Morgunblaðið - 12.09.2015, Page 10

Morgunblaðið - 12.09.2015, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það er gott að vera kominaftur til Íslands. Ég varhér fyrir tíu árum ogkomst að því að hugarfars- legt landslag mitt er eins og Ísland. Mér líkar kuldi, ís og víðátta. Þegar við keyrðum frá Keflavík til Reykjavíkur þá fannst mér eins og risahendur væru að reyna að brjót- ast í gegnum úfið hraunið allt í kring. Öll þessi form og lögun vekja hugann,“ segir Katja Kettu sem er einn af erlendu rithöfundunum sem teflt er fram á Bókmenntahátíð í Reykjavík þessa dagana. Katja er rísandi stjarna í Finnlandi og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir bækur sínar. Hún hefur gefið út fimm bæk- ur og ein þeirra, Ljósmóðir af Guðs náð, kom út á íslensku í tilefni af bókmenntahátíðinni. Fólk breytist í skepnur Í bókinni segir frá ungri konu, Villiauga, sem er rangeyg, fyrirlitin og óskilgetin en býr yfir sérstakri gáfu til að taka á móti börnum. Sögusviðið er seinni heimsstyrj- öldin í útnára á Finnlandi þar sem Villiauga starfar í fangabúðum fyrir Þjóðverja. Hún verður ástfangin af SS-foringja og í sögunni fléttar Katja meistaralegri saman grimmd, ljótleika, fegurð og erótík. „Ég skrifa um atburði frá þess- ari löngu liðnu styrjöld til að minna okkur á að í öllum stríðum er farið illa með konur og börn. Ég vil líka minna á hvernig við manneskjurnar verðum í stríði. Fyrst verður fólk hrætt og í sjokki, síðan dofnar það upp og neyðist til að gera allskonar hluti sem það gat aldrei ímyndað sér að það gæti gert. Að lokum ger- ir það hvað sem er til að lifa af. Fólk breytist í skepnur. Við höldum allt- af að við séum betri manneskjur en þær sem gera skelfilega hluti í stríði, en við getum ekki dæmt fólk, því við vitum ekki hvernig við sjálf myndum bregðast við í þeirra að- stæðum,“ segir katja og bætir við að hún hafi áhyggjur af vaxandi hörku í Finnlandi. „Við höfum gleymt. Og við eig- um erfitt með að finna til með fólki í ömurlegum aðstæðum. Ég vil með þessari bók minna á að við verðum að hætta að flokka fólk eftir þjóð- erni, stöðu, lit eða einhverju öðru, heldur sem manneskjur.“ Íslendingar skilja húmorinn Þó saga Kötju sé vissulega styrjaldarsaga þá er hún líka ást- arsaga. „Við verðum svo auðsæranleg þegar við erum ástfangin, varn- arlaus og tilbúin til að fórna öllu. En þrátt fyrir það tel ég hvern þann sem upplifir slíkar tilfinningar vera heppinn. Í bókinni gera stríðs- aðstæðurnar ástina ekki mjög fagra. Þau loka sig bæði út frá styrjöldinni, telja sér trú um að hún snerti þau ekki. Þau eru í afneitun og lifa í blekkingu. Hann felur sig á bak við myndavélina og álítur sig aðeins rannsakanda en ekki þátt- takanda í stríðinu. En stríðið eltir þau uppi að lokum.“ Þrátt fyrir að mikil grimmd og ljótleiki sé í bókinni, þá er þar und- irliggjandi húmor, rétt eins og í líf- inu. „Ég held að Íslendingar hafi smekk fyrir þessu skopskyni, kannski af því þeir þekkja harð- neskju norðursins. En það er erfitt fyrir suðrænar þjóðir að skilja þetta, ég veit að Frökkum finnst sumum hverjum bækur mínar ógeðslegar. En Tékkum og Norð- mönnum líkar þetta mjög vel.“ Fæðingar í sánaböðum Katja segir að formæður henn- ar eigi sinn þátt í sögunni. „Langamma mín tók á móti mörgum börnum þó hún væri ekki ljósmóðurmenntuð, rétt eins og sögupersónan, enda fæddist fólk í Lapplandi gjarnan í sánabaðinu heima hjá sér, því þar er hreint svæði með heitu vatni. Ljósmæður gátu gefið líf og tekið líf, og talið var að þær gætu séð inn í framtíðina og yfir í aðra heima. Fólk þurfti á þeim að halda og bar fyrir þeim virðingu en hræddist þær svolítið líka, taldi þær jafnvel vera göldróttar.“ Eitt af því áhugaverða í bókinni Konur eiga ekki að vera þægar og þöglar Rithöfundurinn Katja Kettu ólst upp í Lapplandi þar sem fólk drekkur í sig lykt og liti stutta sumarsins eftir hvítan, kaldan vetur. Hún er gestur á Bókmenntahátíð og bókin hennar, Ljósmóðir af Guðs náð, segir frá ungri konu í helvíti seinni heimsstyrjaldarinnar í Finnlandi. Snilldarblanda af ljótleika, fegurð og erótík. Ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna, sem verður opnuð kl. 14 í dag í Gerðubergi, byggist á sönnum reynslusögum barna sem hafa upp- lifað ofbeldi, vanrækslu, einelti eða hafa búið við fátækt. Myndirnar birta ímyndaðar óskir barnanna.Þannig er áhersla lögð á að börn sem upplifa áföll og erfiðleika þurfa að fá að eiga sér ósk og von um að þeim líði ein- hvern tímann betur. Sýningin samanstendur af ljós- myndum eftir Ástu Kristjánsdóttur, óskatré eftir Steinunni Hauksdóttir og texta úr Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna. Við tréð er hægt að koma fyrir óskum barna eða hengja þær á óskatréð. Foreldrar eru hvattir til að aðstoða börnin við að skoða sýninguna og að skrifa óskir sína á miða. Gjarnan má hvetja barnið til að óska sér einhvers sem því hugkvæm- ist við að skoða sýninguna. Óskir íslenskra barna er gjöf Barnaheilla – Save the Children á Ís- landi til barna á Íslandi í tilefni 25 ára afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Öll vinna við sýninguna var unnin í sjálfboðastarfi. Borgarbókasafnið - Menningarhús Gerðubergi Óskamyndir Öll börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi og að njóta umönnunar. Óskir íslenskra barna í myndum Listamennirnir Bára Kristinsdóttir og Kristina Petrošiutë ræða verk sín á sýningunni Verksummerki í Ljós- myndasafni Reykjavíkur í dag kl. 14. Verksummerki fjallar um það hug- læga, persónulega og nærgöngula í ljósmyndum á okkar tíma. Á sýning- unni eru tvinnuð saman verk sex ljós- myndara sem gera hversdaginn og eigið líf að meginviðfangsefni sínu. Auk Báru og Kristinu eiga Agni- eszka Sosnowska, Daniel Reuter, Hallgerður Hallgrímsdóttir og Skúta verk á sýningunni. Bára Kristinsdóttir ræðir mynda- röð sína Ummerki (2010) sem birtir hennar nánustu og vísar í minningar og söknuð. Myndaröðin sam- anstendur af tvennum sem teknar voru á heimili tengdaforeldra Báru með tíu ára millibili og sýna þau verksummerki sem líf þeirra og fjar- vera skilur eftir sig. Kristina Petrošiutë segir frá myndaröðum sínum Patrimony (2014-) og Biography (2012-). Patri- mony samanstendur af fundnum myndum eftir föður Kristinu sem sýna lögreglustörf hans í fyrrverandi Sovétríkjunum, fjölskyldulíf og per- sónuleg sambönd. Biography er ljós- myndadagbók sem fangar daglegt líf Kristinu og persónulegt myndmál tjá- ir tilfinningar og upplifanir hennar. Sýningarspjallið verður á íslensku og ensku. Sýningin stendur til sunnudagsins 20. september. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Morgunblaðið/Ómar Ummerki Bára Kristinsdóttir ræðir um myndaröð sína Ummerki. Huglægt, persónulegt og nær- göngult sýningarspjall Söngkona Katja árið 2011 á tónleikum með pönkhljómsveitinni Confusa. Í ham Pönksöngkonan tekur á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.