Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 54

Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 54
52 Þjóðmál VOR 2011 drepa stór dýr . Íslendingar þekkja annað dæmi um þokkafullt risadýr: Hvalinn . Þótt þeir tveir hvalastofnar, sem Íslendingar veiða úr, langreyður og hrefna, sé hvorugur í útrýmingarhættu, berst fjöldi manns um heim allan af alefli gegn slíkum veiðum .8 Engu er líkara en Orwell leggi að jöfnu þjáningar fílsins, eftir að hann er skotinn, og mannsins, sem fíllinn hafði troðið undir . Hann lýsir líka áhorfendaskaranum af lítilli samúð . „Indverjarnir voru farnir að koma með körfur og poka, áður en ég fór, og var mér sagt, að þeir hefðu ekki skilið annað eftir en beinin af fílnum um kvöldið .“ Hvarflar ekki að Orwell, að þetta fátæka fólk sé sumt hungrað? Að það hafi fengið kærkomna magafylli? Það er ekki allt á föstum launum eins og breskur lögreglumaður . Sennilega er rétt, að nýlendustjórn spilli ekki síður húsbændum en hjúum . Sjálfur er Orwell dæmi . Þegar grannt er skoðað, gætir nokkurs yfirlætis í lýsingu hans á því, hvernig sálarlíf lögreglumannsins sé flóknara en áhorfendaskarans, sem telur fílinn réttdræpan . Eðlilegt hlutverk lögreglumanns er að vernda fólk gegn vágestum eins og fíl, sem ærist, jafnar hús við jörðu og treður mann til dauðs . Hins sama hroka verður vart á okkar dögum, þegar umhverfisöfgamenn vilja banna öll viðskipti með fílabein, þótt kostnaður af slíku banni lendi nær óskiptur á örsnauðum íbúum á fílaslóðum . Það er að vísu rétt, að fílar eru í útrýmingarhættu í Asíu . En í Afríku eru tíu fílastofnar öflugir og ekki í útrýmingarhættu . Hvers vegna mega íbúarnir á þeim slóðum ekki nýta þá? Þeir geta einkum gert það á tvennan hátt, með því að selja auðugum ferðamönnum leyfi til að veiða fíla og með því að selja síðan fílabeinið, sem eftirsótt er til útskurðar . Með því væri fjölda fíla haldið innan hæfilegra marka, svo að þeir yrðu ekki of frekir til fóðurs og trufluðu ekki hina sjálfbæru þróun í lífríkinu .9 Hindúar trúa því, að kýrin sé heilagt dýr . Bannað er að slátra kúm á Indlandi . Vesturlandamenn brosa að þessum hugsunarhætti . En vandséð er, hvers vegna friða ætti fíla (eða hvali) frekar en kýr . Er hik Orwells við að skjóta fíl ekki jafnfrumstæð og tregða hindúans til að slátra kú?10 Tilvísanir 1 Hún kom þá út hjá Prentsmiðju Austurlands (Lárusi Jóhann­ essyni alþingismanni) undir nafninu Félagi Napóleon, en 1985 sem eitt af Lærdómsritum Hins íslenska bókmenntafélags, og skrifaði Þorsteinn Gylfason heimspekingur formála . Hafði Þorsteinn áður hafnað formála eftir Arnór Hannibalsson prófessor, af því að þar hafði verið deilt á Halldór K . Laxness fyrir lof hans um Ráðstjórnarríki Stalíns . Sá formáli Arnórs birtist í Frelsinu, 1 . hefti 7 . árg . (1986), 29 .–34 . bls . 2 Ungir sjálfstæðismenn undir forystu Geirs Hallgrímssonar, sem andsnúnir voru kommúnisma, létu þýða bókina og gefa út hjá Stuðlabergi . Hún var endurútgefin 1983 . 3 George Orwell: „Þegar ég skaut fílinn,“ þýð . Halldór Stefánsson, Rauðir pennar, ritstj . Kristinn E . Andrésson, III . árg . (1938), 44 .–54 . bls . Upphaflega birtist smásaga Orwells á ensku undir heitinu „Shooting an Elephant“ í New Writing, 2 . hefti 1 . árg . (1936) . 4 Hér er Birma í þýð . Halldórs Stefánssonar breytt í Búrma, sem er viðtekið nafn á íslensku . Herforingjastjórnin í landinu kallar það Myanmar . 5 Halldór Stefánsson þýðir „Empire“ ýmist sem einveldi eða keisara dæmi, en nákvæmara væri auðvitað að kalla það breska heims veldið eða Bretaveldi . 6 William Graham Sumner: „The Conquest of the United States by Spain,“ On Liberty, Society, and Politics. The Essential Essays of William Graham Sumner, ritstj . Robert C . Bannister (Indianapolis, 1992), 272 . bls . 7 Um breska heimsveldið er fróðleg bók Nialls Fergusons, Empire (London, 2002) . 8 Nytjastofnar sjávar 2008/2009, skýrsla Hafrannsóknar­ stofnunar (Reykjavík, 2009), 89 .–91 . bls . 9 Ike Sugg og Urs Kreuter: Elephants and Ivory (London, 1994) . 10 Tvær aðrar bækur Orwells hafa nýlega komið út í íslenskum þýðingum sem Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags, Í reiðuleysi í París og London 2005 og greinasafnið Stjórnmál og bókmenntir 2009, báðar í þýðingu Ugga Jónssonar . Í Stjórnmálum og bókmenntum er hvergi minnst á, að tvær grein arnar þar höfðu birst áður í íslenskum þýðingum, annars vegar „Þegar ég skaut fílinn“ 1938, sem hér er rætt um, hins vegar „Hvers vegna hann skrifar“ (útdráttur) í Alþýðublaðinu 31 . janúar 1947 . Sigurður A . Magnússon þýddi einnig grein Orwells um, hvers vegna hann skrifaði, og flutti í Ríkisútvarpinu 28 . september 1961 . Útgefandi tekur ekki heldur upp í greinasafnið merka ritgerð eftir Orwell um Leiðina til ánauðar eftir F . A . von Hayek, en hún birtist í íslenskri þýðingu minni í Frelsinu, 2 . hefti 5 . árg . (1984), 156 .–166 . bls . Þá má nefna, að Alþýðublaðið birti ritgerð e . Orwell, „Marokko — fátækt land, en hamingjusamt“ 6 . febrúar 1943 . _____________ Ritgerð þessi er þáttur í rannsóknarverkefninu „Umhverfisvernd, eignaréttindi og auðlindanýting“, sem Hannes H. Gissurarson hefur umsjón með í Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.