Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 58

Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 58
56 Þjóðmál VOR 2011 Þetta má glöggt sjá ef litið er á sögu íslensku bankanna bæði fyrir og eftir bankahrunið 2008 . Lánshæfismatsfyrirtæki gáfu bönkunum hæstu lánshæfismatseinkunn fyrir hrun með þeirri röksemd að íslenska ríkið væri nógu stöndugt til þess að koma þeim til bjargar ef illa færi . Þar sem hærra lánshæfismat þýðir að bönkum bjóðast lán á lægri vöxtum, gátu þeir stækkað enn meir en ella . Fólk lagði fé inn á Icesave­reikninga Lands­ bankans vegna þess að það taldi að íslenska ríkið ábyrgðist innstæðurnar að miklu leyti . Icesave hefði ekki orðið jafn vinsælt og raunin varð nema með þeirri ætluðu ríkisábyrgð sem það naut . Gildir einu þó sú ríkisábyrgð hafi aldrei verið til staðar, markaðsaðilar (innstæðueigendur) gerðu ráð fyrir henni og Landsbankinn sjálfur auglýsti hana á heima­ síðu Icesave . Þannig gat Landsbankinn í krafti þeirrar ríkisábyrgðar sem menn töldu vera á bankanum haldið áfram að fjármagna sig og stækka . Í bankahruninu á Íslandi árið 2008 gaf ríkisstjórn Íslands út yfirlýsingu um að allar innstæður í íslenskum bönkum innan­ lands væru tryggðar . Í kjölfarið hefur allt of miklu fjármagni verið beint inn í bankana í formi innstæðna, með þeim afleiðingum að fjárfestingar eru í algjöru lágmarki . Ekki er nógu ríkur hvati til þess að festa fé í öðru en innstæðureikningum, t .d . skuldabréfum fyrirtækja eða hlutabréfum . Erfitt er fyrir einka fyrirtæki (utan bankanna) að keppa um fjármagn við banka með ríkistryggingu innstæðna . Í krafti þessa er minni þrýstingur á bankana, sem eru allt of stórir miðað við landsframleiðslu Íslands, til að hagræða í rekstri sínum . Það er mitt mat að þetta fyrirkomulag sé meinsemd í efnahagskerfi heimsins . Kominn er tími til að endurskoða ríkis­ ábyrgð á fjármálastofnunum . Bankar og fjár­ málafyrirtæki eru ekki annars eðlis en önnur fyrirtæki . Einstaklingar verða að læra að treysta ekki hvaða banka sem er fyrir pening­ unum sínum . Menn lána ekki hverjum sem er bílinn sinn; það sama á að gilda um peninga . Fólk á að fylgjast með bönkum og hvernig þeir starfa, og taka peninga sína út ef því líst ekki á blikuna . Þannig færist eftir­ litið og aðhaldið frá hinu opinbera og yfir til fólksins sjálfs . Án ríkisábyrgðar þyrfti ekki nándar nærri eins viðamikið opinbert eftirlit og nú er raunin . Þetta sama á við um aðila á fjármálamark­ aði, t .d . lífeyrissjóði, greiningarfyrirtæki og fjárfesta . Þessir aðilar þurfa að hætta að gera ráð fyrir að ríkið komi til bjargar þegar þeir reikna út ávöxtunarkröfu fjárfestinga sinna . Með þessu fyrirkomulagi myndu fjár­ málafyrirtæki verða smærri og fleiri og kerfislæg áhætta minni . Samkeppni yrði heilbrigðari og bankageirinn stæði jafnfætis öðrum fyrirtækjum í samkeppni um starfs­ fólk og fjármagn . Bankar verða að læra að standa á eigin fótum og treysta ekki á ríkisvaldið . Það er óhollt fyrir hagkerfi að ein atvinnustarfsemi njóti svo mikillar verndar umfram aðra . Það hlýtur að bitna á öllum öðrum . Því miður hefur stefnan um allan heim verið sett í þveröfuga átt . Lágmarkstrygging innstæðna er að hækka í Evrópu og Banda­ ríkjunum . Sumir stærstu bankarnir eru enn stærri nú en fyrir fjármálakreppuna . Kerfislæg áhætta er enn til staðar . Opinbert eftirlit vex hratt og regluverk að verða mun fyrir ferðarmeira og erfiðara í framkvæmd, sem gerir nýjum aðilum á bankamarkaði erfitt fyrir, og kemur í veg fyrir nauðsynlega nýliðun . Það er ærið verkefni inn í framtíðina að vinda ofan af þeirri beinu og ætluðu ríkisábyrgð sem bankageirinn nýtur . Það er ljóst að slíkt yrði mjög erfitt en ágóðinn af því yrði mikill til langs tíma litið .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.