Skólavarðan - 01.11.2004, Síða 4

Skólavarðan - 01.11.2004, Síða 4
Fyrstu áfangapróf í tónlistarskólum 12 Kristín Stefánsdóttir, formaður prófanefndar tónlistarskóla fjallar um reynsluna af nýjum áfangaprófum í tónlistarskólum. Kjarasamningur undirritaður í skugga gerðardóms 16-17 Verkfall Félags grunnskólakennara í máli og myndum. Starfskjarakönnun HASLA 18 Útdráttur úr skýrslu um rannsókn á vegum Hagrannsóknastofnunar samtaka launafólks í almannaþjónustu. Skólaganga í stríði og friði 20 Jóhanna Kristjóndsdóttir rithöfundur og helsti sérfræðingur Íslands í málefni arabaþjóða skrifar fróðlega yfirlitsgrein um skólamál í löndunum sem eru henni svo kær. Góð gildi leiðarljós í skólastarfi 22 Edda Kjartansdóttir deildarstjóri í Vesturbæjarskóla skrifar um Vildarvogina sem er spennandi þróunarverkefni þar á bæ en gildismat er þar í brennidepli. Krakkakot á Höfn 23 Skólavarðan heimsótti leikskólann Krakkakot á Höfn í Hornafirði í haust og fékk hlýjar móttökur barna og starfsfólks. Sumarráðstefna NLS í Røros í Noregi 2004 24 Þriðji og síðast hluti greinar þeirra Egils Guðmundssonar, Guðlaugar Erlu Gunnarsdóttur og Helgu Magnúsdóttur um ráðstefnu norrænu kennarafélaganna. Formannspistill 3 Elna Katrín Jónsdóttir formaður Félags framhaldsskólakennara skrifar. Gestaskrif. Kynjafordómar 5 Halldóra Thoroddsen fjallar um kynjamun og hrekkjusvín. Hér er á ferðinni fyndin og kostuleg grein sem vekur lesendur til umhugsunar. Smiðshöggið. Því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft 30 Kolbrún Vigfúsdóttir leikskólaráðgjafi hjá Leikskólum Reykjavíkur skrifar um tungumálið í íslensku fjölmenningarsamfélagi. Að auki Fréttir af kjaramálum, fundahöldum og fleiru fróðlegu fyrir kennara. Seyðisfjarðarskóli prýðir forsíðu Skólavörðunnar í þetta sinn. Þetta virðulega hús er svokallað katalóg-hús frá Noregi byggt 1907. Um 100 nemendur stunda nú nám við skólann og þar starfa 18 manns við kennslu. Ljósmyndina tók Þorsteinn Arason skólastjóri. Ritstjóri: Guðlaug Guðmundsdóttir gudlaug@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndun: Jón Svavarsson / motiv-mynd, nema annað sé tekið fram. Teikningar: Ingi Jensson Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Forsíðumynd: Jón Svavarsson Skólavarðan, s. 595 1118 (Guðlaug) og 595 1119 (Helgi). Að verkfalli loknu Haustið 2005 verður í minnum haft vegna verkfalls grunnskóla- kennara. Það var þungbær ákvörðun fyrir félagsmenn í FG, SÍ og forystu þeirra að fella niður skólastarf til að knýja fram betri kjör en hjá því varð ekki komist. Engan óraði þó fyrir því að kjaradeilan yrði svo langvinn og harðvítug sem raunin varð. Í leiðara Morgunblaðsins 18. nóvember segir: „Kennarar fá með þessum samningum einhverjar kjarabætur, en því verkefni að tryggja kennurum viðunandi kjör er ennþá ólokið. Hugsanlega var óraunhæft að ætla að það gerðist í einum áfanga.“ Hér er tekið undir þessi orð og undirstrikað að fleiri kennarahópar eiga eftir að fá kjör sín bætt. Jafnréttisbarátta Um 80% grunnskólakennara eru konur. Það virðist vera helsta skýringin á bágum launakjörum stéttarinnar. Það virðist inngróið mein í þjóðarsálinni hér á landi, sem og víða annars staðar, að konur skuli hafa síðri kjör en karlar. En þó vill enginn viðurkenna að það sé markmið sitt. Mér eru minnisstæð orð sem fyrrverandi hagfræðingur BMH lét falla um að sá bóndi þætti ekki bústólpi sem geymdi hluta af útsæði sínu úti í kuldanum. Útsæði ber ávöxt í samræmi við hvernig að því er hlúð. Þessi góða myndhverfing hefur oft komið mér í hug í haust þegar þessi sami hagfræðingur þjónar hlutverki yfirbóndans í launanefnd sveitarfélaga. Ég rifja upp myndhverfinguna þegar hann sest að samningaborðinu með leikskóla- og tónlistarskólakennurum. Þær stéttir eru skipaðar mörgum konum og nú er tækifæri til að rétta hlut þeirra með verðugum kjarasamningum. Helmingur framhaldsskólakennara er konur og samningar þeirra eru líka lausir. Minnt er á að verk- fall þeirra stóð í tvo mánuði á sínum tíma, teygðist meira að segja fram yfir jól og áramót. Það skilaði kjarabótum sem mega ekki glatast því aukin starfsánægja fylgdi þeim kjarabótum. Auglýsingamet Hlutfall auglýsinga í Skólavörðunni skal að hámarki vera átta blaðsíður. Aldrei hefur sala auglýsinga gengið svo vel að þetta markmið hafi náðst fyrr en nú. Nýr auglýsingastjóri, Stella Krist- insdóttir, hefur strax slegið met og fyllt auglýsingakvóta blaðsins. Tekjurnar af auglýsingasölunni hafa tvöfaldast og kemur það sér vel því útgáfan er dýr. Gleðileg jól Framundan er hátíð ljóss og friðar. Vonandi hefur öldur lægt og vonandi geta kennarar fundið sanna jólagleði eftir nístings- haust. Skólavarðan óskar þeim og fjölskyldum þeirra innilega gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs. Guðlaug Guðmundsdóttir 4 LEIÐARIEFNISYFIRLIT FASTIR LIÐIR SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004 GREINAR standa þétt saman Kennarar

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.