í samkeppni við suður­kóreska bíla .25 Innan Evrópusambandsins gætu Íslend­ ingar þannig hæglega lent í þeim aðstæðum að geta ekki stundað fríverzlun við ríki utan sambandsins vegna hagsmuna sem ekki snertu íslenzka hagsmuni á neinn hátt . Annar fyrrum utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, komst ágætlega að orði í Morgunblaðinu í marz 1992 þar 23 „Líklegra að EFTA nái samningum en ESB“ . Morgunblaðið 4 . júlí 2003 . 24 „Canada to challenge European seal ban“ . Montreal Gazette 12 . febrúar 2011 . http://www .montrealgazette . com/business/Canada+challenge+European+seal/427019 9/story .html 25 „EU­South Korea trade deal ‘extremely close’“ . Euobserver .com 10 . september 2010 . http://euobserver . com/?aid=30778 sem hann sagði að ríki Evrópubandalagsins, forvera Evrópusambandsins, hefðu „sett upp tollmúra til að hamla gegn innflutningi á vefnaðarvöru og japönskum bílum og vernda þannig eigin iðnað . Íslendingar hefðu enga slíka hagsmuni að verja og í ljósi náinna viðskiptatengsla við Bandaríkin væri ekki alltaf eftirsóknarvert að lokast inni í mögulegu viðskiptastríði EB og Bandaríkjanna .“26 Lokaorð Það er engin tilviljun að hagsæld á Íslandi hefur í sögulegu samhengi verið samofin aukinni sjálfstjórn íslenzku þjóðarinnar yfir eigin málum . Það er enn í fullu gildi sem Jón Sigurðsson, forseti, sagði rétt fyrir miðja 19 . öldina að veraldarsagan bæri þess ljóst vitni að þjóðum farnaðist bezt þegar þær sjálfar færu með stjórn sinna mála og sem flestir kraftar væru virkjaðir .27 Jón benti líka á fleira í skrifum sínum og meðal annars mikilvægi fríverzlunar við sem allra flesta . Ekki bara suma . Þegar rætt er um það hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið er nauðsynlegt að velta upp þeirri spurningu hvort sambandið sé líklegt til þess að þróast í ásættanlegar áttir næstu árin og áratugina . Miðað við þróun Evrópusamrunans til þessa eru allar líkur á því að miðstýring og samruni á sífellt fleiri sviðum muni einkenna Evrópusambandið til framtíðar samhliða stöðugt minna svigrúmi fyrir ríki sambandsins til þess að ráða sínum eigin málum sjálf . Ef Evrópusambandið verður þá áfram til um alla framtíð sem enginn veit fyrir víst . Hver og einn verður síðan að meta það hvort hann telur að það sé ásættanleg framtíðarsýn . Það er hins vegar ljóst að þeir sem vilja skilgreina sig sem íslenzka hægrimenn munu seint eiga samleið með sambandinu . 26 „Undanþága frá sjávarútvegsstefnunni er ólíkleg“ . Morgunblaðið 14 . marz 1992 . 27 Jón Sigurðsson: Um Alþíng á Íslandi . (1841) .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.