Skólavarðan - 01.11.2004, Síða 18

Skólavarðan - 01.11.2004, Síða 18
18 KJARARANNSÓKNIR SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004 Skýrsla um niðurstöður rannsóknar á veg- um Hagrannsóknastofnunar samtaka launafólks í almannaþjónustu, skamm- stafað HASLA, var lögð fram í október sl. Rannsóknin sem gerð var í vor hafði það markmið í fyrsta lagi að kanna kjör félagsmanna í KÍ, BHM og BSRB. Spurt var um launakjör, afstöðu til starfsumhverfis, möguleika á starfsframa, samþættingu vinnu og einkalífs og símenntun. Í öðru lagi var kannað hvort kynbundinn launamunur væri meðal félagsmanna og í þriðja lagi hvort munur væri á starfskjörum eftir bakgrunni fólks og einkennum vinnustaða, svo sem stærð þeirra. Svörin sem bárust voru 1638 sem var um 50% svarhlutfall, þar af voru konur 75%. Meðalaldur svarenda var tæp 46 ár. Höfundar skýrslunnar eru Heiður Hrund Jónsdóttir og Kristjana Stella Blöndal. Kennarar undir meðallagi - karlar hærri en konur Greining á launum byggist á upplýsingum um mánaðarlaun 1. maí 2004, heildarlaun 1. maí 2004 og árslaun fyrir árið 2003 fyrir skatt. Meðaltal mánaðarlauna eða grunn- launa kennara fyrir skatt var 210 þús. kr. Meðaltal heildarlauna kennara fyrir skatt var 256 þús. kr. en meðaltal árslauna kennara árið 2003 fyrir skatt var 2.930 þús. kr., meðaltal allra starfsstétta var 3.297 þús. kr. Afstaða kennara til launakjara, starfsumhverf is, möguleika á starfsframa, samþættingar vinnu og einkalífs og símenntun. Kennarar nota vinnutímann ógjarnan til endurmenntunar. Úr myndasafni. Starfskjarakönnun HASLA

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.