Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 56
54 Þjóðmál VOR 2011
En það fyrirkomulag, að ríkið ábyrgist
innstæður, veldur hliðarverkunum sem hafa
reglu lega komið upp á yfirborðið, sérstaklega
á síðustu misserum . Þegar innstæða er
tryggð af ríkinu fær banki fjármögnun í
formi innstæðna óháð áhættunni í rekstri
sínum . Tengingin milli áhættu og vaxta
er rofin með þessum hætti, þar sem vextir
ráðast venjulega að miklu leyti af áhættunni
af því að fjármagnið fáist ekki greitt til
baka, en í þessu tilfelli er engin áhætta fyrir
innstæðueigandann . Sú tiltrú að innstæða
tapist ekki veldur því að bankanum berst
miklum mun meira magn af innstæðum
heldur en ella, sem gerir honum auðveldara
um vik að vaxa og verða mun stærri en hann
annars hefði orðið . Það er einfalt að gera sér
þetta í hugarlund því hver er ekki til í að leggja
fé sitt inn á stað þar sem algjörlega tryggt er
að það tapist ekki, og fá vexti í þokkabót?
Þetta fyrirkomulag þekkjum við líka öll, því
það er sjaldgæft að venjulegir einstaklingar
geymi laust fé sitt annars staðar en í banka .
Því kemur upp sú staða að banki, sem safn
ar innstæðum, getur í krafti ríkisábyrgðar á
þeim orðið miklu stærri en hann annars hefði
orðið og þeim mun meiri yrði skaðinn fyrir
þjóðina ef bankinn færi á hausinn . Í krafti
ríkis ábyrgðar fær bankinn mun meira af inn
stæðum en annars yrði og það veldur því að
hann getur notað þær til að veita lán á hag
stæðum vöxtum, sem aftur veldur því að
lána starfsemi bankans verður mun meiri en
ella .
Þessu gerðu þingmenn Bandaríkjanna
sér grein fyrir er þeir fjölluðu um frumvarp
að lögum um innstæðutryggingar þegar
kreppan mikla stóð sem hæst . Því var í þeim
lögum, og lögum sem sett voru skömmu
síðar, sett ákvæði um (i) eftirlit með banka
stofnunum, (ii) að innlánastarfsemi og fjár
fest ingarstarfsemi ætti að vera aðskilin, og (iii)
að ríkið, í gegnum innstæðutryggingasjóð
sinn (FDIC), ákvæði hámark á vexti á
innstæðum . Af þessum rótum sprettur hið
viðamikla opinbera eftirlitskerfi með fjár
mála stofnunum sem við þekkjum í dag .
Þetta er eðlilegt og í raun óumflýjanlegt
fyrir komulag, þar sem í þessu tilfelli er þriðji
aðili (ríkið) að ábyrgjast skuldir einkaaðila,
þar sem innstæða er skuld banka við inn
stæðueiganda . Auðvelt er að heimfæra þetta
upp á sjálfan sig, því ef vinur manns þarf
að taka lán og hann biður mann um að
ábyrgjast endurgreiðslu þess vill maður að
sjálfsögðu fylgjast með því hvort hann hagi
ekki fjármálum sínum skynsamlega .
Ríkið ákvað hámark á vöxtum svo bankar væru ekki að yfirbjóða hver ann an . Þetta
var talið nauðsynlegt vegna þess að inn stæðu
eigandi í þessu umhverfi hefur enga ástæðu til
þess að velja að setja peninga sína inn á reikning
í vel reknum banka frekar en illa reknum . Ríkið
ábyrgist innstæðuna hvort sem er . Því leitar féð
(innstæðurnar) í þann banka sem býður hæstu
vextina án tillits til þess hversu áhættusamur
rekstur hans er . Áhættu sömustu bankarnir
bjóða jafnan hæstu vextina og því var talið
nauð synlegt að tak marka þá vaxtaprósentu sem
hægt var að bjóða .
Ríkisábyrgð og opinbert eftirlit og reglu
setning fara því ávallt saman . Þetta er í raun
tvær hliðar á sama peningnum . Með tím
anum voru þó margar þessar takmarkanir
teknar úr sambandi, svo sem vaxtahámarkið
(á bundnum reikningum) og aðskilnaður inn
l ána og fjárfestingarstarfsemi . En innstæðu
tryggingin var ekki skorin niður sam hliða
þessu, heldur var hún þvert á móti aukin .
En þar með er ekki öll sagan sögð . Bank
ar njóta annarrar gerðar ríkisábyrgðar, svo
kallaðrar ætlaðrar ríkisábyrgðar . Þessi tegund
ríkisábyrgðar er talsvert annars eðlis en
innstæðutryggingar . Í henni felst að mark
aðsaðilar (t .d . aðrir bankar eða fjár mála
fyrirtæki) gera ráð fyrir að ríkisvaldið muni
koma banka til bjargar ef hann stefnir í
gjaldþrot, sökum kerfislægs mikilvægis
bankans, jafnvel þótt stjórnvöld hafi ekki