Skólavarðan - 01.11.2004, Qupperneq 11
11
SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004
NÝJAR REGLUR
Stjórn Orlofssjóðs hefur ákveðið að í ár verði
orlofshúsnæði á Spáni ekki úthlutað eins og áður,
heldur mun reglan „fyrstur bókar, fyrstur fær“ gilda.
Bókanir fara fram gegnum orlofsvef KÍ/Sumarferðir.
Hægt verður að bóka frá 15. desember nk. til 15.
febrúar 2005.
Hver félagi getur bókað eina til þrjár vikur, ýmist í
Calpe eða Torrevieja.
Athugið að takmarkaður miðafjöldi er í hverja ferð.
TÍMABIL
Fyrsta útleiga hefst 19. maí í Calpe og 2. júní í
Torrevieja.
Útleigu lýkur á báðum stöðum 25. ágúst.
Tvö verðtímabil eru í boði:
A tímabil sem er dýrara er frá 16. júní til 11. ágúst
B tímabil sem er ódýrara er frá 19. maí til 16. júní og
síðan frá 11. ágúst til 25. ágúst.
Brottfarardagar/skiptidagar eru á fimmtudögum og
úthlutun íbúðanna er miðuð við að félagsmenn panti
flug þá daga sem skipti fara fram.
Allar bókanir og greiðslur fyrir bæði flug og gistingu
fara fram á heimasíðu Sumarferða.is
Brottfaradagar:
19. maí, 26. maí
2. júní, 9. júní, 16. júní, 23. júní, 30. júní
7. júlí, 14. júlí, 21. júlí, 28. júlí
4. ágúst, 11. ágúst, 18. ágúst
Orlofssjóður niðurgreiðir þessa gistingu. Orlofspunktar
fyrir hverja viku eru 36 í I. verðflokki og 40 í II.
verðflokki.
Greiðsla við bókun er 50% af heildarverði, Hægt er að
greiða eftirstöðvar á 1-4 mánuðum.
Hægt er að nota trúnaðarmannaávísun FG til að greiða
hluta af ferðinni.
Verðdæmi
Verð á mann í tvær vikur
Fjöldi í íbúð Fjöldi svefnherbergja Verð
Calpe
8 manns 3 39.700.-
7 manns 3 42.400.-
6 manns 3 45.150.-
6 manns 2 39.200.-
5 manns 2 43.100.-
4 manns 2 47.350.-
4 manns 1 42.100.-
3 manns 1 47.500.-
2 manns 1 58.200.-
Torrevieja
6 manns 2 35.900.-
5 manns 2 37.400.-
4 manns 2 39.400.-
3 manns 2 43.600.-
2 manns 2 51.800.-
Innifalið er: Flug, gisting og flugvallarskattar.
Nánari verðskrá er á Spánarsíðu Orlofssjóðs KÍ
http://ki.skyrr.is/orlof/spann/
Zeniamar
Loftmynd af Calpe