Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 58
56 Þjóðmál VOR 2011
Þetta má glöggt sjá ef litið er á sögu íslensku
bankanna bæði fyrir og eftir bankahrunið
2008 .
Lánshæfismatsfyrirtæki gáfu bönkunum
hæstu lánshæfismatseinkunn fyrir hrun með
þeirri röksemd að íslenska ríkið væri nógu
stöndugt til þess að koma þeim til bjargar ef
illa færi . Þar sem hærra lánshæfismat þýðir
að bönkum bjóðast lán á lægri vöxtum, gátu
þeir stækkað enn meir en ella .
Fólk lagði fé inn á Icesavereikninga Lands
bankans vegna þess að það taldi að íslenska
ríkið ábyrgðist innstæðurnar að miklu leyti .
Icesave hefði ekki orðið jafn vinsælt og raunin
varð nema með þeirri ætluðu ríkisábyrgð
sem það naut . Gildir einu þó sú ríkisábyrgð
hafi aldrei verið til staðar, markaðsaðilar
(innstæðueigendur) gerðu ráð fyrir henni og
Landsbankinn sjálfur auglýsti hana á heima
síðu Icesave . Þannig gat Landsbankinn í
krafti þeirrar ríkisábyrgðar sem menn töldu
vera á bankanum haldið áfram að fjármagna
sig og stækka .
Í bankahruninu á Íslandi árið 2008 gaf ríkisstjórn Íslands út yfirlýsingu um að
allar innstæður í íslenskum bönkum innan
lands væru tryggðar . Í kjölfarið hefur allt of
miklu fjármagni verið beint inn í bankana í
formi innstæðna, með þeim afleiðingum að
fjárfestingar eru í algjöru lágmarki . Ekki er
nógu ríkur hvati til þess að festa fé í öðru
en innstæðureikningum, t .d . skuldabréfum
fyrirtækja eða hlutabréfum . Erfitt er fyrir
einka fyrirtæki (utan bankanna) að keppa
um fjármagn við banka með ríkistryggingu
innstæðna . Í krafti þessa er minni þrýstingur
á bankana, sem eru allt of stórir miðað við
landsframleiðslu Íslands, til að hagræða í
rekstri sínum .
Það er mitt mat að þetta fyrirkomulag
sé meinsemd í efnahagskerfi heimsins .
Kominn er tími til að endurskoða ríkis
ábyrgð á fjármálastofnunum . Bankar og fjár
málafyrirtæki eru ekki annars eðlis en önnur
fyrirtæki . Einstaklingar verða að læra að
treysta ekki hvaða banka sem er fyrir pening
unum sínum . Menn lána ekki hverjum
sem er bílinn sinn; það sama á að gilda um
peninga . Fólk á að fylgjast með bönkum og
hvernig þeir starfa, og taka peninga sína út
ef því líst ekki á blikuna . Þannig færist eftir
litið og aðhaldið frá hinu opinbera og yfir til
fólksins sjálfs . Án ríkisábyrgðar þyrfti ekki
nándar nærri eins viðamikið opinbert eftirlit
og nú er raunin .
Þetta sama á við um aðila á fjármálamark
aði, t .d . lífeyrissjóði, greiningarfyrirtæki og
fjárfesta . Þessir aðilar þurfa að hætta að gera
ráð fyrir að ríkið komi til bjargar þegar þeir
reikna út ávöxtunarkröfu fjárfestinga sinna .
Með þessu fyrirkomulagi myndu fjár
málafyrirtæki verða smærri og fleiri og
kerfislæg áhætta minni . Samkeppni yrði
heilbrigðari og bankageirinn stæði jafnfætis
öðrum fyrirtækjum í samkeppni um starfs
fólk og fjármagn .
Bankar verða að læra að standa á eigin
fótum og treysta ekki á ríkisvaldið . Það er
óhollt fyrir hagkerfi að ein atvinnustarfsemi
njóti svo mikillar verndar umfram aðra . Það
hlýtur að bitna á öllum öðrum .
Því miður hefur stefnan um allan heim
verið sett í þveröfuga átt . Lágmarkstrygging
innstæðna er að hækka í Evrópu og Banda
ríkjunum . Sumir stærstu bankarnir eru
enn stærri nú en fyrir fjármálakreppuna .
Kerfislæg áhætta er enn til staðar . Opinbert
eftirlit vex hratt og regluverk að verða mun
fyrir ferðarmeira og erfiðara í framkvæmd,
sem gerir nýjum aðilum á bankamarkaði
erfitt fyrir, og kemur í veg fyrir nauðsynlega
nýliðun .
Það er ærið verkefni inn í framtíðina
að vinda ofan af þeirri beinu og ætluðu
ríkisábyrgð sem bankageirinn nýtur . Það er
ljóst að slíkt yrði mjög erfitt en ágóðinn af
því yrði mikill til langs tíma litið .