Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 Hæ sæti, hvað ert þú að borða? – fyrir dýrin þín Bragðgott, hollt og næringarríkt Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 AMH – Akranesi – sími 431-2019 | www.dyrabaer.is Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Þessi veggspjöld, með myndum af þeim Sig- tryggi Jóhannessyni átta ára nemanda í Lang- holtsskóla og Illuga Gunnarssyni mennta- málaráðherra, ásamt fjölda annarra prýða Brussel um þessar mundir. Tilefnið er svokallað ELINET verkefni á vegum Evrópusambands- ins sem 28 ríki í Evrópu munu taka þátt í. Tilgangur verkefnisins er að móta stefnu um læsi í löndunum, styrkja það og draga þannig úr fjölda barna, ungs fólks og fullorðinna í álfunni sem hafa litla lestrarkunnáttu. Í vikunni verður haldin ráðstefna um stefnumótun og stuðning yfirvalda í Evrópu við þróun læsis allra íbúa, frá leikskóla til fullorðinsára. Leitað var til nokk- urra fulltrúa ELINET verkefnisins og þeir fengnir til að deila hugleiðingum um lestur. Veggspjöldin verða í kringum fundarstaðinn. Þess má geta að Laurentien, prinsessa Hol- lands, er verndari ELINET verkefnisins. Vinna við verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2014 og mun ljúka árið 2016. Hér á landi hefur vinnan við verkefnið einkum falist í því að búa til skýrslu sem byggist á fjölþættum upplýs- ingum m.a. um grunn- og framhaldsskólana, fullorðinsfræðslu, stefnumörkun yfirvalda, námsskrár, menntun kennara og foreldra. Skoðað er læsi í öllum aldurshópum og sviðum, allt frá kennslu í skólastofu til lesturs í daglegu lífi. Evrópusambandið vinnur úr 30 skýrslum sem þeim mun berast. Út frá þessum upplýs- ingum verða lagðar fram stefnumarkandi til- lögur um hvernig efla megi lestur og læsi í Evr- ópu. „Ég vona að góðar tillögur komi úr þessu um hvernig eigi og megi bæta læsi en í þessum skýrslum koma fram miklar upplýsingar,“ segir Erna Árnadóttir einn af aðstandendum verk- efnisins en hún er einnig formaður Íslenska lestrarfélagsins. Guðmundur B. Kristmundsson frá Háskóla Íslands stendur einnig að verkefn- inu. „Ég held að við stöndum okkur nokkuð vel en það er greinilegt að við þurfum að bæta margt. Það sem vantar helst hjá okkur er að efla læsi unglinga. Þar stöndum við ekki nógu vel að vígi,“ segir Erna, spurð hvernig Íslendingar standa sig í læsi til samanburðar við önnur lönd. Hún bendir á að hefðbundin lestrarkennsla sé alla jafna í grunnskólum til 9 ára aldurs en eftir það er hún ekki mikil. Þegar líður á skóla- gönguna geti hið dulda ólæsi komið í ljós sem verði síðar steinn í götu þessara barna. Hún ítrekar að börnin verði að halda áfram að lesa margskonar texta svo þau geti tileinkað sér nýja þekkingu. Lestur Sigtryggur er ánægður með hversu duglegir foreldrar hans eru að lesa fyrir hann. Bækur Heimur menntamálaráðherra í æsku stækkaði til muna eftir mikinn lestur. Rýnt í læsi þjóðanna og stefna mótuð  Ísland tekur þátt í verkefni sem mótar stefnu um læsi í Evrópusambandinu  Veggspjöld sem vekja athygli á mikilvægi læsis prýða Brussel  Stöndum okkur sæmilega en megum gera betur Allir ákærðu í Marple-málinu svo- nefnda hafa farið fram á sýknu í mál- inu. Embætti sérstaks saksóknara ákærði þau Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrr- verandi fjármálastjóra bankans, fyr- ir fjárdrátt og umboðssvik. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er ákærður fyrir hlutdeild í sömu brotum, og Skúli Þorvaldsson, fjárfestir og stærsti lántakandi Kaupþings um tíma, er ákærður fyrir hylmingu og peningaþvætti. Saksóknari fór aftur á móti fram á að ákærðu yrði gerð refsing og vísaði meðal annars til ákvæðis í 72. grein almennra hegningarlaga um aukna refsingu, en þar segir að hafi maður lagt í vana sinn að fremja brot eða geri það í atvinnuskyni megi bæta helmingi við refsinguna. Þá vísaði saksóknari til þess að brotin væru stærri, í fjármunum talið, en önnur umboðssvikabrot sem hefði verið dæmt í hér á landi og vísaði sérstak- lega til dóms þar sem dæmt hafði verið 4,5 ára fangelsi fyrir 1,5 millj- arða umboðssvik. Verjendur ákærðu bentu á móti á að í því máli hefði verið horft til þess að viðkomandi ætti hagsmuna að gæta sjálfur í málinu. Ekkert slíkt hefði komið fram í þessu máli. Deilt um eignarhald Marple Talsverður munur er á grundvall- aratriðum í málflutningi Arnþrúðar Þórarinsdóttur, saksóknara, og verj- enda í málinu, m.a. hver sé eigandi félagsins Marple og hvort samning- arnir sem tveir þriðju hlutar málsins eru byggðir á hafi yfirhöfuð verið gerðir eða ekki. Dómsuppsaga í Marple málinu mun fara fram eftir sléttar fjórar vikur, eða föstudaginn 9. október. Aðalmeðferð málsins kláraðist í gær, en hún tók heila viku. Skúli Þorvaldsson, einn ákærðra, gagnrýndi fjölmiðla fyrir að taka við hvaða upplýsingum sem væri í tengslum við þau mál sem væru til rannsóknar og birta þær. Var hann nokkuð hvassyrtur og beindi orðum sínum beint að blaðamanni mbl.is þegar hann sagði að fjölmiðlar ættu einu sinni að rannsaka mál betur sjálfir áður en hlutir væru birtir. Morgunblaðið/Eggert Marple Ákærðu fara fram á sýknu. Krefjast sýknu í Marple-málinu  Skúli Þorvaldsson, einn ákærðra, gagnrýndi fjölmiðla fyrir meðferð upplýsinga Hinn árlegi haustmarkaður kristni- boðsins verður haldinn í Kristni- boðssalnum, Miðbæ, Háaleitisbraut 58-60, í dag laugardaginn 12. sept- ember frá kl. 12-16. Til sölu verður grænmeti, ávext- ir, sultur, kökur, blóm og ýmislegt til heimilishalds. Boðið verður upp á vöfflur, heitt súkkulaði og kaffi verður á könnunni. Ágóðinn fer til að uppörva stríðs- hrjáð fólk í Mið-Austurlöndum, seg- ir í tilkynningu. Markaður til styrkt- ar stríðsþjáðu fólki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.