Skólavarðan - 01.11.2004, Qupperneq 3

Skólavarðan - 01.11.2004, Qupperneq 3
3 FORMANNSPISTILL SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004 Kennarar, námsráðgjafar og skólastjórnendur í Kennarasam- bandi Íslands eru allir opinberir starfsmenn og allir sérfræðingar eða stjórnendur hver á sínu sviði og skólastigi. Sveitarfélögin í landinu eru vinnuveitendur meirihluta þeirra en ríkið hefur fram- haldsskólann á sinni könnu. Kjör félagsmanna í KÍ eru talsvert mismunandi innbyrðis, en allir eiga félagsmennirnir það sameigin- legt að vinnuveitendur þeirra greiða þeim miklu lægri laun en greidd eru sérfræðingum og stjórnendum á almennum markaði. Þetta er hollt að muna í síbylju fjölmiðla og ýmissa ráðamanna í samfélaginu sem dynur á okkur um meintar stórfenglegar launa- hækkanir til opinberra starfsmanna. Gott er að hafa hugfast að þarna er ekki um neina smáaura að ræða. Samanburður á meðaldagvinnulaunum KÍ framhaldsskóla og sérfræðinga á almennum markaði sýnir mismun upp á talsvert yfir 100.000 krónur á mánuði og samanburður á meðalheildar- launum sömu hópa sýnir að framhaldsskólinn er a.m.k. 60-70.000 krónum lægri en samanburðarhópurinn. Sami óhagstæði saman- burður blasir við þegar laun samanburðarhópa framhaldsskólans hjá ríki eru skoðuð. Það er eitthvað verulega bogið við þetta á tímum árangursstjórnunar, gæðamats og dreifstýrðra kjarasamn- inga hjá ríkinu þar sem mikil áhersla er lögð á, af hálfu vinnuveit- enda okkar, að færa ýmislegt í starfsemi hins opinbera til líkara horfs og tíðkast á almennum markaði. Það er semsagt alveg ljóst að það gildir ekki um launin og því þarf að breyta. Skólar eru vinnustaðir þar sem sífelld þróun á sér stað og árangur og gæði skólastarfsins eru mikið undir því komin að kennarar, námsráðgjafar og skólastjórnendur geti lagað störf sín og starfsemi stofnana sinna að hröðum breytingum samfélagsins, breyttri menntun, nýrri tækni og stórauknu þjónustu- og upp- eldishlutverki skóla - allt frá leikskóla og upp í framhaldsskóla, að ógleymdum tónlistarskólum. Allir félagsmenn KÍ ganga að því sem sjálfsögðum hlut í störfum sínum að bæta sífellt við sig í menntun og færni og gera sér grein fyrir því að ella valda þeir ekki starfinu til lengdar. Samfélagið allt og vinnuveitendurnir, ríki og sveitarfélög, gera miklar kröfur til stjórnenda skóla um að veita í senn mikla þjónustu en vera um leið samkeppnisfærir við aðra starfsemi og annan rekstur. Skólar eru skemmtilegir vinnustaðir, þar á sér stað geysimikil þróun og nýbreytni en þeir eru engan veginn samkeppnisfærir við aðra vinnuveitendur í landinu hvað launin varðar og því þarf að breyta. Nýafstaðin hörð kjaradeila grunnskólans sýndi í hnot- skurn þá kreppu sem íslenskt samfélag er í varðandi eðlilegt mat á störfum kennara - kennara sem eru einhverjir mikilvægustu sér- fræðingar landsins og hafa fjöregg okkar milli handa, þau sem erfa landið, börnin okkar. Það verður aldrei sátt um skólastarf í landinu fyrr en kennarastéttinni verður sá sómi sýndur að borga henni almennilegt kaup og mætti til dæmis taka fyrsta skrefið með því að greiða 250.000 krónur í byrjunarlaun frá og með skólaárinu 2004-2005 fyrir fullt kennslustarf kennara með fag- menntun og kennsluréttindi, til dæmis þriggja ára háskólapróf. Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Kennarar hafa fjöregg okkar milli handa Elna Katrín Jónsdóttir

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.