Morgunblaðið - 12.09.2015, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Nú tekur veiði að ljúka í þeim lax-
veiðiám landsins þar sem veiðin hófst
fyrst í sumar. Búið er að ganga frá
við Norðurá og endaði veiðin í 2.886
löxum, sem er býsna gott, fjórða
besta veiðiárið síðustu áratugi en
2013, 2008 og 2005 veiddust yfir 3.000
laxar í ánni.
Laxveiðin hrökk seint í gang í
sumar en síðan hefur afar góður
gangur verið víða í henni, inn í sept-
embermánuð. Og enn berast fregnir
af stöku lúsugum nýrenningum í afl-
anum. Samkvæmt samantekt Þor-
steins Þorsteinssonar frá Skálpastöð-
um fyrir vef Landssambands
veiðifélaga, er heildartalan úr viðmið-
unaránum, sem stóð í 43.515 löxum á
miðvikudagskvöldið var, og veiðin í
síðustu viku með því besta sem sést
hefur síðasta áratug. Ef hafbeit-
arárnar eru undanskildar var viku-
veiðin sú besta í sjálfbæru ánum á
þessum tíma síðan tekið var að halda
utan um þessar veiðitölur. Af hafbeit-
aránum er Ytri-Rangá gjöfulust og
var síðasta vika þar býsna góð, þegar
nær eittþúsund löxum var landað.
Gekk hægt upp í Kjarrá
Auk Norðurár er veiði einnig lokið
í Straumunum, ármótum Norðurár
og Hvítár í Borgarfirði. Þar er ein-
ungis veitt á tvær stangir og voru 339
laxar færðir til bókar, sem er býsna
gott. Veiðin hefur ekki síður verið
góð í Brennu, ármótum Þverár og
Hvítár, þar sem veitt er á þrjár
stangir. Þar höfðu á miðvikudag
veiðst 450 laxar. Sumarið var annars
óvenjulegt uppi í ánum, Þverá niðri í
byggð og Kjarrá sem nær upp á Tví-
dægru. Veiðin virðist vera þar í
ágætu meðaltali síðasta áratugar en í
sumar gekk laxinn furðu seint upp
ána. Fyrir vikið var lengi mok í
Þverá, og ekki síst í tveimur eða
þremur helstu veiðistöðunum, þar til
laxinn rann á fjallið þegar leið á
ágústmánuð. Andrés Eyjólfsson yf-
irleiðsögumaður, sem hefur verið við
ána í á fjórða áratug, segir þetta vera
annað sumarið á þeim tíma þar sem
betur veiðist í Þverá en í Kjarrá. Í
fyrri hluta ágústmánaðar voru hollin
uppfrá að fá um þrjátíu laxa en talan
allt að tvöfaldaðist þegar leið að lok-
um mánaðarins. Þegar blaðamaður
kom þar við fyrstu daga september
var laxinn orðinn vel dreifður, þó
veiðin væri best ofarlega, á Gils-
bakkaeyrum og á efsta svæðinu, í
hinum kunnu Rauðabergshyljum.
Hollið fékk sextíu.
Ýmis veiðimet
Þegar horft er norður yfir heiðar
hefur mátt sjá veiðimet falla í nokkr-
um ám. Enn er veitt í Miðfjarðará og
veiðin að verða þriðjungi meiri en
fyrra met sem var 4.004 laxar. Veiði-
menn eru sammála um að í ánni sé
furðulega mikið af laxi og hafa ekki
séð annað eins. Enn er veiðin á dags-
stöng allt að sjö laxar að meðaltali.
Í Blöndu hefur hægst á veiðinni,
vikan gaf tæplega 130 laxa en í
Hrútafjarðará er fyrra veiðimet fall-
ið, 701 lax sumarið 2013, en á mið-
vikudagskvöldið var höfðu veiðst 710
í Hrútu og enn fín veiði í ánni.
Frá Svalbarðsá í Þistilfirði, þar
sem veitt er á þrjár stangir, bárust í
sumar fregnir af furðugóðri veiði í
ákveðnum hollum. Því kemur ekki á
óvart að heyra að þar sé metveiði.
Fyrir fjórum árum veiddust 562 lax-
ar yfir sumarið en á miðvikudag
höfðu 602 verið færðir til bókar, og
enn er veitt. Þá er fallið fyrra met í
hinni „nýju“ laxveiðiá Jöklu, Jökulsá
á Dal, með hliðaránum Laxá, Kaldá
og Fögruhlíðará. Áður höfðu veiðst á
fjórða hundrað laxa á svæðinu en nú
er búið að veiða hátt í sexhundruð
laxa.
„Þetta eru alvöru fiskar“
„Það hefur gengið rosalega vel í
sumar og veiðin hefur verið ótrúlega
jöfn,“ segir Jóhann Hafnfjörð Rafns-
son, einn leigutaka Víðidalsár og
staðarhaldari. Góður gangur hefur
verið á veiðinni í Víðidal eins og hin-
um húnvetnsku ánum, 1.400 laxar
höfðu veiðst á miðvikudag sem er
miklum mun betri staða en á sama
tíma undanfarin ár.
Jóhann segir þorra aflans vera
smálax en þó sé töluvert af tveggja
ára laxi líka að veiðast. „Þetta er
mjög gott ár. Besta vikan gaf um 200
laxa og sú lakasta um 100, þú sérð
hvað þetta er jafnt. Ágústmánuður
var einstaklega góður,“ segir hann en
veitt er í Víðidalnum til 25. sept-
ember.
Hann segir meðalveiði árinnar
vera 1.150 til 1.200 laxar á sumri.
„Við endum vonandi í um 1.600 löxum
og allir eru mjög ánægðir.
Svo hefur verið þokkaleg silungs-
veiði. Bleikjan gekk seint, eins og lax-
inn alls staðar, en allt virðist hafa
verið á eftir áætlun í náttúrunni þetta
árið. Töluvert hefur veiðst af urriða
og bleikju á laxasvæðinu í ágúst, þar
á meðal er talsvert af stórum urriða
sem er fjögur til tíu pund, staðbund-
inn og sjóbirtingur. Þetta eru alvöru
fiskar. Og bleikjan falleg; stór og vel
haldin.“
Ýmis veiðimet falla í laxveiðiám
Þótt enn sé veitt í flestum laxveiðiám er veiðin víða betri en áður Metveiði í Hrútafjarðará,
Svalbarðsá og Jöklu Enn er mokstur í Miðfjarðará Ágúst var „einstaklega góður“ í Víðidal
Morgunblaðið/Einar Falur
Líflegt Martin Bell glímir við öflugan nýrenning í Ytri-Rangá þar sem nær eitt þúsund laxar veiddust í liðinni viku.
Aflahæstu árnar
Heimild: www.angling.is* Lokatölur ** Tölur liggja ekki fyrir
Ytri-Rangá & Hólsá (20)
Miðfjarðará (10)
Blanda (14)
Norðurá (15)
Eystri-Rangá (18)
Þverá-Kjarrá (14)
Langá (12)
Haffjarðará (6)
Laxá á Ásum (2)
Víðidalsá (8)
Laxá í Dölum (6)
Hítará (6)
Vatnsdalsá (7)
Grímsá og Tunguá (8)
Selá (8)
Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði
Á sama
tíma í
fyrra
Á sama
tíma
2013
Staðan 9. september 2015
2.074
1.501
1.901
924
2.289
1.137
524
777
941
574
145
381
684
458
942
4.626
3.379
2.580
3.220
4.020
3.314
2.532
2.150
1.019
781
626
**
1.013
1.419
1.620
6.609
5.485
4.665
2.885*
2.523
2.274
2.167
1.624
1.588
1.400
1.291
1.222
1.146
1.125
1.086
Innritun stendur yfir
fyrir skólaárið 2015-2016
• Börn, unglingar og fullorðnir.
• Byrjendur velkomnir sem og lengra komnir.
• Vinsælu hljómborðsnámskeiðin að hefjast.
• Einkatímar.
Ármúli 38, 108 Reykjavík • Sími 551 6751 og 691 6980
pianoskoli@gmail.com • pianoskolinn.is
Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir á
Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Ís-
lands, hefur verið kjörinn formaður Samtaka hjarta- og
lungnaskurðlækna á Norðurlöndunum. Í samtökunum
eiga sæti allir sérfræðingar í hjarta- og lungnaskurð-
lækningum á Norðurlöndunum og er hlutverk samtak-
anna að skipuleggja fræðslu- og vísindastarf innan sér-
greinarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur er
valinn forseti í 66 ára sögu samtakanna.
Tómas lauk læknanámi frá HÍ árið 1991 og stundaði
síðan framhaldsnám í almennum skurðlækningum og
hjarta- og lungnaskurðlækningum í Svíþjóð og fram-
haldsnám í hjartaskurðlækningum við Harvard-háskóla í Boston.
Fyrstur yfir norrænum læknasamtökum
Tómas
Guðbjartsson