Skólavarðan - 01.11.2004, Síða 25

Skólavarðan - 01.11.2004, Síða 25
25 ÁRSFUNDIR SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004 Ársfundur Félags leikskólakennara var haldinn á Grand hóteli í Reykjavík 5. nóv. sl. Fundinn sóttu, auk stjórnar FL og varastjórnar, formenn svæðadeilda, skólamálanefnd, samninganefnd, for- menn fastanefnda og faghópa og for- maður deildar leikskólakennara á eftir- launum. Einnig sátu fundinn fulltrúar FL í stjórnum og nefndum innan KÍ og tveir fulltrúar frá Stúdentaráði Kenn- araháskóla Íslands. Ársfundur er haldinn annað hvert ár, þ.e. þegar aðalfundur er ekki haldinn. Á fundinum voru unnin hefðbundin ársfundarstörf og síðan var kastljósinu beint að einstökum þáttum í störfum leik- skólakennara og fulltrúar í einstökum deildum og nefndum innan KÍ gerðu grein fyrir störfum sínum. Blómlegt nefndastarf Hrefna Hjálmarsdóttir fulltrúi í þema- nefnd KÍ kynnti störf nefndarinnar á árinu og fjallaði sérstaklega um menntun leik- skólakennara í nágrannalöndunum. Ásta María Björnsdóttir kynnti starf jafnréttis- nefndar KÍ og drög að jafnréttisstefnu sambandsins sem verður lögð fyrir þing KÍ í mars nk. Elín Ásgrímsdóttir kynnti verk- efni og starf vinnuumhverfisnefndar KÍ. Í máli Elínar kom fram m.a. að sérstaða FL- félaga væri sú mikla nánd sem þeir hefðu við skjólstæðinga sína og aðstandendur þeirra. Hún sagði að nefndin hefði leitað fyrirmynda og nýtti sér reynslu félaga í danska kennarasambandinu þegar kæmi að vinnuumhverfismálum, en þar hefur verið unnið að þeim málum í áratug. Að sögn Elínar hefur nefndin unnið ötullega að upplýsingasöfnun. Komið hefur í ljós að leikskólakennarar eru almennt mjög jákvæðir í garð starfs síns og vinnustaða. Þeir telja starf sitt fjölbreytt og gefandi og að þeirra mati er auðvelt að samræma vinnutíma og einkalíf. Leikskólakennarar eru auk þess iðnir við að sækja sér endur- menntun. Neikvæðar hliðar starfsins eru líkt og annars staðar að samstarfsörðug- leikar koma upp, álag er mikið og tíð starfsmannaskipti sem líklega helgast af lágum launum. Hávaði á vinnustaðnum er sérstaða í starfi leikskólakennara. Í lok fundarins gerði Björg Bjarnadóttir for- maður FL grein fyrir stöðu samningamála FL og LN og fóru fram miklar umræður og skoðanaskipti. Umbylting á starfi og hlutverki leikskóla Jón Torfi Jónasson prófessor við HÍ sagði að þróun skólakerfisins yfirleitt hefði verið viðfangsefni sitt nú um árabil, en hann hélt fyrirlestur um breytt viðhorf til leikskólakennara og hvernig breyttir tímar hefðu áhrif á starf þeirra. Hann lýsti umgjörð leikskólans í skóla- kerfinu og sagði að skólastigin hefðu áhrif hvert á annað þó að almenna reglan væri sú að efra stigið hefði sterkari áhrif á það neðra en öfugt. Það þýðir að grunn- skólastigið hefur mótandi áhrif á starf leikskólans. Hann fjallaði einnig um þær mælistikur sem notaðar eru til að meta skólastarf og hvaða áhrif þær hafa á um- gjörð, viðfangsefni, stöðu og ímynd leik- skólans og leikskólakennara. Þá fjallaði hann um takmarkanir mælistikunnar og þann veruleika að sumt verður ekki mælt með þeim mælistikum sem til eru. Jón Torfi nefndi líka „verð- eða virðing- argildi“ prófvottorða og stöðu leikskólans og leikskólakennara í háskólasamfé- laginu. Í máli hans kom fram að hlutverk leikskólans hefði breyst mikið á stuttum tíma, hann hefði þróast úr gæslustofnun í það að verða hluti af hinu formlega skóla- kerfi sem nú byggði starfið á námskrá í stað uppeldisáætlunar áður. Þá væri stóra spurningin hvernig þessum tíma barna í leikskóla væri best varið? Laun leikskólakennara eru í ósamræmi við menntun og ábyrgð Á fundinum var lögð fram skýrslan Vinnuað- stæður og kjör í leikskólum á Íslandi 2004 en hún er útdráttur úr skýrslunni. Áhrif kjarasamnings Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga Höfundur hennar er Harpa Njáls félagsfræðingur Skýrslan er aðgengileg á heimasíðu FL undir „Kjaramál“. GG Jón Torfi JónassonElín Ásgrímsdóttir

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.