Morgunblaðið - 12.09.2015, Page 6

Morgunblaðið - 12.09.2015, Page 6
Fjölgun áfangastaða » Áfangastöðum í leiðarkerfi Icelandair fjölgar um þrjá á næsta ári þegar heilsársflug hefst til Chicago, Montreal og Aberdeen » Flugmenn félagsins voru 282 árið 2012 en hefur fjölgað í 366 á þessu ári. Einnig hefur verið fjölgað í áhöfn og fleiri störf skapast í tengslum við flugreksturinn. » Forstjóri Icelandair Group segir félagið lykilhlekk í vexti ferðaþjónustunnar. Farþegafjöldi 2009 2011 2013 20152010 2012 2014 2016 spá áætlun Heimild: Icelandair 3.500.000 3.000.000 2.500.000 2.000.000 1.000.000 500.000 0 Flugflotinn stækkar ört Heimild: Icelandair 2016 2015 2014 2013 2012 2011 2010 24 Boeing þotur 21 Boeing þotur 16 Boeing þotur 14 Boeing þotur 18 Boeing þotur 12 Boeing þotur 26 Boeing þotur BAKSVIÐ Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Umsvif Icelandair, dótturfélags Icelandair Group, hafa aukist stórum skrefum ár frá ári og nú er áætlaður fjöldi farþega á næsta ári 3,5 milljónir. Gangi það eftir munu rúmlega tveimur milljónum fleiri farþegar ferðast með vélum félags- ins árið 2016 en á árinu 2010 og hefur farþega- fjöldinn þá auk- ist um 136% á sex árum. Í ár er gert ráð fyrir að farþegafjöldinn fari í fyrsta skipti yfir þrjár milljónir. Leiða- kerfi félagsins hefur nærri þre- faldast að umfangi frá árinu 2009 þegar farþegar voru um 1,3 millj- ónir. Flugferðum Icelandair fjölgar úr 6.836 árið 2012 í rúmlega tíu þús- und í ár og fast að 11.400 á næsta ári gangi áætlanir eftir og flogið er til mun fleiri áfangastaða. Árið 2000 voru áfangastaðir félagsins 17 en flogið verður til 42 áfangastaða í leiðakerfinu á næsta ári, sem er fjölgun um þrjá staði á milli ára. Tíðni ferða eykst á fjölmarga áfangastaði beggja vegna Atlants- hafsins og tengimöguleikar í leiða- kerfinu hafa margfaldast á örfáum árum eða úr 130 árið 2010 og verða 410 á næsta ári gangi allt eftir að því er fram kemur í tölum sem forráðamenn félagsins kynntu nýlega á fjárfestadegi. Flugáætlun Icelandair, dótt- urfélags Icelandair Group, fyrir árið 2016 verður um 18% umfangs- meiri en á þessu ári. Alls verða 26 flugvélar nýttar til farþegaflugsins næsta sumar, tveimur fleiri en á þessu ári. Skattspor Icelandair 19,3 milljarðar í fyrra Ferðaþjónustan á Íslandi er orð- in helsti drifkraftur útflutnings og atvinnulífs og hefur vöxtur umsvifa Icelandair mikil áhrif á eflingu hennar. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segist líta svo á að allar þrjár meginstoð- irnar í atvinnulífinu ferðaþjón- ustan, sjávarútvegurinn og orku- geirinn, geti unnið saman, eflst og dafnað. ,,Allt snýr þetta að útflutningi og að búa til gjaldeyri,“ segir Björgólfur. Stóraukin starfsemi fé- lagsins skilar sífellt stærri hlut til þjóðarbúsins og bendir Björgólfur á að skattspor Icelandair Group, þ.e. þær fjárhæðir sem félagið inn- heimtir fyrir hið opinbera af laun- um s.s. í sköttum og greiðslu tryggingagjalds auk virðis- aukaskatts, var 19,3 milljarðar á seinasta ári. ,,Það er í mínum huga af- skaplega mikilvægt að okkur skuli takast að vera með íslenskt félag sem greiðir skatta og skyldur inn í íslenskt samfélag. Ég veit ekki til þess að nokkurt annað félag hvort sem er í flugi eða annarri ferða- tengdri starfsemi skili annarri eins fjárhæð og starfsemi þessa félags. Í mínum huga er starfsemi Ice- landair og Icelandair Group lykil- hlekkur í vexti og viðgangi ferða- þjónustunnar,“ segir hann. Hreinn hagnaður 32 milljarðar króna frá 2010 Fram kemur í kynningargögnum forsvarsmanna félagsins á fjár- festadeginum að frá árinu 2010 hefur rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnsliði og skatta (EBITDA) af starfsemi Icelandair Group numið 643 milljónum dollara eða sem svarar til rúmlega 82 milljarða ís- lenskra króna á núverandi gengi. Hreinn hagnaður á tímabilinu svarar til 248 milljón dollara (tæp- lega 32 milljarða króna) og hand- bært fé frá rekstri samsvarar rúm- um 140 milljörðum kr. Arður til hluthafa frá 2010 nam 55 millj- ónum dollara eða sem jafngildir um 7 milljörðum króna á gengi dagsins. Í frétt frá félaginu í vikunni um áframhaldandi vöxt í millilanda- fluginu á næsta ári kom fram að framboð Icelandair mælt í svo- nefndum sætiskílómetrum eykst um 18% á næsta ári, en flug- ferðum í millilandaflugi fjölgar um 14%. „Munurinn skýrist annars vegar af auknu vægi flugs á lengri flug- leiðum til Norður-Ameríku og hins vegar af því að stækkun flugflot- ans á næsta ári felst í því að tvær 262 sæta Boeing 767-300 breiðþot- ur bætast í flota félagsins. Nýju vélarnar taka fleiri farþega en Bo- eing 757 vélarnar sem félagið not- ar annars,“ segir þar. Farþegafjölgun 2 milljónir frá 2010  Starfsemi Icelandair Group vex áfram hröðum skrefum  Flugferðir allt að 4.600 fleiri á næsta ári en árið 2012  Lykilhlekkur í vexti og viðgangi ferðaþjónustunnar, að sögn Björgólfs Jóhannssonar Morgunblaðið/Árni Sæberg Farþegaflug Yfirleitt lenda vélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli en vegna veðurs þarf stundum að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Björgólfur Jóhannsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 BERLÍN – AÐVENTUFERÐIR 26. NÓV., 3., 10. OG 17. DES. Berlín er dásamleg á aðventunni. Á jólamörk- uðunum má finna ógrynni af fallegu jólaskrauti, jólavöru, handverki, gjafavöru og ýmsu góðgæti. Jólastemmningin í Berlín er ógleymanleg upplifun. Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is VERÐ FRÁ 89.900 KR. á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli. Formenn og varaformenn að- ildarfélaga Starfsgreinasam- bandsins telja brýnt að endur- meta forsendur kjarasamninga á almenna mark- aðnum sem und- irritaðir voru í maí í ljósi niður- stöðu gerðardóms. Dómurinn setji ný viðmið á vinnu- markaði sem séu í verulegu ósam- ræmi við þau viðmið sem samninga- nefndir SGS og Flóabandalagsins sömdu um. Spurður hvað átt sé við með end- urmati á forsendum samninganna svarar Björn Snæbjörnsson, formað- ur SGS: „Er hægt að fá einhverjar bætur inn í þetta? Menn vilja skoða það og hvort möguleiki er á að rétta okkar hlut.“ Málið skoðað ofan í kjölinn Á fjórða tug forystumanna aðild- arfélaganna sátu tveggja daga for- mannafund á Egilsstöðum þar sem m.a. mikil umræða fór fram um stöð- una í kjaramálum eftir úrskurð gerð- ardóms. Björn segir að ákvörðun um for- sendur samninganna verði tekin í febrúar en menn vilji skoða málið of- an í kjölinn á næstunni. „Við sjáum að ef forsendurnar fara í sundur þá verður farið í eitt- hvert ferli sem enginn veit hvernig endar,“ segir Björn. Í samþykkt fundarins segir m.a. að niðurstaða gerðardómsins hafi verið sú að hækka ákveðna hópa há- skólamenntaðs fólks hlutfallslega meira en gert var í almennu samn- ingunum. ,,Ekki er tekið tillit til samstöðu um hækkun lægstu launa né skatta- breytinga í gerðardómnum. Það eru gríðarleg vonbrigði og lýsir algerum dómgreindarbresti að gerðardómur hafi litið algjörlega framhjá þeim leiðbeiningum sem dómurinn átti að vinna eftir til að stuðla að stöðug- leika.“ omfr@mbl.is Vilja rétta sinn hlut  Formenn aðildarfélaga SGS funduðu á Egilsstöðum  Gagnrýna breyttar forsendur samninga eftir gerðardóm Björn Snæbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.