Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 57

Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 57
 Þjóðmál VOR 2011 55 gefið út yfirlýsingar þess efnis . Þessi ætlaða ríkis ábyrgð lækkar fjármagnskostnað bank­ ans verulega, því hver vill ekki lána fyrirtæki sem ekki getur farið á hausinn? Í þessu tilfelli, eins og þegar um innstæðutryggingar með ríkisábyrgð er að ræða, er því ríkið að niðurgreiða fjármagnskostnað fjár­ málafyrirtækja . Þar af leiðandi getur bankinn vaxið og stækkað umfram það sem annars hefði verið mögulegt . Markaðsaðilar hafa reynst sannspáir því ríkisvaldið í flestum þróuðum ríkjum heims hefur ítrekað bjargað bönkum sem eru við það að fara á hliðina . Í krafti innstæðutryggingar með ábyrgð ríkisins og ætlaðrar ríkisábyrgðar urðu fjár málastofnanir mjög stórar, svo stórar að þær urðu að lokum „of stórar til að falla“ . Al mennt var gert ráð fyrir að ríkið og / eða seðlabanki kæmi bönkum til bjargar ef gjaldþrot blasti við . Þetta varð raunin í nánast öllum fjármálakreppum síðari hluta 20 . aldar og einnig í þeirri síðustu sem hófst árið 2007, með örfáum undantekningum (t .d . Lehman Brothers og WaMu) . Það kom öllum markaðsaðilum verulega í opna skjöldu að Lehman Brothers hafi verið leyft að verða gjaldþrota . Á einni nóttu breyttust for sendur vaxta á millibankalánum því það varð skyndilega ekki óhugsandi að stórri fjár mála stofnun yrði leyft að fara á hliðina . Í kjölfarið jukust vextir millibankalána svo mikið að lánastarfsemi stöðvaðist . Þessu linnti ekki fyrr en markaðsaðilar gerðu sér grein fyrir að ekki var um stefnubreytingu banda rískra stjórnvalda að ræða, heldur hefði fall Lehman Brothers verið undantekning . Nokkr um vikum síðar varð markaðsaðilum gerð grein fyrir því að ríkið myndi ekki láta slíkt endurtaka sig og í framhaldinu var engri stórri fjármálastofnun leyft að fara á hausinn . Nú er svo komið að sumar stærstu fjár­ málastofnanirnar í Bandaríkjunum eru enn stærri en þær voru fyrir kreppuna sem hófst árið 2007, og því eru enn minni líkur á því en áður að stór bandarískur banki fari á hausinn án þess að ríkið eða seðlabankinn komi til bjargar . Þessi ruglingur með ábyrgð og áhættu hefur margar aukaverkanir . Bankar skila miklum hagnaði í krafti þessarar ríkisábyrgðar, þar sem þeir fá fjármagnskostnað niðurgreiddan af ríkinu . Þeir hafa því bolmagn til að greiða hæstu launin og því sækist færasta fólkið, fólk sem annars yrði t .d . læknar, vísindamenn eða fræðimenn, eftir því að starfa á þessu sviði . Einkafyrirtæki, sem ekki nýtur ríkisábyrgðar, getur einfaldlega ekki keppt um starfsfólk við banka sem hefur beina eða ætlaða ríkisábyrgð . Þetta bitnar á tækniþróun og uppfinningum; ný lyf, lækningatól, umhverfisvæn tækni, o .s . frv . eru ekki fundin upp, vegna þess að fólkið, sem annars hefði unnið við rannsóknir sem þessu tengjast, vinnur frekar í bönkum, enda eru launin þar fyrir hæfasta fólkið jafnan hærri en annars staðar, allt í krafti ríkisábyrgðar á starfsemi bankanna . Þetta tengist einnig umræðunni um of há­ ar bónusgreiðslur fjármálafyrirtækja . Ekkert er athugavert við bónusgreiðslur í sjálfu sér . Það er aðeins þegar bónusar eru greiddir vegna hagnaðar sem myndast fyrir tilstuðlan ríkisábyrgðar að þeir orka tvímælis . Ekki skal gera lítið úr mikilvægi þess að hæft fólk starfi í fjármálageiranum, en hann verður að keppa við aðra um hæfa starfsmenn á jafn­ réttisgrundvelli . Bein og ætluð ríkisábyrgð veldur freistni­vanda því skynsamlega reknir bankar tapa í samkeppni við áhættusama banka, þar sem lánardrottnar lána hvorum sem er því þeir vita að ríkið mun ávallt tryggja að þeir fái fé sitt til baka . Þeir bankar sem ekki eru of stórir til að falla heltast úr lestinni . Það hlýtur því að vera markmið hvers bankastjóra að bankinn verði svo stór að hann teljist of stór til að falla, og njóti því ríkisábyrgðar . Fyrirkomulagið hvetur því til óskynsamlegr­ ar hegðunar, og beinlínis verðlaunar hana .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.