Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 68

Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 68
66 Þjóðmál VOR 2011 Kaupþingi og Landsbankanum . 5 . Það lækkar hlutabréfaverð í FL Group . 6 . Sem lækkar verðmæti lána o .s .frv . Spilaborgin var fyrir framan nefið á Fjár­ mála eftirlitinu . Starfsmenn þess hafa heim ­ ildir til að fá öll gögn úr bönkunum . Þeir áttu að sjá þetta, það var mikið í umræðunni að bankarnir væru að lána eigendum sínum og eigendum eigenda sinna fé til þess að fjármagna eigið fé bankanna . Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa að tengsl milli stærstu lánveitinga og verðbréfa séu teiknuð upp áður en gert er svokallað „stress test“ fyrir bankana . Og ef þú ert að velta því fyrir þér þá er þetta engin eftiráspeki . Dæmi 6 Öll viðmið eru hrunin Sunnudagsbíltúr borgarbúa hefur alla jafna snúist um undrun yfir öllum þeim byggingum sem voru reistar á höfuð­ borg ar svæðinu síðustu árin fyrir hrun . Var starfsfólk í allt þetta skrifstofuhúsnæði og hvaðan kom fólkið sem átti að versla í öllum þessum búðum? Nóg fannst fólki um þegar Smáralind var reist . Nú hafa bæst við Kauptún, risavaxið Ikea, verslunarmiðstöð í Garðabæ, Holtagarðar stækkaðir, Lindir og Korpa risu og Húsgagnahöllin var endurbætt . Húsasmiðjan og BYKO voru jafnframt iðin við að reisa verslanir og Bauhaus átti bara eftir að kveikja ljósin . Í Borgartúni hafa risið fjölmargar gríðarstórar glerhallir, Deloitte­turninn við Smáratorg og risavaxin skrifstofuhús eru nú nær fullkláruð í Urðarhvarfi og við Actavis­húsið . Og til gamans má nefna að áformað var að reisa höll fyrir Glitni á strætóreitnum, glerturn við Smáralind (sem er kominn töluvert áleiðis) og eitthvað þess háttar við Lindir . Ekki skulum við heldur gleyma Landsbankanum sem áformaði að reisa hallir sem hefðu sæmt Muammar Gaddafi . Svipaða sögu má segja um geymsluhúsnæði og dágóður lager er til af íbúðarhúsnæði . Það er alltof mikið af fasteignum á Íslandi . Og þá er bílaeign á Íslandi, samkvæmt Economist, langmest í öllum heiminum á íbúa (fyrir utan Lúxem burg sem er ekki marktækt) í kjölfar gríðarlegrar bílasölu síðustu 10 ár . Flest lán fjármálastofnana eru með veði í þessum eignum . Ríkisstjórnin er jafnframt að auka og flækja skatta með aðdáunarverðum hraða, áformar að rústa sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi og hefur lagt stein í götu allra tækifæra sem sprottið hafa upp á síðustu tveimur árum . Í þessu umhverfi eru Seðlabanki Íslands og ríkið að dæla hundruðum milljarða inn í bankakerfið í trausti þess að ársreikningar og skýrslur endurspegli raunvirði eigna . Og eftirlitsaðilarnir þegja . Dæmi 7 Endurskipulagning Íslands Taflan á næstu síðu sýnir þau hundruð milljarða sem ríkið hefur sett í fjár­ málastofnanir frá hruni (eða áformað/ kynnt/í umræðunni) . Sumt er réttlætanlegt að mínu mati, t .d . eru skuldbindingar Íbúðalánasjóðs hvort eð er ríkistryggðar (sem er hins vegar ekki réttlætanlegt) og einstaklingar sem biðu eftir bótum sínum frá Sjóvá, t .d . eftir slys, hefðu fengið skell . Í einhverjum tilfellum er jafnframt um að ræða endurfjármögnun skulda við Seðla­ bank ann þannig að engir nýir peningar voru að streyma úr bankanum . Hins vegar hlýtur kaldur hrollur að hríslast eftir hrygg lesenda þegar þeir renna yfir töfluna . Spurningin er ekki hvort menn tapi miklu, heldur hvenær þeir viðurkenna tapið . Nær engin umræða er um þetta stóra mál .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.