Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 67

Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 67
 Þjóðmál VOR 2011 65 endurskoðunarfyrirtæki gæti farið svona illa að ráði sínu við mat á eignasafninu? Samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis voru 70% af eignum sjóðsins skuldabréf 10 lögaðila sem voru meira eða minna helstu þátttakendur í hruninu . Í sömu frétt var bent á að ríkisbankinn Landsbankinn þyrfti að afskrifa 40 milljarða og skuldabréf peningabréfa Landsvaka voru enn verri . Hvar voru greiningardeildirnar og Fjár­ mála eftirlitið þegar hinir nýstofnuðu bankar tóku þessar eignir yfir? Ég fullyrði að fyrir flestum þeim sem starfa í fjármálaheim­ inum voru þessar afskriftir fyrirsjáanlegar og er í því ljósi óskiljanlegt að enginn skyldi gera athugasemd . Byr greiddi sjóðsfélögum 95% úr peningamarkaðssjóðum sínum en ríkið kom bankanum síðar til bjargar . Dæmi 3 Hin mikla gírun Eiginfjárhlutfall Existu í lok árs 2007 var 30% . SPRON og SpKef áttu samtals 73% hlut í félaginu Kistu sem átti 20 milljarða í Exista . Eiginfjárhlutfall Kistu var 20% . Hefðu eignir Existu lækkað um 6%, hefði hlutabréfaverð Existu átt að lækka um 20% og þar með ætti verðmæti hlutafjár í Kistu að þurrkast út . Sambærilegar sviðsmyndir er hægt að teikna upp fyrir flest öll önnur fjárfestingarfélög bankanna . Ég tel að það hefði verið gagnlegt fyrir stofn fjáreigendur SPRON að átta sig á þeirri áhættu sem var í rekstri sparisjóðsins . Grein ingardeildir og endurskoðendur hefðu getað sinnt því hlutverki . Dæmi 4 Hið augljósa uppblásna verð fyrir hrun Verðmæti hlutafjár FL Group var tvöfalt eigið fé félagsins lengi framan af . Þegar verðmæti fjárfestingarfélags er vel yfir eigið fé þess hefur það annaðhvort vanmetið verðmæti eigna sinna eða hefur sýnt þvílíka kunnáttu í fjárfestingarstefnu að fáir geta leikið slíkt eftir . Hið fyrra á ekki við, félagið átti skráðar eignir á markaðsverði og enginn getur haldið því fram að hinar óskráðu eignir hafi verið metnar á undirverði . Á „afrekalista“ félagsins má helst nefna: 1) kaup félagsins á hlutafé í Easy Jet, 2) stórgóður „árangur“ Glitnis sem var perlan í eignasafni FL Group og 3) þátttaka félagsins í kaupunum á Iceland­matvörukeðjunni . Þegar Easy Jet var keypt og selt hækkuðu hlutabréf í öllum heiminum töluvert og fylgdi hlutabréfaverð Easy Jet með, fjárfestar gátu keypt hlutabréf í Glitni og þurftu því ekki að kaupa beint í FL Group en Iceland­fjárfestingin var eflaust góð . En félagið tapaði stórum fjárhæðum í miðju góðærinu í fjárfestingum í ýmsum félögum í eins og AMR og Commerzbank . Augljóst var löngu fyrir hrun að eitthvað bogið var við verð á bréfum FL Group . Þessi sömu rök eiga einnig við um Exista og Atorku . En enginn eftirlitsaðili varaði við því að bréf þessara fyrirtækja væru ef til vill allt of hátt verðlögð . Dæmi 5 Spilaborgin Fjármálaeftirlitið átti auðveldlega að geta reiknað út eftirfarandi atburðarás löngu fyrir hrun: 1 . Hlutabréfaverð Kaupþings lækkar . 2 . Það lækkar hlutabréfaverð Existu . 3 . Það lækkar verðmæti lána sem Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing hafa lánað gegn veði í hlutabréfum í Kaupþingi og Existu . 4 . Það lækkar hlutabréfaverð í Glitni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.