Þjóðmál - 01.03.2011, Síða 78
76 Þjóðmál VOR 2011
sjálft gert . Þess má geta að Ísland var komið
langt á veg með að semja um fríverzlun við
Kína þegar umsókn íslenzkra stjórnvalda
um inngöngu setti þær viðræður í uppnám .
Evrópusambandið hefur sjálft þreifað fyrir
sér með fríverzlun við Kína en ekki hefur
verið áhugi fyrir því .
Ein ástæða þess að Íslandi og EFTA
hefur gengið betur við gerð fríverzl un
ar samninga á undanförnum árum en
Evrópu sambandinu er sú staðreynd að
um mikið einfaldari hagsmuni er ræða . Á
þetta benti til að mynda Halldór Ásgríms
son, þáverandi utanríkisráðherra, á í
Morgun blaðinu í júlí 2003 þar sem hann
sagði hugsanlegt að meiri líkur væru á
að EFTA tækist að semja um fríverzlun
við Bandaríkin en Evrópusambandið
vegna þess að minni togstreita væri á sviði
viðskipta mála þar á milli en á milli Banda
ríkjanna og sambandsins .23 Viðræður
Evrópu sambandsins og Kanada hafa verið
í hnút í langan tíma meðal annars vegna
þess að sambandið hefur ekki getað sætt sig
við selveiðar kanadískra frumbyggja .24 Að
sama skapi voru viðræður sambandsins við
SuðurKóreu lengi í járnum vegna þess að
ítalskir bílaframleiðendur óttuðust um hag
sinn í samkeppni við suðurkóreska bíla .25
Innan Evrópusambandsins gætu Íslend
ingar þannig hæglega lent í þeim aðstæðum
að geta ekki stundað fríverzlun við ríki
utan sambandsins vegna hagsmuna sem
ekki snertu íslenzka hagsmuni á neinn hátt .
Annar fyrrum utanríkisráðherra Íslands,
Jón Baldvin Hannibalsson, komst ágætlega
að orði í Morgunblaðinu í marz 1992 þar
23 „Líklegra að EFTA nái samningum en ESB“ .
Morgunblaðið 4 . júlí 2003 .
24 „Canada to challenge European seal ban“ . Montreal
Gazette 12 . febrúar 2011 . http://www .montrealgazette .
com/business/Canada+challenge+European+seal/427019
9/story .html
25 „EUSouth Korea trade deal ‘extremely close’“ .
Euobserver .com 10 . september 2010 . http://euobserver .
com/?aid=30778
sem hann sagði að ríki Evrópubandalagsins,
forvera Evrópusambandsins, hefðu „sett
upp tollmúra til að hamla gegn innflutningi
á vefnaðarvöru og japönskum bílum og
vernda þannig eigin iðnað . Íslendingar hefðu
enga slíka hagsmuni að verja og í ljósi náinna
viðskiptatengsla við Bandaríkin væri ekki
alltaf eftirsóknarvert að lokast inni í mögulegu
viðskiptastríði EB og Bandaríkjanna .“26
Lokaorð
Það er engin tilviljun að hagsæld á Íslandi hefur í sögulegu samhengi
verið samofin aukinni sjálfstjórn íslenzku
þjóðarinnar yfir eigin málum . Það er enn í
fullu gildi sem Jón Sigurðsson, forseti, sagði
rétt fyrir miðja 19 . öldina að veraldarsagan
bæri þess ljóst vitni að þjóðum farnaðist
bezt þegar þær sjálfar færu með stjórn sinna
mála og sem flestir kraftar væru virkjaðir .27
Jón benti líka á fleira í skrifum sínum og
meðal annars mikilvægi fríverzlunar við
sem allra flesta . Ekki bara suma .
Þegar rætt er um það hvort Ísland eigi að
ganga í Evrópusambandið er nauðsynlegt að
velta upp þeirri spurningu hvort sambandið
sé líklegt til þess að þróast í ásættanlegar áttir
næstu árin og áratugina . Miðað við þróun
Evrópusamrunans til þessa eru allar líkur á
því að miðstýring og samruni á sífellt fleiri
sviðum muni einkenna Evrópusambandið til
framtíðar samhliða stöðugt minna svigrúmi
fyrir ríki sambandsins til þess að ráða sínum
eigin málum sjálf . Ef Evrópusambandið
verður þá áfram til um alla framtíð sem
enginn veit fyrir víst . Hver og einn verður
síðan að meta það hvort hann telur að það
sé ásættanleg framtíðarsýn . Það er hins
vegar ljóst að þeir sem vilja skilgreina sig
sem íslenzka hægrimenn munu seint eiga
samleið með sambandinu .
26 „Undanþága frá sjávarútvegsstefnunni er ólíkleg“ .
Morgunblaðið 14 . marz 1992 .
27 Jón Sigurðsson: Um Alþíng á Íslandi . (1841) .