Þjóðmál - 01.03.2011, Side 21

Þjóðmál - 01.03.2011, Side 21
 Þjóðmál VOR 2011 19 Atli Harðarson Beint lýðræði, leið úr ógöngum 1 . Flóttinn frá stjórnmálunum Eftir því sem ég best veit er fólk, sem gefur kost á sér í kosningum og nær kjöri á þing eða í sveitarstjórnir, upp til hópa gott fólk sem vill af einlægni stuðla að réttlæti, velmegun og framförum . Samt liggur ansi mörgum illt orð til stjórnmálamanna . Orð­ in „pólitík“ og „pólitískur“ eru oft notuð eins og hálfgerð skammaryrði og látið að því liggja að sé ákvörðun tekin á „pólitísk um“ forsendum hljóti að vera eitt hvað athuga­ vert við hana . Þeir sem fullyrða blákalt að stjórnmálamenn séu fífl og fávitar þurfa ekki að standa fyrir máli sínu eins og þeir sem voga sér að tala niður til fólks með vísun í kyn þess, trúflokk eða þjóðerni . Þótt flestir viðurkenni að stjórnmál séu mikil væg og lýðræðið sé dýrmætt er eins og það vanti eitthvað á tiltrú almennings og traust á stjórnmálamönnum, stjórnmála­ flokk um og lýðræðislegum valdastofnunum . Fyrir þessu eru sjálfsagt margar ástæður . Ég veit ekki frekar en aðrir hverjar vega þyngst . Eftirfarandi bollaleggingar eru því ágiskanir í bland við hugmyndir sem ég get aðeins rökstutt að litlu leyti . Ein ástæðan fyrir vantrausti almennings á stjórnmálamönnum er trúlega að frammá­ menn í stjórnmálum mynda nær óhjá­ kvæmilega tengsl við æðstu embættis­ menn ríkisins og forystumenn í atvinnulífi og fésýslu – þá fáu og stóru fremur en þá mörgu og smáu . Svona samstaða stórbokka er ekki sérstakt einkenni á okkar tímum . Hún hefur alltaf gefið almenningi tilefni til tortryggni og ég ætla ekki að hafa um hana fleiri orð . Önnur ástæða, sem ég ætla að ræða í nokkuð lengra máli, er að áhrifamiklar stefnur í stjórnmálum hafa beinlínis alið á vantrausti á stjórnmálamönnum . Ein slík stefna, sem leggur áherslu á að ákvarðanir séu „faglegar“ fremur en pólitískar, hefur verið meira áberandi hjá þeim sem telja sig miðju­ eða vinstrimenn heldur en hjá hægrimönnum . Önnur, sem leggur áherslu á að fleiri svið séu markaðsvædd og markaðurinn taki við hlutverkum stjórn­ málamanna, hefur hins vegar verið meira áberandi hjá hægrimönnum . Sumir hafa haldið hvoru tveggja fram og ég held að ein­ hverjir þeirra hafi kallað sig „hægri krata“ . Nú ætla ég ekki að vísa þessum ástæðum

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.