Þjóðmál - 01.03.2011, Blaðsíða 75
Þjóðmál VOR 2011 73
síður, og í raun miklu fremur, að snúast um
pólitískan og félagslegan samruna . Mörgum
hægrimanninum víða í Evrópu og ekki sízt
í Bretlandi fór að hætta á lítast á blikuna . Í
frægri ræðu sem Margaret Thatcher, þáverandi
forsætisráðherra Breta og leiðtogi brezka
Íhaldsflokksins, flutti í belgísku borginni
Brügge 20 . september 1988 mótmælti hún
tilhneigingu til aukinnar miðstýringar og
skrifræðis innan Efnahagsbandalagsins og
hugmyndum um þróun þess í átt til eins
ríkis . „Við höfum ekki með góðum árangri
dregið úr umsvifum ríkisvaldsins í Bretlandi
til þess eins að sjá þau aukin á ný á vettvangi
Evrópu bandalagsins í krafti evrópsks stórríkis
með aukin völd frá Brussel,“10 sagði hún
meðal annars í ræðunni .
Það nýjasta á þeirri leið að breyta Evrópu
sambandinu í eitt ríki er sem kunnugt hug
myndir um það að koma á einni efnahags
stjórn innan sambandsins .11 Rökin eru
10 Margaret Thatcher: „Bruges Revisited“ . Brugesgroup .
com . http://www .brugesgroup .com/mediacentre/index .
live?article=92 . „We have not successfully rolled back the
frontiers of the state in Britain, only to see them reimposed
at a European level, with a European superstate exercising
a new dominance from Brussels .“
11 „Merkel Pushes Ahead with Economic Government
Plans“ . Der Spiegel 29 . janúar 2011 . http://www .spiegel .
de/international/europe/0,1518,742363,00 .html
þau að ekki sé hægt að hafa einungis eina
peningamálastjórn fyrir evrusvæðið ef ekki
fylgir um leið ein efnahagsstjórn . Ráða
menn innan Evrópusambandsins hafa í
raun viðurkennt að það hafi alltaf legið
fyrir að þetta tvennt yrði að haldast í
hendur, enda vöruðu ófáir hagfræðingar og
gagnrýnendur sambandsins við því á sínum
tíma þegar hafizt var handa við að koma
evrunni á koppinn . Helztu hvatamenn
evrunnar vissu þetta líka en litu einfaldlega
svo á að þegar næsta krísa kæmi gætu þeir
notfært sér ástandið og náð fram samþykki
fyrirm einni efnahagsstjórn .
Samhliða áherzlu á eina efnahagsstjórn
hefur verið rætt um að samræma skattamál
innan Evrópusambandsins, einkum varð
andi fyrirtækjaskatta, en umræða um það
hefur þó verið í gangi innan sambandsins
um árabil . Skiptar skoðanir hafa verið um
málið og var að lokum ákveðið að fyrst um
sinn yrði einungis aðferðin við að reikna
út fyrirtækjaskatta samræmd . Nokkuð
sem fylgjendur þess að skattamál innan
Evrópusambandsins verði samræmd að fullu
líta á sem fyrsta skrefið á þeirri leið . Það sem
einkum hefur legið til grundvallar þessum
hugmyndum hefur verið vilji ákveðinna
ríkja innan Evrópusambandsins til þess
Þrjár stjórnarskrár . Stjórnarskrá Evrópusambandsins (sem nú heitir Lissabonsáttmálinn),
stjórnarskrá Bandaríkjanna og stjórnarskrá Íslands .