Skólavarðan - 01.11.2004, Síða 6

Skólavarðan - 01.11.2004, Síða 6
6 hef ég hlotið þau örlög að lenda á kvenna- vinnustað. Ég er ekki að kvarta. Við höfum samstillt tíðahringinn sem virðist efla samhug í kvennabúrum svo agressjónir haldast í fögrum skefjum. Um daginn spurði ég nokkrar kennslu- konur í kvennaboði hér í bæ hvaða framsæknar hugmyndir væru í gangi í skólakerfinu. Mér til skelfingar sögðu þær mér að til stæði í þeirra skóla að taka upp Hjallastefnuna í nokkrum mæli og aðskilja kynin í ákveðnum fögum og nú væri búið að stofna grunnskóla í anda stefnunnar. Viðvörunarbjöllur klingdu strax í höfði mínu. Kannski væri réttara að greina þær sem tilfinningaviðbrögð. ,,Hvað! Er það þetta sem er mest aðkallandi? Hefur þessi tilraun ekki verið í gangi í nokkur hundruð ár? Það er mjög stutt síðan við fórum að kenna kynjunum saman,“ sagði ég kannski óþarflega hátt. En þær voru sannfærðar og sögðu mér stillilega að skólakerfið félli betur að þörfum stúlknanna. Þeim væri eðlilegra en drengjum að sitja og rísla sér og haft væri fyrir satt að drengir fengju nær alla athygli kennara og hana nei- kvæða og stúlkurnar sætu á hakanum. Það má til sanns vegar færa að skólinn komi ekki til móts við alla. Reyndar mjög fáa að öllu leyti. Við höfum fyrir satt að stúlkur séu bráð- þroska og drengir seinþroska að meðal- tali. Stúlkur séu kyrr- látar, drengir órólegir að meðaltali. Stúlkur með fimar fínhreyf- ingar, strákar klaufar að meðaltali. Stúlkur hafi næma máltilfinn- ingu, strákar gott formskyn að með- altali. Stúlkur séu klöguskjóður, strákar hrekkjusvín að meðal- tali. En hvar er þetta meðaltal að finna? Er meðaltalsbarnið til? Ef við mælum nokkur þúsund stúlkur og nokkur þúsund drengi fáum við vissulega út þessar hneigðir en gleymum ekki að meðaltal er ekki til. Það er og verður ímyndað ídeal fundið útúr hópi ólíkra einstaklinga með ólíka eiginleika. Á mínum kennaraferli voru venjulega tveir til þrír óþekktarormar í bekk. Gerðust þeir öllu fleiri þurfti að endurraða í bekki þó að hver bekkur virtist hafa sinn eigin innbyggða þanþolsþröskuld. Óþekktar- ormarnir voru af báðum kynjum. Það voru samt ekki þeir sem gerðu kennsluna slítandi starf heldur hitt hversu erfitt var að koma til móts við alla þá einstaklinga sem mynda bekk, hvað þeir tóku inn þekk- ingu eftir ólíkum leiðum og á mismunandi hraða, óháð kyni. Oft hugsaði ég með öfund til gömlu kennaranna minna sem kenndu samræmdu getustigi, þótt margt hafi mátt finna að þeirri tignarflokkun. Ég hugleiddi oft einhvers konar flokkun eftir áhugamálum eða getu en aldrei kom mér til hugar flokkun eftir kyni. Og enn eygi ég ekki skynsamleg rök fyrir slíkri flokkun. Síst nú þegar einstaklingskennsla verður fyrirferðarmeiri vegna nýrrar tækni. Það er staðföst trúa mín að til þess að koma í veg fyrir alltumlykjandi kvenfyrirlitn- inguna þurfum við að stuðla að blöndun kynjanna í starfi og leik meðan tækifæri er til þegar börnin eru enn í mótun. Við lifum á þröskuldi nýrra tíma. Það er að koma í ljós að margir ráða illa við hraða og álag flókins nútíma. Landlæknir óttast faraldur geðröskunar. Við þurfum að styrkja sjálfsmynd nemenda og stuðla að sáluhjálp þeirra í stafrænum heimi. Væri ekki nær að fækka nemendum á kennara, auka list- og verkkennslu og víkka út normið svo ekki þurfi allir að undirgangast sömu kröfur? Ég skil vel ör- þrifaráð kennara, þreyttra og láglauna. En aðskilnaðarstefna kennd við hjalla er ekki bara skrípó heldur líka viðsjárverð. Halldóra Thoroddsen SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004 GESTASKRIF Við höfum fyrir satt að stúlkur séu bráðþroska og drengir seinþroska að meðaltali. Stúlkur séu kyrrlátar, drengir órólegir að meðaltali. Stúlkur með f imar fínhreyf ingar, strákar klaufar að meðaltali. Stúlkur haf i næma máltilf inningu, strákar gott formskyn að meðaltali. Stúlkur séu klöguskjóður, strákar hrekkjusvín að meðaltali. En hvar er þetta meðaltal að f inna?

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.