Morgunblaðið - 12.09.2015, Page 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015
Yfirvöld í Ungverjalandi voru í gær
sökuð um ómannúðlega meðferð á
fólki í flóttamannabúðum nálægt
landamærunum að Serbíu. Austur-
rísk kona, Michaela Spritzendorfer,
tók myndir af því þegar matar-
pokum var kastað að flóttamönn-
unum og hún sagði að komið væri
fram við fólkið „eins og dýr“.
„Þetta fólk hefur lagt á sig skelfi-
legt ferðalag í þrjá mánuði,“ hefur
fréttavefur breska ríkisútvarpsins
eftir Spritzendorfer sem fór í flótta-
mannabúðirnar til að veita aðstoð.
„Flest þeirra hafa siglt yfir hafið á
bátum, farið um skóga og gengið í
gegnum skelfilega reynslu og við,
Evrópubúar, höldum þeim síðan í
búðum eins og dýrum. Evrópskum
stjórnmálamönnum ber núna skylda
til að opna landamærin.“
Fulltrúi mannréttindasamtak-
anna Human Rights Watch sagði að
flóttafólki væri haldið við „ömurleg-
ar aðstæður“ í tveimur byggingum í
bænum Röszke, án nægra matvæla
og læknisaðstoðar.
Sökuð um mannréttindabrot
Fréttamenn hafa ekki mátt kanna
aðstæður flóttafólksins í búðunum.
Fréttamaður BBC á staðnum segir
að myndirnar sem borist hafa úr
búðunum kyndi undir ásökunum um
að ungversk yfirvöld hafi brotið
gegn ákvæðum mannréttinda-
sáttmála Evrópu um meðferð á
flóttafólki og öðrum hælisleitendum.
Evrópuráðið hefur minnt aðildar-
ríkin á að ekki eigi að koma fram við
flóttafólk eins og fanga.
Yfirvöld í Ungverjalandi segja að
um 175.000 farandmenn hafi komið
til landsins það sem af er árinu.
Komið fram við
þau eins og dýr
AFP
Í haldi Pakistanskir farandmenn sýna auðkennisarmbönd í flóttamannabúðum í ungverska bænum Röszke, nálægt
landamærunum að Serbíu. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt aðbúnað þúsunda flóttamanna í búðunum.
Fólki haldið við ömurlegar aðstæður
Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is
1975-2015
GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við
leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu.
Við tökum málin þín í okkar hendur
Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki
40 ára
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Utanríkisráðherrar fjögurra að-
ildarríkja Evrópusambandsins –
Póllands, Slóvakíu, Tékklands og
Ungverjalands – höfnuðu tillögu
framkvæmdastjórnar ESB um
flóttamannakvóta á fundi í Prag með
utanríkisráðherrum Lúxemborgar
og Þýskalands í gær.
„Við erum sannfærð um að sem
ríki eigum við að ákveða hversu
mörgum við getum tekið við og síðan
bjóða þeim aðstoð,“ sagði Lubomir
Zaoralek, utanríkisráðherra Tékk-
lands, eftir fundinn. Miroslav Laj-
cak, utanríkisráðherra Slóvakíu,
sagði að flestir flóttamannanna vildu
ekki dvelja þar í landi og slóvakísk
yfirvöld hefðu aðeins fengið 130
hælisumsóknir fyrstu sjö mánuði
ársins. „Hvernig eigum við að
tryggja að fólkið verði um kyrrt í
Slóvakíu?“ spurði utanríkisráðherr-
ann.
Frank-Walter Steinmeier, utan-
ríkisráðherra Þýskalands, sagði að
flóttamannavandinn gæti reynst erf-
iðasta úrlausnarefnið í sögu Evrópu-
sambandsins. Öll aðildarríki sam-
bandsins þyrftu að taka höndum
saman til að leysa vandann, hann
væri einu ríki ofviða.
Steinmeier sagði að stjórn Þýska-
lands gerði ráð fyrir því að um 40.000
flóttamenn og aðrir hælisleitendur
kæmu þangað um helgina. Um
20.000 hælisleitendur komu til Bæj-
aralands um síðustu helgi.
Systurflokkurinn óánægður
Mikil andstaða er við stefnu þýsku
stjórnarinnar í málinu í hægriflokkn-
um CSU, systurflokki Kristilegra
demókrata í Bæjaralandi. Leiðtogi
flokksins, Horst Seehofer, forsætis-
ráðherra Bæjaralands, segir að sú
ákvörðun stjórnar Angelu Merkel
kanslara að opna landamærin fyrir
flóttamönnum sé „glappaskot sem
dregur dilk á eftir sér í langan tíma“.
„Við höfum sett okkur í þá stöðu að
við stöndum frammi fyrir neyðar-
ástandi sem verður bráðum óviðráð-
anlegt,“ segir Seehofer í viðtali sem
vikuritið Der Spiegel birtir í dag.
Varaformaður CSU, Hans-Peter
Friedrich, sagði að ákvörðun stjórn-
arinnar væri „fordæmislaust póli-
tískt axarskaft“ sem hefði „stóral-
varlegar afleiðingar“.
66% styðja ákvörðunina
Ný skoðanakönnun bendir þó til
þess að tveir þriðju Þjóðverja, eða
66%, styðji þá ákvörðun stjórnarinn-
ar að taka við flóttafólkinu. Aðeins
29% sögðust vera andvíg henni. Um
85% töldu að fleiri flóttamenn kæmu
til Þýskalands og 62% sögðu að land-
ið réði við flóttamannastrauminn.
Hafna flóttamannakvótanum
Utanríkisráðherra Þýskalands segir
að flóttamannavandinn geti reynst erf-
iðasta úrlausnarefnið í sögu ESB
Heimild: Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
Um 59,5 milljónir voru á skrám Sameinuðu þjóðanna yfir flóttamenn á síðasta ári.
FLÓTTAMENN Í HEIMINUM
*Fjöldi skráðra flótta-
manna fyrr í mánuðinum
SÝRLAND
4.088.099*
AFGANISTAN
2.593.368
SÓMALÍA
1.106.068
PAKISTAN
335.915
SUÐUR-SÚDAN
616.210
KÓLUMBÍA
360.298
MALÍ
139.267
ÍRAK
369.904
MIÐ-AFRÍKULÝÐVELDIÐ
412.041
BÚRMA
479.001
VÍETNAM
313.419
KÍNA
210.730
AUSTUR-KONGÓ
516.770
ÚKRAÍNA
237.636
SÚDAN
665.954
Flestir flóttamannanna eru
frá þessum sextán löndum:
ERÍTREA
363.077
David Cameron,
forsætisráðherra
Breta, sagði í
gær að Jeremy
Corbyn væri ekki
hæfur til forystu
í Verkamanna-
flokknum. Komu
ummæli Camer-
ons í kjölfar þess
að Corbyn, sem
þykir vera yst til
vinstri í flokki sínum, gagnrýndi
ákvörðun Camerons um að fella
breskan meðlim Ríkis íslams í Sýr-
landi með árás dróna.
„Það er hluti af starfi forsætis-
ráðherrans að taka þessar erfiðu
ákvarðanir,“ sagði Cameron. „Ef
þú getur ekki tekið þær ættirðu
ekki að sinna starfinu.“
Tilkynnt verður í dag um niður-
stöður leiðtogakjörs Verkamanna-
flokksins, en Corbyn þykir sigur-
stranglegastur. sgs@mbl.is
BRETLAND
Cameron varar við
kjöri Corbyns
David
Cameron