Þjóðmál - 01.03.2011, Side 72

Þjóðmál - 01.03.2011, Side 72
70 Þjóðmál VOR 2011 Hjörtur J . Guðmundsson Eiga íslenskir hægri menn samleið með ESB? Sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei stutt inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða forvera þess hefur vafalítið verið mörgum stuðningsmönnum inngöngu þyrnir í augum . Þá ekki sízt vegna þeirrar sterku stöðu sem flokkurinn hefur haft í íslenzkum stjórnmálum allar götur frá því að hann var stofnaður árið 1929 . Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur verið nefnd sjálfstæðisstefnan en hún hefur frá upphafi meðal annars grundvallast á því stjónarmiði að öll mál Íslands ættu að fullu að vera í höndum Íslendinga og að varðveita yrði og tryggja sjálfstæði og frelsi landsins .1 Það segir sig því sjálft að innganga í Evrópusambandið yrði seint í samræmi við sjálfsstæðisstefnuna . Ýmislegt hefur þó verið reynt í gegnum tíðina til þess að telja sjálfstæðismönnum trú um að sambandið ætti samleið með hægrisinnuðum sjónarmiðum . Í raun er sú saga nokkurn veginn jafn löng og saga svokallaðs Evrópusamruna . Þannig rifjaði Björn S . Stefánsson, búnaðarfræðingur, nýverið upp atburði í grein í Bændablaðinu frá árunum 1961­1963 sem hann tók þátt í . Þá var rætt um það í stjórnkerfinu hvernig tengslum Íslands við önnur Evrópuríki skyldi háttað og voru Einar Benediktsson, 1 Einar Laxness: Íslandssaga l-ö. Reykjavík, 1977 . síðar sendiherra, og Jónas Haralz, hagfræðingur og þáverandi ráðuneytisstjóri, talsmenn þess að Ísland gengi alla leið inn í Efnahagsbandalag Evrópu forvera Evrópu­ sambandsins . Síðan segir í grein Björns: „Síðar, á árinu 1963, var málið lagt til hliðar . Það var eftir að verðandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, setti sig inn í Rómarsáttmálann um Efnahagsbandalagið og þóttist sjá, að stefnt væri að stofnun ríkis . Hann taldi ekki koma til greina, að Ísland yrði með í slíku ríki . Bjarni varð ungur sérstakur kunnáttumaður í stjórnskipunarrétti og var þá prófessor í lögum .“2 Hér á eftir verður fjallað í grófum drátt um um ýmis þau atriði sem hafa verður í huga þegar þeirri spurningu er velt upp hvort Evrópusambandið eigi samleið með hægri­ sinnaðri hugmyndafræði og sjálf stæðis­ stefnunni og um leið spurning unni um það hvort Ísland eigi að ganga í sambandið . Bandaríki Evrópu? Ljóst er að Evrópusambandið er í dag komið langleiðina í þá átt að verða að einu ríki og hefur á suma mælikvarða þegar 2 Björn S . Stefánsson: „Ísland og EBE ­ gömul saga rifjuð upp“ . Bændablaðið 13 . janúar, 2011 . bls . 10 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.