Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 90
88 Þjóðmál VOR 2011
Bók bresku blaðamannanna snýst að
veru legu leyti um hvernig staðið var að
sam vinnu starfsmanna blaðanna fimm um
birt ingu skjalanna . Þá er einnig sagt frá
tækni legum og ritstjórnarlegum álitaefnum
við meðferð hins mikla fjölda skeyta .
Blaðamennirnir segja einnig sögu Ass
ange . Hún leiðir lesendur til Íslands . Blaða
mennirnir segja að rekja megi komu Ass
ange hingað til bankahrunsins . Kristinn
Hrafns son, sem þá var fréttamaður hjá
RÚV, segist fyrst hafa heyrt um WikiLeaks
í byrjun ágúst 2009, þegar hann fékk vís
bend ingu um að vefsíðan hefði birt lánabók
Kaup þings . Þetta varð til þess að Assange og
Daniel DomscheitBerg fengu boð um að
koma til Reykjavíkur . Þar hefðu þeir varpað
fram hugmynd um Ísland yrði „miðstöð
útgáfu í heiminum“ eins og segir í hinni
íslensku þýðingu, og þeir hafi hvatt „þessa
litlu þjóð til að setja lög um málfrelsi“ .
Blaða mennirnir segja:
„Íslenskur þingmaður, Birgitta Jónsdóttir,
var fremst í flokki við að semja þingsályktun
sem baráttumennirnir kölluðu MMI,
Modern Media Initiative, sem samþykkt
var samhljóða af íslenska þinginu . Tillagan
var saumuð saman af Assange, hollenska
hakk ar an um og kaupsýslumanninum Ropp
Gonggrijp og þremur Íslendingum Birgittu,
Smára [McCarthy, kerfisfræðingi] og Herberti
Snorra syni . Kallað var eftir lögum til að vernda
heimildarmenn, málfrelsi og upplýsingafrelsi .
Birgitta er 43 ára, andkapítalisti, aðgerðasinni,
skáld og listamaður, óvenjulega rómantísk
persóna á þinginu í Reykjavík . „Þeir voru
að kynna hugmynd sem þeir kölluðu „Sviss
bætanna“,“ segir hún, „sem var sú að taka
hug myndina um skattaparadís og breyta
henni í gagnsæisparadís“ .
Daniel DomscheitBerg (DB) segir að
Herbert Snorrason, stjórnleysingi og nem
andi í sögu og rússnesku við Háskóla Íslands,
hafi haft samband við þá Assange síðsumars
2009, skömmu eftir að sagt var frá lánabók
Kaupþings . Herbert ætlaði með félögum
sínum að efna til ráðstefnu um stafrænt
frelsi á vegum FSFI (Félags um stafrænt
frelsi á Íslandi) . Á vefsíðu félagsins segir að
eitt helsta viðfangsefni félagsins sé „hvernig
útfæra megi höfundarrétt í hinum stafræna
heimi þannig að höfundar fái notið réttar
síns til fulls án þess að þrengt sé að stafrænu
frelsi almennings“ .
Á vefsíðunni er einnig að finna frétt um
ráðstefnu á vegum FSFI sem haldin var 1 .
desember 2009 í Háskólanum í Reykjavík .
Þar segir að Daniel Schmitt frá WikiLeaks sé
meðal ræðumanna . Þetta var dulnefni Daniels
DomscheitBergs á þessum árum enda starfaði
hann sem ráðgjafi stórnot enda í tölvumálum
á þessum tíma og vildi draga skil á milli þeirra
starfa og aðildar sinnar að WikiLeaks .
DB segir að hann hafi strax tekið boðinu
um tala á FSFIráðstefnunni með þökkum,
Assange, hinn óútreiknanlegi, hafi hikað,
enda tæki hann aldrei slíkum boðum fyrr
en á síðustu stundu . DB segir að kannski
hafi Assange látið til leiðast þegar hann hafi
heyrt frá sér að hvergi væru fleiri aðlaðandi
konur en á Íslandi . Þeir hafi flogið til Íslands
í nóvember 2009 og búið í gistiheimilinu
Baldursbrá (Laufásvegi 41) . DB segist hafa
Daniel DomscheitBerg kynnir bók sína, Inside
WikiLeaks, þar sem hann segir frá „hættulegustu“
vefsíðu heims og kynnum sínum af Julian Assange .