Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 75

Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 75
 Þjóðmál VOR 2011 73 síður, og í raun miklu fremur, að snúast um pólitískan og félagslegan samruna . Mörgum hægrimanninum víða í Evrópu og ekki sízt í Bretlandi fór að hætta á lítast á blikuna . Í frægri ræðu sem Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Breta og leiðtogi brezka Íhaldsflokksins, flutti í belgísku borginni Brügge 20 . september 1988 mótmælti hún tilhneigingu til aukinnar miðstýringar og skrifræðis innan Efnahagsbandalagsins og hugmyndum um þróun þess í átt til eins ríkis . „Við höfum ekki með góðum árangri dregið úr umsvifum ríkisvaldsins í Bretlandi til þess eins að sjá þau aukin á ný á vettvangi Evrópu bandalagsins í krafti evrópsks stórríkis með aukin völd frá Brussel,“10 sagði hún meðal annars í ræðunni . Það nýjasta á þeirri leið að breyta Evrópu­ sambandinu í eitt ríki er sem kunnugt hug­ myndir um það að koma á einni efnahags­ stjórn innan sambandsins .11 Rökin eru 10 Margaret Thatcher: „Bruges Revisited“ . Brugesgroup . com . http://www .brugesgroup .com/mediacentre/index . live?article=92 . „We have not successfully rolled back the frontiers of the state in Britain, only to see them reimposed at a European level, with a European super­state exercising a new dominance from Brussels .“ 11 „Merkel Pushes Ahead with Economic Government Plans“ . Der Spiegel 29 . janúar 2011 . http://www .spiegel . de/international/europe/0,1518,742363,00 .html þau að ekki sé hægt að hafa einungis eina peningamálastjórn fyrir evrusvæðið ef ekki fylgir um leið ein efnahagsstjórn . Ráða­ menn innan Evrópusambandsins hafa í raun viðurkennt að það hafi alltaf legið fyrir að þetta tvennt yrði að haldast í hendur, enda vöruðu ófáir hagfræðingar og gagnrýnendur sambandsins við því á sínum tíma þegar hafizt var handa við að koma evrunni á koppinn . Helztu hvatamenn evrunnar vissu þetta líka en litu einfaldlega svo á að þegar næsta krísa kæmi gætu þeir notfært sér ástandið og náð fram samþykki fyrirm einni efnahagsstjórn . Samhliða áherzlu á eina efnahagsstjórn hefur verið rætt um að samræma skattamál innan Evrópusambandsins, einkum varð­ andi fyrirtækjaskatta, en umræða um það hefur þó verið í gangi innan sambandsins um árabil . Skiptar skoðanir hafa verið um málið og var að lokum ákveðið að fyrst um sinn yrði einungis aðferðin við að reikna út fyrirtækjaskatta samræmd . Nokkuð sem fylgjendur þess að skattamál innan Evrópusambandsins verði samræmd að fullu líta á sem fyrsta skrefið á þeirri leið . Það sem einkum hefur legið til grundvallar þessum hugmyndum hefur verið vilji ákveðinna ríkja innan Evrópusambandsins til þess Þrjár stjórnarskrár . Stjórnarskrá Evrópusambandsins (sem nú heitir Lissabon­sáttmálinn), stjórnarskrá Bandaríkjanna og stjórnarskrá Íslands .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.