Morgunblaðið - 12.09.2015, Page 35

Morgunblaðið - 12.09.2015, Page 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 „Móðir mín verkaði fisk hjá Defensor. Þar missti hún vatnið. Var sett upp á vörubíl og ekið á spítalann. Þá fæddist ég. Komin til vinnu hjá þeim tveimur dög- um síðar,“ – sagði Guðmundur. Bjuggu ellefu á 40 fermetrum á Bókhlöðustígnum, tveimur hæðum, og leigðu út frá sér. Miðbæjarskólinn seldi Daily Post, Sunday Post á stríðsárun- um; í sveit á Draghálsi hjá Beinteini; sendill á Þjóðviljan- um. Byrjaði til sjós 16 ára á kolatogaranum Maí. Svo Surpr- ise, Bjarni Ólafsson, Austfirð- Guðmundur Heimir Pálmason ✝ GuðmundurHeimir Pálma- son fæddist 26. júlí 1932. Hann lést 5. apríl 2015. Útför Guðmundar Heimis fór fram 20. apríl 2015. ingur, Júní, Pétur Halldórsson, Skúli Magnússon, Hall- veig Fróðadóttir, Jón Þorláksson, Askur, Fylkir, Hvalfell, Sigurður, Narfi, Rauðinúpur, Otur, Guðsteinn, Snorri Sturluson og fleiri. Sigldi 120 sinnum. Aldrei á frökturum. Á dekki eða í lest; ekki spíssari, í hlýj- unni niðri í vélarrúmi „hee, hee, … eins og Hemmi froskur hjá vini sínum, Sigurjóni“. Tók ekki skólann, vildi ekki upp í brú. Pokamaður, á afturhleranum, ísari, saltari. Langibar í Aðalstræti. Bebop á vinýl úr jukeboxinu fyrir krónu. Krakkarnir eyðilögðu það. Alræmd búlla togarasjó- manna. Blandað undir dúknum. Skellt í lás 1960. „Af hverju slitnar skyrtan þín svona þarna,“ – spurði móðir hans, þegar hún var að þvo. Slitið eft- ir flöskuna í strengnum. Hélt að allar mellur væru ljótar. Þær voru fallegar, elsku- legar. Prjónuðu. Skakkaloftið var í Cuxhaven. Færeyskan háseta tók út af Akurey. Náðu ekki að bjarga honum. Klausa um það baka til í dagblaði. En þegar kerlingin datt í Bakarabrekkunni og lær- braut sig, þá var það forsíðu- frétt í sama blaði! Mátti ekki gera mikið úr þessu … erfitt að fá mannskap. Fékk toghlerann framan í sig. Braut nefið. Hefði hnakkinn rekizt í líka, þá hefði allur hausinn brotnað. Ólag skolaði honum fram undir spil, braut þrjú rif … „Er ekki allt í lagi með þig, Gvendur.“ Tæpast spurning hjá þeim lengur. Slit- inn togvír, trollið í henglum, vit- laust veður, 1. stýrimaður á dekk, strákar og sveitamenn reknir inn, híft og öskrað. Þá var Gvendur grandari hægur. Enginn þekkti dekkið betur. Var nú 191 cm á hæð og þungur eftir því. „Skeður svo snöggt. Slysin gera ekki boð á undan sér.“ Þetta datt þeim í hug að segja. Misserisfrí til „endurhæfing- ar“ á fullum launum fyrir hver þrjú ár á sjónum og dagpeninga ofan á líkt og akademíker í há- skóla. Nei, hefði þá átt 7,5 ár inni, þegar hann hætti eftir 45 ár. Í landi skemmti fólk sér á hverri helgi. Sjómenn drukku í inniverunni. Í Hljómskálagarð- inum varð að passa sig. Stugga börnum frá. Fyrir sómakærum borgurum dugði ekki að bera fyrir sig „hetjur hafsins“ að koma úr metsölu erlendis, ásak- aðir rónar, hommar og sem jafnvel girntust… ?? Borgara- stéttin ver sig grimmt daglega. Víst allt bindindismenn á þessum fjölveiðiskipum núna. Menn halda ekki plássi annars. „Hlýtur að vera gaman að vera til sjós með þeim!“ Fór í land sextugur. Sjá nú litina betur. Gráminn hvarf. Átti sinn bíl, íbúð, hvaðeina. Skuldaði engum. Tvö síðustu árin var hann á hjúkrunarheim- ili. Á tvíbýli. Heppinn að hafa endann við gluggann. Verra með hinn. Allir gengu í gegn hjá honum. Starfsfólkið gott. Vissi þó ekkert, hver hann var. Svo kvaddi hann einn daginn. Heiðraður? Nei, … hann var ekki heiðraður. Ólafur Grímur Björnsson. Í dag kveðjum við kæran vin. Sibbi var ekki stór og mikil maður að vexti en hann var í okkar huga mikilmenni, lífskúnster og mikill húmoristi. Sibbi var fróður maður, það var alveg sama um hvað var rætt aldrei komstu að tómum kofanum hjá Sibba, hvort sem rætt var um íþróttir, stjórn- mál, menntamál eða listir og menningu. Sibbi var listakokkur og naut hann þess að bjóða fólki heim í mat og drykk og eigum við fjölskyldan margar ógleymanleg- ar stundir með honum og fjöl- skyldu hans af því tilefni og oft var gripið í spil á eftir. Frá árinu 1998 hafa fjölskyldur okkar Sigurbjörn Sveinsson ✝ SigurbjörnSveinsson fæddist 13. nóv- ember 1969. Hann lést 31. ágúst 2015. Útför hans fór fram 9. september 2015. skipst á að bjóða í hádegismat á gaml- ársdag þar sem sú hefð komst strax á að allir þurftu að fara yfir líðandi ár og rifja upp eitthvað markvert sem hafði gerst á árinu, bæði eitthvað persónu- legt og eitthvað tengt fréttum. Eins fórum við saman í ógleymanlega ferð til Tenerife fyrir nokkrum árum. Sibbi greindist ungur með erfiðan sjúkdóm sem að mörgu leyti tak- markaði lífsgæði hans og ástvina hans. Sibbi var góður faðir og var aðdáunarvert að fylgjast með því hvað hann var duglegur að fylgja börnum sínum eftir í þeim verk- efnum sem þau tóku sér fyrir hendur þrátt fyrir að það reynd- ist honum erfitt, en alltaf var hann jafn rólegur og yfirvegaður með bros á vör. Megi minning þín lifa um ókomin ár. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guð geymi þig, kæri Sibbi. Aðalgeir (Alli), Fanney, Hildur Ýrr og Hugrún Eir. Elsku Sibbi. Að fá að læra með þér á Hótel KEA og fá að vinna hjá þér á Greifanum kenndi mér margt. Jákvæðari mann er ekki hægt að hitta og aldrei heyrði ég þig kvarta yfir veikindum sem komu að þér seinni ár. Að koma heim á Eyrina var alltaf gott og tilhlökk- un að hitta þig og okkar KEA- vini. Kokkur varstu þótt þú hefð- ir lært þjóninn; húmorinn og humarinn klikkaði ekki ásamt lambinu þegar Sibbi var með svuntuna og brosti sínu blíðasta með rauðvínsglas í hendi. Enda eðalmaður. Eins og þú orðaðir það. Elsku Svala, Karen, Ívar, Sveinn og aðrir aðstandendur, minningin lifir. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Kveðja frá Ameríku, Anna Margrét Svavarsdóttir. Okkur langar að minnast vinar okkar og bekkjarbróður úr grunnskóla, Sigurbjörns Sveins- sonar, eða Sibba eins og hann var alltaf kallaður. Sibbi var einstakur maður. Hann sá alla tíð skemmtilegar hliðar á málum og frá honum stafaði hressileika og hlýju. Hann var duglegur að hafa samband og fremstur í flokki við að halda utan um það að árgang- urinn hittist á tímamótum. Nú er stórt skarð höggvið í raðir okkar skólasystkinanna en víst er að minninginn um góðan og traustan vin mun lifa um ókomna tíð. Við vottum afkomendum og aðstandendum Sibba okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd árgangs ’69 Stórutjarnaskóla, Steinunn Harpa. Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898 5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda MEÐ VIRÐINGU OG KÆRLEIK Í 66 ÁR Útfarar- og lögfræðiþjónusta www.útför.is Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Skipholti. . Elín S. Guðmundsdóttir, Brynjólfur Grétarsson, Jón K. Guðmundsson, S. Lilja Smáradóttir, Bjarni V. Guðmundsson, Gyða Björk Björnsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra JÓNATANS EINARSSONAR frá Bolungarvík. . Sigrún Óskarsdóttir, Einar Jónatansson, Guðrún B. Magnúsdóttir, Ester Jónatansdóttir, Guðmundur Ólafsson, Kristján Jónatansson, Þorbjörg Magnúsdóttir, Elías Jónatansson, Kristín G. Gunnarsdóttir, Heimir Salvar Jónatansson, Karl Garðarsson, Sigríður Anna Garðarsdóttir, Þórarinn Guðjónsson, Harpa Norðdahl, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og kærleika við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, SÆMUNDAR ÓSKARSSONAR, prófessors og rafmagnsverkfræðings. . Óskar Sæmundsson Arnheiður E. Sigurðardóttir Stefán Sæmundsson Örn Sæmundsson Valery Belinda Sæmundsson Steinunn Sæmundsdóttir Hans Óskar Isebarn Ása Hrönn Sæmundsdóttir Guðmundur Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Kveðja frá Rótarýklúbbi Kópavogs Í dag minnumst við með söknuði félaga okkar í Rótarýklúbbi Kópavogs, Páls Magnússonar. Hann gekk til liðs við klúbbinn fyrir fimm árum síð- an og rækti öll þau störf sem honum voru falin innan klúbbsins af mikilli alúð og trúmennsku. Hann var ljúfur maður sem mætti vel á fundi með bros á vör og hlýja nærveru sem orsakaði það að öllum leið vel í návist hans og lagði hann gott eitt til mála. Okkur félögum hans var mjög brugðið er við fréttum skyndilegt fráfall hans, sem hafði verið svo virkur félagi allt fram á síðasta dag. Við minnumst hans því með mikilli hlýju og þökkum honum traust og góð kynni og vottum eiginkonu hans, Jóhönnu Rögn- valdsdóttur, sonum þeirra og Páll Magnússon ✝ Páll Magn-ússon fæddist 24. júlí 1944. Hann varð bráðkvaddur 30. ágúst 2015. Út- för Páls fór fram 9. september 2015. fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minn- ing Páls Magnús- sonar. F.h. Rótarý- klúbbs Kópavogs, Bryndís Hagan Torfadóttir, forseti. Það var mikil sorgarfrétt að heyra af fráfalli Páls Magnússon- ar langt fyrir aldur fram. Við Páll kynntumst fyrst er ég var verk- fræðinemi hjá Landsvirkjun árið 1972, en þá starfaði hann sem vélfræðingur í Búrfellsstöð. Að reka Búrfellsstöð á þessum árum var ansi vandasamt verkefni með tíð ísavandamál í Þjórsá, álverið í Straumsvík búið að vera starf- andi í nokkur ár og tíðar trufl- anir á flutningslínunum frá Búr- fellsstöð til höfuðborgarsvæðisins. Það reyndi afar mikið á Pál og aðra starfsmenn stöðvarinnar á þessum tímum og var það mér og öðrum sem fengu að fylgjast með starfseminni á Þjórsársvæðinu á þessum tíma mikill lærdómur sem jók víðsýni manns á rekstri raforkukerfa til mikilla muna. Áhugi minn á að læra raforku- verkfræði jókst vegna þessa og að takast á við það áhugaverða verkefni að vinna að uppbygg- ingu raforkukerfisins á Íslandi. Það var afar fróðlegt að sitja í stjórnherberginu í Búrfellsstöð á þessum tímum og fylgjast með Páli og öðrum félögum hans tak- ast á við vandamál líðandi stund- ar og fórst honum það afar vel úr hendi. Hann hafði þá eiginleika sem þurfti til að takast á við hin erfiðustu verkefni, hélt alltaf ró sinni og tók yfirvegaðar ákvarð- anir þegar þurfti og var því einn þeirra sem á þessum tímum sá til þess að ljósin slokknuðu ekki þó mikið gengi á. Árið 1992 varð ég yfirmaður hans og var það þar til að hann hætti störfum hjá Landsneti fyr- ir nokkrum árum eftir afar far- sælt starf. Sem yfirmaður hans hitti ég hann nærri daglega og fann því enn betur en áður hve öflugur starfsmaður hann var. Hann starfaði í stjórnstöð Landsvirkjunar alllengi og flutt- ist síðan yfir til Landsnets, þar sem hann vann í stjórnstöð Landsnets þar til hann lét af störfum. Var mikil eftirsjá að Páli Magnússyni, þeim mæta starfsfélaga. Hann gerði vinnu- staðinn okkar betri með fram- komu sinni og jákvæðu hugar- fari. Það mætti skrifa langt mál um góða kosti Páls Magnússonar, en ég kýs að taka það allt saman í eftirfarandi: Hann var einfald- lega frábær starfsfélagi sem lagði alltaf sitt af mörkum og ein- faldlega einstaklega góður mað- ur svo eftir var tekið. Samúðarkveðjur sendi ég konu hans, sonum og fjölskyld- um þeirra. Þórður Guðmundsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.