Skólavarðan - 01.11.2004, Qupperneq 10

Skólavarðan - 01.11.2004, Qupperneq 10
10 SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004 Stjórn Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands hefur tekið á leigu hjá Sumarferðum.is tíu íbúðir í Calpe á Spáni sumarið 2005. Einnig hefur stjórnin tekið á leigu átta íbúðir og hús við bæinn Torrevieja. Alls er boðið upp á 236 leiguvikur á Spáni í sumar. CALPE Calpe er fiskimannabær á Costa Blanca ströndinni. Orlofssjóður bauð mjög ódýrar ferðir þangað í fyrsta sinn sumarið 2004 í samstarfi við Sumarferðir. is. Bærinn hefur upp á margt að bjóða, m.a. tvær 11 km langar baðstrendur sem hinn þekkti Ifach-klettur aðskilur. Skemmtileg söfn eru í gamla bænum, fiskihöfn með fiskmarkaði þar sem hægt er að kaupa nýjan fisk og fylgjast með uppboði á afla dagsins. Góðir matsölustaðir og fjölmargir golfvellir eru í nágrenni bæjarins. Flogið er til Alicante og Sumarferðir.is bjóða upp á rútuferðir á áfangastað gegn vægu gjaldi komu- og brottfarardaga. Fararstjórar Sumarferða taka á móti hópnum á flugvellinum og bjóða upp á ýmsar ferðir meðan á dvöl stendur. Hægt er að panta bílaleigubíla hjá Sumarferðum. Í sumar er boðið upp á dvöl á tveimur íbúðarhótelum: Hótel Apolo Apartment og Amatista. Vegalengd á nálæga staði: Benidorm 22 km - Valencia 120 km - Alicante 62 km - Terra Mitica skemmtigarðurinn 25 km - Guadalest 21 km. TORREVIEJA Torrevieja er 41 km fyrir sunnan borgina Alicante á Costa Blanca ströndinni. Orlofssjóður KÍ hefur boðið upp á gistingu í nágrenni bæjarins í nokkur ár. Bærinn er umlukinn tveimur náttúrulegum saltvötnum. Strandlengjan er 20 km og strendurnar eru sex talsins. Læknaþjónusta og heilsugæsla eru í nágrenninu. Rútuferðir eru til allra helstu staða Spánar, til dæmis tekur um eina klukkustund að aka til Benidorm. Fjölbreytt úrval af skemmtistöðum og veitingastöðum er á svæðinu. Flogið er til Alicante og hefur Orlofssjóður samið við aðila um að aðstoða fólk við að komast á leiðarenda gegn vægu gjaldi. Við mælum með að tekinn sé bílaleigubíll þegar dvalið er við Torrevieja. Húsnæðið er mismunandi stórt og skiptist í verðflokka I og II. •Húsnæði SP3 – SP7 er fyrir fjóra fullorðna. Verðflokkur I – A og B tímabil. •Húsnæði SP8 – SP2 – SP4 er fyrir fjóra til fimm fullorðna. Verðflokkur I – A og B tímabil. •Húsnæði SP5 – SP9 er fyrir fjóra til fimm fullorðna. Verðflokkur II – A og B tímabil. •Húsnæði SP6 er fyrir fjóra til sex fullorðna. Verðflokkur II – A og B tímabil. Hagstæðar ferðir til Spánar fyrir kennara og fjölskyldur þeirra Nánari upplýsingar um Spánarferðinar eru á heimasíðu Orlofssjóðs http://ki.skyrr.is/orlof/spann/ Einnig er hægt að nálgast útprentaðar upplýsingar á skrifstofu Orlofssjóðs, Laufásvegi 81, Reykjavík eða í síma 595-1122. Quesada Hotel Apolo Apartment

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.