Skólavarðan - 01.11.2004, Síða 19
SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004
Meðal fólks í fullu starfi var kynbundinn
munur á heildarlaunum að jafnaði 17%,
þ.e. meðal fólks í sambærilegum störfum,
með samsvarandi menntun og vinnutíma
og á svipuðum aldri voru karlar með 17%
hærri heildarlaun en konur að meðal-
tali. Kennarar voru sú starfsstétt sem síst
fékk greidda fasta yfirvinnu eða aksturs-
greiðslur.
Kennarar vilja að
stéttarfélag semji um kjör
Flestir mátu góð laun, þægilegt samstarfs-
fólk og áhugavert starf mikilvægustu þætti
góðs starfsumhverfis. Rúm 65% kennara
álitu æskilegast að stéttarfélag semdi
um kjör sín en 23% þeirra töldu rétt að
stéttarfélagið semdi um réttindi og launa-
taxta. Lítið brot þeirra taldi heppilegt að
semja beint við vinnuveitanda um kjör sín.
Um 60% kennara sögðu að þegjandi sam-
komulag væri um að farið væri með laun
sem trúnaðarmál. Næstum allir kennarar
sem svöruðu könnuninni töldu ekki ásætt-
anlegt að atvinnurekendur hefðu rétt til
að segja starfsfólki upp án þess að þurfa
að tilgreina ástæður uppsagnar.
Kennarar eygja ekki mikla möguleika
á stöðu- og launahækkunum
Í ljós kom að einungis 6% kennara höfðu
sótt um stöðuhækkun árið 2003 og töldu
76% þeirra sig hvorki eiga möguleika á
henni né hafa verið hvattir til að sækjast
eftir stöðuhækkun. Rúm 87% þeirra
sögðust ekki hafa óskað eftir launahækkun
og 83% töldu sig ekki eiga möguleika á
launahækkun í núverandi starfi.
Um 80% kennara taka
vinnuna með sér heim
Kyn, aldur, heildarlaun á mánuði, menntun
og starfsstétt eru þeir þættir sem hafa
áhrif á hvernig fólk metur hvort vel takist
til í að samþætta vinnu og einkalíf. Vinna
karla virðist að jafnaði vera sveigjanlegri
en hjá konum. Tvöfalt fleiri konur en
karlar sögðu að þær skorti orku til að gera
eitthvað með fjölskyldunni. Um helmingur
kennara taldi sig stundum skorta orku til
þessara þátta.
Mikill meirihluti kennara vann að
jafnaði einhvern hluta af vinnu sinni
heima við, eða yfir 80%, en til dæmis
aðeins 4% skrifstofufólks. Kennarar voru
sú starfsstétt sem einna sjaldnast taldi sig
geta farið úr vinnu með litlum fyrirvara
auk þess sem það var áberandi að hlutfalls-
lega miklu færri kennarar en aðrir sögðust
hafa svigrúm til að útrétta í vinnutímanum
þegar nauðsyn krefði.
Kennarar nota vinnutímann
síst til símenntunar
Um 82% kennara höfðu sótt námskeið
eða ráðstefnur á tímabilinu sem könnunin
nær yfir og er það langt yfir meðaltali að-
spurðra. Hins vegar eru kennarar sú stétt
sem síst notar vinnutímann til símennt-
unar. 58% þeirra höfðu notað vinnu-
tímann til símenntunar en viðmiðunarhóp-
arnir voru í um 80% tilfella í símenntun
sinni á vinnutíma. Kennarar hafa almennt
mikinn áhuga á að auka þekkingu sína.
Í ljós kom að félagslegur þáttur símennt-
unar er mikilvægur. Markmið þeirra með
að sækja námskeið og ráðstefnur er ekki
sérstaklega að geta sótt inn á nýjan starsfs-
vettang né hækka launin.
GG
Skýrslan er birt í heild á heimasíðu KÍ.
www.ki.is
KJARARANNSÓKNIR