Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 56

Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 56
54 Þjóðmál VOR 2011 En það fyrirkomulag, að ríkið ábyrgist innstæður, veldur hliðarverkunum sem hafa reglu lega komið upp á yfirborðið, sérstaklega á síðustu misserum . Þegar innstæða er tryggð af ríkinu fær banki fjármögnun í formi innstæðna óháð áhættunni í rekstri sínum . Tengingin milli áhættu og vaxta er rofin með þessum hætti, þar sem vextir ráðast venjulega að miklu leyti af áhættunni af því að fjármagnið fáist ekki greitt til baka, en í þessu tilfelli er engin áhætta fyrir innstæðueigandann . Sú tiltrú að innstæða tapist ekki veldur því að bankanum berst miklum mun meira magn af innstæðum heldur en ella, sem gerir honum auðveldara um vik að vaxa og verða mun stærri en hann annars hefði orðið . Það er einfalt að gera sér þetta í hugarlund því hver er ekki til í að leggja fé sitt inn á stað þar sem algjörlega tryggt er að það tapist ekki, og fá vexti í þokkabót? Þetta fyrirkomulag þekkjum við líka öll, því það er sjaldgæft að venjulegir einstaklingar geymi laust fé sitt annars staðar en í banka . Því kemur upp sú staða að banki, sem safn­ ar innstæðum, getur í krafti ríkisábyrgðar á þeim orðið miklu stærri en hann annars hefði orðið og þeim mun meiri yrði skaðinn fyrir þjóðina ef bankinn færi á hausinn . Í krafti ríkis ábyrgðar fær bankinn mun meira af inn­ stæðum en annars yrði og það veldur því að hann getur notað þær til að veita lán á hag­ stæðum vöxtum, sem aftur veldur því að lána starfsemi bankans verður mun meiri en ella . Þessu gerðu þingmenn Bandaríkjanna sér grein fyrir er þeir fjölluðu um frumvarp að lögum um innstæðutryggingar þegar kreppan mikla stóð sem hæst . Því var í þeim lögum, og lögum sem sett voru skömmu síðar, sett ákvæði um (i) eftirlit með banka­ stofnunum, (ii) að innlánastarfsemi og fjár­ fest ingarstarfsemi ætti að vera aðskilin, og (iii) að ríkið, í gegnum innstæðutryggingasjóð sinn (FDIC), ákvæði hámark á vexti á innstæðum . Af þessum rótum sprettur hið viðamikla opinbera eftirlitskerfi með fjár­ mála stofnunum sem við þekkjum í dag . Þetta er eðlilegt og í raun óumflýjanlegt fyrir komulag, þar sem í þessu tilfelli er þriðji aðili (ríkið) að ábyrgjast skuldir einkaaðila, þar sem innstæða er skuld banka við inn­ stæðueiganda . Auðvelt er að heimfæra þetta upp á sjálfan sig, því ef vinur manns þarf að taka lán og hann biður mann um að ábyrgjast endurgreiðslu þess vill maður að sjálfsögðu fylgjast með því hvort hann hagi ekki fjármálum sínum skynsamlega . Ríkið ákvað hámark á vöxtum svo bankar væru ekki að yfirbjóða hver ann an . Þetta var talið nauðsynlegt vegna þess að inn stæðu­ eigandi í þessu umhverfi hefur enga ástæðu til þess að velja að setja peninga sína inn á reikning í vel reknum banka frekar en illa reknum . Ríkið ábyrgist innstæðuna hvort sem er . Því leitar féð (innstæðurnar) í þann banka sem býður hæstu vextina án tillits til þess hversu áhættusamur rekstur hans er . Áhættu sömustu bankarnir bjóða jafnan hæstu vextina og því var talið nauð synlegt að tak marka þá vaxtaprósentu sem hægt var að bjóða . Ríkisábyrgð og opinbert eftirlit og reglu­ setning fara því ávallt saman . Þetta er í raun tvær hliðar á sama peningnum . Með tím­ anum voru þó margar þessar takmarkanir teknar úr sambandi, svo sem vaxtahámarkið (á bundnum reikningum) og aðskilnaður inn­ l ána­ og fjárfestingarstarfsemi . En innstæðu­ tryggingin var ekki skorin niður sam hliða þessu, heldur var hún þvert á móti aukin . En þar með er ekki öll sagan sögð . Bank­ ar njóta annarrar gerðar ríkisábyrgðar, svo ­ kallaðrar ætlaðrar ríkisábyrgðar . Þessi tegund ríkisábyrgðar er talsvert annars eðlis en innstæðutryggingar . Í henni felst að mark­ aðsaðilar (t .d . aðrir bankar eða fjár mála­ fyrirtæki) gera ráð fyrir að ríkisvaldið muni koma banka til bjargar ef hann stefnir í gjaldþrot, sökum kerfislægs mikilvægis bankans, jafnvel þótt stjórnvöld hafi ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.