Morgunblaðið - 12.09.2015, Page 11

Morgunblaðið - 12.09.2015, Page 11
Morgunblaðið/Eggert Rithöfundurinn Katja Kettu er hrifin af Íslandi og hún lauk við að skrifa fyrstu bók sína hér á landi. er hversu Villiauga er fróð um jurtir og lækningamátt þeirra. „Hér áður fyrr fluttist kunn- áttan um jurtir í gegnum kynslóð- irnar frá konu til konu. Amma mín kenndi mér grunnatriði um hvaða jurtir eru græðandi, hverjar róa magann og fleira í þeim dúr. Þessi sama amma mín var uppi á styrjald- arárunum og hún var ótrúlega já- kvæð manneskja. Hún elskaði lífið og ástina. Á tímum þar sem fólk veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér, er mikil þörf fyrir ást- ina.“ Lyktin af kærastanum best Villiauga er afar næm mann- eskja og tengd náttúrunni. Víða í sögunni koma fyrir atriði þar sem hún finnur lykt sem nútímafólk er löngu hætt að finna, lyktina af ótta og lyktina af greddu. „Í Lapplandi þar sem ég ólst upp eru vetur langir og dimmir og allt þakið hvítum snjó. Þá eru engir litir og það finnst ekki lykt af neinu. Loksins þegar stutta sumarið kem- ur þá verðum við sólgin í lyktina og litina af nývakinni náttúru. Kannski þess vegna skiptir lykt okkur miklu máli. Mér finnst til dæmis lyktin af kærastanum mínum vera rétta lyktin fyrir mig. Fólk á ekki að vera saman nema lyktir þess passi saman. Í okkur öll- um búa fornar minningar og vitneskja um lykt og bragð, sem við kunnum því miður ekki lengur að lesa í.“ Æskan í skóginum og háskaleikir á ánni Náttúran er allt um lykjandi í sögunni, allir hennar kimar og krókar, bæði í okk- ur og utan við okkur. Því vakna spurningar um hvort Katja hafi sjálf alist upp í nánd við náttúruna. „Ég ólst upp í litlum bæ í Lapp- landi, Rovaniemi, og frændi minn átti sleðahunda sem ég elskaði. Hann var líka með hesta og fleiri skepnur og ég var vön að hjálpa til með kýrnar. Mínar bestu æsku- minningar eru frá því að hlaupa um í skóginum með vinum mínum þar sem við spunnum upp ævintýri við hvert fótmál. Við duttum inn í aðra heima og lékum okkur til dæmis að því að ferðast á trjádrumbum sem söfnuðust upp í ánni. Ég veit þetta var háskaleikur og ekki til eft- irbreytni, en það var gaman,“ segir Katja og hlær prakkaralegga. Þýðendur mínir hata mig Katja hefur góð tök á tungu- málinu, hún býr til mikið af nýjum orðum og skeytir saman ólíklegustu orðum. Textinn er á köflum mikil orða- og stílveisla. Fyrir vikið má gera ráð fyrir að það hafi verið ögr- andi verkefni fyrir Sigurð Karlsson að þýða bókina, en það hefur honum tekist einstaklega vel. „Allir þýðendur mínir hata mig á einhverjum tímapunkti vegna þessa,“ segir Katja og hlær. „En þeir hafa staðið sig stórvel og marg- ir þeirra hafa fengið virt þýðing- arverðlaun fyrir að sigrast á texta mín og skilað honum yfir á annað tungumál. Tungumálið heima í Lapplandi er mjög ríkt af orðum, en mér finnst líka mjög gaman að búa til orð og leika mér með orð. Ég geri það líka til að komast nær fólki..“ Kynþáttahatur hefur aukist Katja hefur verið dugleg við að tjá sig um pólitísk málefni heima- fyrir. „Því miður hafa mál þróast þannig í Finnlandi að íhaldsstefnu hefur vaxið fiskur um hrygg og kyn- þáttahatur hefur aukist. Reiðar mannhatursraddir verða æ hávær- ari. Ég tók þátt í mótmælum þar sem ég stóð frammi fyrir tíu þúsund manns og mótmælti stefnu stjórn- valda, meðal annars vegna þess að hún hefur bitnað mest á ungum konum á lægstu laununum. Ég vil ekki þegja. Ég veit að sumir rithöf- undar kjósa að þegja þegar kemur að stjórnmálum, og ég virði þá ákvörðun þeirra, en ég sé enga ástæðu til að þegja þegar samviska mín segir mér að láta rödd mína heyrast.“ Sagt að gerast einkaritari Katja er femínisti og hún segir að konur eigi ekki vera þægar og þöglar. „Það skiptir máli að segja þeim það. Þær þurfa að virða sjálfar sig og verk sín,“ segir Katja sem er meðfram rithöfundarstarfinu söng- kona í pönkhljómsveitinni Confusa. Katja segist alltaf hafa verið að skrifa og teikna, alveg frá því hún var stelpa. „Þegar ég var í miðskóla sýndi kennarinn minn listamanni ljóðin mín handskrifuð sem ég hafði lagt hjarta mitt og blóð í eins og títt er um ungt fólk, og hann átti að hjálpa ungum rithöfundum að komast áfram. En hann fékk einhverskonar áfall og hvarf til Spánar með ljóðin mín og ekkert kom út úr þessu. Ég leit á það sem skýr skilaboð um að ég ætti ekki að gerast rithöfundur. Ég sagði samt við kennarann minn að mig langaði til að verða rithöf- undur og þá sagði hann að ég ætti kannski að gerast einkaritari,“ seg- ir Katja og hlær. „Ekki veit ég hvort það var af því að ég var stelpa og frá Lapp- landi, en þessi viðbrögð voru mikil vonbrigði fyrir mig, því þetta var stóri draumurinn minn.“ Katja skellti sér í listaháskóla í Turku og útskrifaðist sem leikstjóri í teiknimyndagerð, þannig gat hún sameinað áhuga sinn á teikningu, kvikmyndum og því að segja sögur. „En ég hélt áfram að skrifa og sýndi starfsfélaga mínum í teikni- myndagerðinni handrit með nokkr- um sögum sem ég átti í fórum mín- um og hann sýndi rithöfundi það sem leist vel á og fór með það til út- gefanda sem sagði: Jú, þú ert góð í þessu, en nú þarftu að fara að vinna. Skrifa af alvöru,“ segir Katja og hlær. „Þá fór ég í háskólanám í finnskum bókmenntum, því ég vissi að nú ætti ég möguleika. Ég skrif- aði handritið að fyrstu bókinni minni, The Sorrow Collector, sem ég reyndar lauk við að skrifa hér á Íslandi. Áhrifa frá íslenskri náttúru gætir í þeirri bók. Himinninn hér er magnaður, með margskipt lög af skýjum. Ég heimsótti Dimmuborg- ir og þar er auðvelt að láta ímynd- unaraflið fara af stað. Ég elska töfraraunsæi og með skrifunum get ég kíkt inn í aðra heima.“ Kvikmynd um ljósmóðurina Katja segist sjá hlutina fyrir sér mjög myndrænt þegar hún er að skrifa og því skal engan undra að fyrir viku var frumsýnd kvik- mynd sem gerð er eftir sögu henn- ar um ljósmóðurina. Katja skrifaði fyrstu útgáfuna af kvikmynda- handritinu. „Antti J. Jokinen leikstýrir myndinni og ég er mjög ánægð með hana. Reyndar hefði ég viljað hafa hlut Samastelpunnar Möshu stærri, því mér þykir vænt um hana og samband hennar við aðalpersón- una, Villiauga. En það er ekki auð- velt að velja hverju á að sleppa úr heilli bók þegar gerð er tveggja tíma kvikmynd eftir henni. Áhersl- an í myndinni er á ástina, og ég er ánægð með það.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 NÚ Í NÝJUM UMBÚÐUM LJÚFFENGA HEILHVEITIKEXIÐ SEM ALLIR ELSKA Spennutryllirinn, Það er margt sem myrkrið veit, eftir Ingu Söndru Hjart- ardóttur og Lovísu Láru Halldórsdóttur, bar sigur úr býtum á stuttmyndahá- tíðinni Gullmolinn, sem í vikunni var haldin í annað skipti. Hátíðin var haldin í Molanum, ungmennahúsi í Kópavogi. Sigurmyndin fjallar um Unu sem upp- lifir yfirnáttúrulega hluti í kjölfar fóstureyðingar. Í öðru sæti var New York, New York eftir Arnar Geir Gústafsson og Birni Jón Sigurðsson, en hún segir frá vináttu tveggja drengja og fylgjast áhorfendur með síðasta degi þeirra saman. Heimild- armyndin Amma eftir Eyþór Jóvinsson, sem segir frá jólahaldi á Flatey var í þriðja sæti. Gullmolinn, ungmennahús Kópavogs, hélt utan um hátíðina, sem ætlað er að vera lyftistöng efnilegra kvikmyndagerðarmanna. Stuttmyndahátíðin Gullmolinn Spennutryllir var í fyrsta sæti Gullmolar Inga Sandra Hjartardóttir og Birnir Jón Sigurðsson náðu góðum árangri. Nýjasta bókin, Ljós- móðir af Guðs náð (The Midwife, Kätilö) er þriðja bók Kötju og kom út 2011. Áður hafði hún gefið út bækurnar The Sorrow Collector (Suruj- enkerääjä, 2005) og The Welder (Hit- saaja, 2008). Síðan hafa komið út tvær bækur, Pipe Collector (Piip- puhylly,2013) sem er smásagnasafn, og Hawk Moth (Yö- perhonen, 2015) Bækurnar hennar Kötju AFKASTAMIKIL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.