Skólavarðan - 01.11.2004, Qupperneq 7

Skólavarðan - 01.11.2004, Qupperneq 7
7 SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004 „Með kennurum um allt land“ - segir Ragnar Z Guðjónsson, sparisjóðsstjóri SPV Það hefur vakið athygli margra að ár eftir ár staðfesta kannanir Gallups, Samtaka iðnaðarins og Gæðastjórnunarfélags Íslands að sparisjóð- irnir eru með ánægðustu viðskiptavini fjármála- fyrirtækja á Íslandi. Þessi sérstaða sparisjóð- anna hefur skilað SPV ýmsum sóknarfærum á íslenskum fjármálamarkaði, en þar fyrir utan hefur SPV ákveðna sérstöðu því hann leggur mikinn þunga í persónulega þjónustu við sérhvern viðskiptavin sinn. Þess vegna má segja að hjá SPV „séu allir stórir“. Þetta þekkja fjölmargir einstaklingar og fjölskyldur þeirra af eigin raun því sífellt fleiri kjósa að hefja eða færa viðskipti sín til SPV. Jafnvel þótt SPV sé eingöngu með aðsetur og hefðbundna afgreiðslustaði í Reykjavík eru viðskiptavinirnir búsettir í langflestum bæjar- félögum landsins, en ekki eingöngu á Höfuðborgar- svæðinu. Nefna má til gamans Akranes, Stykkishólm, Búðardal, Ísafjörð, Bolungarvík, Hólmavík, Hvammstanga, Blönduós, Siglufjörð, Akureyri, Raufarhöfn og Reyðarfjörð, svo nokkrir séu nefndir. Ástæðan er góð og persónuleg þjónusta SPV og sú staðreynd að SPV hefur ávallt verið í fararbroddi íslenskra fjármálastofnana þegar kemur að nýjustu tækni í því skyni að efla og bæta þjónustu við viðskiptavini sína. Þess vegna skipta vegalengdir æ minna máli. Fólk velur einfaldlega viðskiptastofnun sem það kýs óháð því hvar á landinu hún er og sinnir sínum málum í full- komnum og notendavænum Heimabanka SPV eða með aðstoð þjónustufulltrúa, sem „þekkir sitt fólk“. Þess vegna eru sífellt fleiri einstaklingar sem velja SPV sem sína viðskiptastofnun. Það á líka við um þá sem búa á landsbyggðinni þótt SPV sé ekki með útibú utan Reykjavíkur. Fólk velur SPV óháð búsetu, þar á meðal kennarar! Persónuleg þjónusta er okkar töfrasproti „Búsetan manna skiptir orðið engu máli, allir fá sömu góðu og persónulegu fjármálaþjónustuna. Við erum ætíð að leita nýrra leiða til að koma til móts við þarfir og uppfylla óskir viðskiptavina og í þeim efnum gegna þjónustufulltrúar okkar meðal annars veigamiklu máli. Auk þess sem við gætum þess að bjóða ávallt upp á bestu kjör sem bjóðast á markaðnum hverju sinni eru þeir öðrum þræði veigamikil ástæða þess hve viðskiptavinir okkar eru ánægðir og þess að stöðugt fleiri í hópinn óháð því hvar er búið á landinu,“ segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri SPV. Þessi atriði hafa leitt til aukinnar markaðshlutdeildar SPV á fjármálamarkaðnum. Það er ánægjuleg þróun sem gerir SPV að enn öflugri fjármálastofnun og kleift að veita viðskiptavinum sínum stöðugt betri, víðtækari og nánari þjónustu. Það birtist meðal annars í fjölgun afgreiðslustaða og hraðbanka. Það birtist einnig í bestu fáanlegu lánakjörum sem völ er á og því geta viðskiptavinir SPV ávallt treyst því að njóta bestu kjara á markaðnum hverju sinni. Nýjasta dæmið í þeim efnum varðar fjármögnun húsnæðiskaupa, þar sem kjörin eru ein þau bestu. Við sjáum um umstangið Ragnar segir að markmið SPV um einstaka og ánægjulega þjónustu endurspeglist í því að SPV sé alltaf til staðar fyrir viðskiptavini sína, hann sjái um fjármálalegt umstang þeirra, til dæmis með því að greiða mánaðarlega reikninga, hann veiti viðskipta- vinum sínum ráðgjöf í fjármálum, fjármagni viðhald og endurbætur húsnæðis þeirra eða í sumarbústaðnum og hjálpi til við bílakaup svo fáein dæmi séu nefnd í þeim efnum. „Síðast en ekki síst stöndum við þétt við bakið á „okkar fólki“ ef til dæmis óvænt fjárhagsleg áföll verða. Þessi atriði skipta miklu máli því það er mikilvægt fyrir fólk að skynja nærveru okkar og geta treyst á SPV í blíðu og stríðu. Þetta eru í raun grundvallarmarkmið okkar, við viljum vera með fólkinu okkar alla leið, ef svo má segja, og veita því um leið bestu fáanlegu kjör sem þekkjast á markaðnum hverju sinni. Húsnæðislán SPV eru til að mynda nýjasta dæmið um þau markmið okkar,“ segir Ragnar. Sniðin að þörfum viðskiptavina Einn mikilvægasti þáttur þjónustunnar, og sá sem gerir hana svo persónulega sem raun ber vitni, er þáttur þjónustufulltrúanna. Þjónustufulltrúinn skiptir miklu máli því hann er hinn persónulegi tengill sem viðskiptavinir treysta á. Það veitir öryggistilfinningu fyrir viðskiptavini að þurfa aðeins að ræða við eina manneskju um öll sín mál hjá SPV, aðila sem þekkir „sitt fólk“, kann sitt fag, kann að finna úrlausnir við vandamálum, sumum óvæntum eða fyrirsjáanlegum, eða góð ráð varðandi fjármögnun nauðsynlegra viðhaldsverkefna og svo framvegis. „Við leggjum okkur fram um að sníða þjónustu okkar að hverjum og einum. Þarfir og aðstæður fólks eru misjafnar og þess vegna er ekki hægt, sé á annað borð ætlunin að veita persónulega og þá bestu þjónustu sem völ er á, að sníða öllum sama stakkinn,“ segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri SPV. AUGLÝSING

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.