Þjóðmál - 01.03.2011, Page 29

Þjóðmál - 01.03.2011, Page 29
 Þjóðmál VOR 2011 27 kjörseðlum voru þess eðlis að talningarvélar gátu ekki borið kennsl á skrift kjósandans . Í ljósi mikils fjölda vafaatkvæða hefði verið eðlilegt að fylgja settum lögum . Niðurstaðan Það er grundvallaratriði í lýðræðisríkjum að kosningar séu framkvæmdar með þeim hætti að allir beri traust til þeirra og niðurstaðna þeirra . Ég geri ekki ráð fyrir því að það fólk sem kom að framkvæmd kosninganna hafi haft rangt við í störfum sínum . Það breytir hins vegar ekki því að möguleikinn var fyrir hendi þar sem ekki var farið eftir settum lagareglum . Ég er sannfærður um það að hættulegt fordæmi hefði skapast hefði Hæstiréttur ekki ógilt kosninguna . Ef afsláttur er veittur af skýrum lagareglum er hætt við því að afslátturinn aukist með tímanum og verði misnotaður af óheiðarlegum og spilltum stjórnvöldum, komist þau til valda . Gagnrýnendur Hæstaréttar í umræddu máli hafa tönnlast á því að afstaða réttar­ ins sé smásmuguleg og einkennist af alltof þröngum viðhorfum . Þetta er alrangt að mínu mati . Það er einfaldlega kosninga­ löggjöfin okkar sem er nákvæm og „smásmuguleg“, ef fólk kýs að nota það orð . Hæstarétti ber einfaldlega skylda til að dæma samkvæmt þessum nákvæmu reglum . Nær væri því að gagnrýnendur eins og Reynir Axelsson beindu gagnrýni sinni að lagasetningunni sem slíkri og krefðu lög­ gjafann um afslátt af formreglum laganna vegna komandi kosninga, telji þeir tilefni til slíkra tilslakana . Hæstaréttardómarar hafa einfaldlega ekki heimild til að veita stjórn­ völdum slíkan afslátt . Það er grundvallarmisskilningur hjá gagn rýnendum Hæstaréttar að sanna þurfi hvort misferli við kosningarnar hafi átt sér stað . Þar fyrir utan getur það í sumum til­ vikum verið ómögulegt eftir á því að menn gætu hafa „nýtt sér“ misfellur án þess að nokkur viti af því . Þá er það einnig mis­ skilningur að sanna þurfi að slíkt misferli hafi haft áhrif á úrslit kosninganna . Laga­ ákvæðið, sem gagnrýnendur vísa hér til, er að finna í lögum um kosningar til Alþingis . Í lögum um stjórnlagaþing er sérstaklega tiltekið hvaða ákvæði laganna um kosningar til Alþingis skyldu gilda um stjórnlagaþingskosningarnar . Þetta laga­ ákvæði var hins vegar ekki eitt af þeim . Svo ein falt er það . En hvaða mælikvarða átti réttur inn þá að styðjast við? Hæstiréttur hefur áður svarað þessari spurningu með af drátt ar lausum hætti . Þannig ógilti hann t .a .m . kosningar árið 1994 vegna þess að fram kvæmd þeirra var í andstöðu við lög og „til þess fallin“ af rjúfa kosningaleynd að mati réttarins . Ein af ástæðum efnahagshrunsins, að mati Rannsóknarnefndar Alþingis, er sú að ekki var farið eftir settum reglum . Áhrifa fólk, hvort sem það starfaði á einkamarkaði eða hjá hinu opinbera, var of gjarnt til þess að fara á svig við settar lagareglur þegar slíkt hentaði . Á Íslandi eru reglur um framkvæmd kosninga skýrar og strangar . Þannig eiga þær að vera svo unnt sé að tryggja rétt kjósenda og veita stjórnvöldum strangt aðhald í mikilvægum kosningum . Það er grundvallaratriði í lýðræðisríkj um að fyrir hendi séu sett lög sem stjórnvöld­ um ber að fara eftir . Kosningalöggjöf í lýð ræðisríkjum hefur þann megintil gang að tryggja að kosningar fari rétt fram . Af hverju ættum við ekki að gera þá kröfu til stjórnvalda á Íslandi að þau fari eftir þeim reglum sem settar eru? Reglurnar, sem giltu um kosningarnar til stjórnlagaþingsins, voru tiltölulega skýrar en eftir þeim var ekki farið . Þess vegna voru kosningarnar ógiltar .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.