Þjóðmál - 01.03.2011, Qupperneq 68
66 Þjóðmál VOR 2011
Kaupþingi og Landsbankanum .
5 . Það lækkar hlutabréfaverð í FL Group .
6 . Sem lækkar verðmæti lána o .s .frv .
Spilaborgin var fyrir framan nefið á Fjár
mála eftirlitinu . Starfsmenn þess hafa heim
ildir til að fá öll gögn úr bönkunum . Þeir
áttu að sjá þetta, það var mikið í umræðunni
að bankarnir væru að lána eigendum sínum
og eigendum eigenda sinna fé til þess að
fjármagna eigið fé bankanna . Það hlýtur að
vera sjálfsögð krafa að tengsl milli stærstu
lánveitinga og verðbréfa séu teiknuð upp
áður en gert er svokallað „stress test“ fyrir
bankana . Og ef þú ert að velta því fyrir þér
þá er þetta engin eftiráspeki .
Dæmi 6
Öll viðmið eru hrunin
Sunnudagsbíltúr borgarbúa hefur alla jafna snúist um undrun yfir öllum
þeim byggingum sem voru reistar á höfuð
borg ar svæðinu síðustu árin fyrir hrun . Var
starfsfólk í allt þetta skrifstofuhúsnæði
og hvaðan kom fólkið sem átti að versla í
öllum þessum búðum? Nóg fannst fólki um
þegar Smáralind var reist . Nú hafa bæst við
Kauptún, risavaxið Ikea, verslunarmiðstöð
í Garðabæ, Holtagarðar stækkaðir, Lindir
og Korpa risu og Húsgagnahöllin var
endurbætt . Húsasmiðjan og BYKO
voru jafnframt iðin við að reisa verslanir
og Bauhaus átti bara eftir að kveikja
ljósin . Í Borgartúni hafa risið fjölmargar
gríðarstórar glerhallir, Deloitteturninn
við Smáratorg og risavaxin skrifstofuhús
eru nú nær fullkláruð í Urðarhvarfi og við
Actavishúsið . Og til gamans má nefna
að áformað var að reisa höll fyrir Glitni
á strætóreitnum, glerturn við Smáralind
(sem er kominn töluvert áleiðis) og eitthvað
þess háttar við Lindir . Ekki skulum við
heldur gleyma Landsbankanum sem
áformaði að reisa hallir sem hefðu sæmt
Muammar Gaddafi . Svipaða sögu má
segja um geymsluhúsnæði og dágóður
lager er til af íbúðarhúsnæði . Það er alltof
mikið af fasteignum á Íslandi . Og þá er
bílaeign á Íslandi, samkvæmt Economist,
langmest í öllum heiminum á íbúa (fyrir
utan Lúxem burg sem er ekki marktækt) í
kjölfar gríðarlegrar bílasölu síðustu 10 ár .
Flest lán fjármálastofnana eru með veði í
þessum eignum .
Ríkisstjórnin er jafnframt að auka og
flækja skatta með aðdáunarverðum hraða,
áformar að rústa sjávarútvegsfyrirtækjum
á Íslandi og hefur lagt stein í götu allra
tækifæra sem sprottið hafa upp á síðustu
tveimur árum . Í þessu umhverfi eru
Seðlabanki Íslands og ríkið að dæla
hundruðum milljarða inn í bankakerfið
í trausti þess að ársreikningar og
skýrslur endurspegli raunvirði eigna . Og
eftirlitsaðilarnir þegja .
Dæmi 7
Endurskipulagning Íslands
Taflan á næstu síðu sýnir þau hundruð milljarða sem ríkið hefur sett í fjár
málastofnanir frá hruni (eða áformað/
kynnt/í umræðunni) . Sumt er réttlætanlegt
að mínu mati, t .d . eru skuldbindingar
Íbúðalánasjóðs hvort eð er ríkistryggðar
(sem er hins vegar ekki réttlætanlegt) og
einstaklingar sem biðu eftir bótum sínum
frá Sjóvá, t .d . eftir slys, hefðu fengið skell .
Í einhverjum tilfellum er jafnframt um að
ræða endurfjármögnun skulda við Seðla
bank ann þannig að engir nýir peningar voru
að streyma úr bankanum . Hins vegar hlýtur
kaldur hrollur að hríslast eftir hrygg lesenda
þegar þeir renna yfir töfluna . Spurningin er
ekki hvort menn tapi miklu, heldur hvenær
þeir viðurkenna tapið . Nær engin umræða
er um þetta stóra mál .