Skólavarðan - 01.11.2004, Síða 23
23
SKÓLAHEIMSÓKN
SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004
Leikskólarnir á Höfn í Hornafirði eru
tveir, Lönguhólar og Krakkakot. Yngstu
börnin sækja Lönguhóla en þegar þau
eru komin á fjórða ár færa þau sig yfir í
Krakkakot sem var stofnaður 2001.
Útsýnið út um gluggana í Krakkakoti er
stórbrotið. Skólinn stendur því sem næst
í fjöruborði, í vesturátt blasir Öræfajökull
við og skriðjöklarnir úr honum eru afar til-
komumikil fjallasýn. Í austri er Vestrahorn
og snarbrattur vegurinn yfir Almanna-
skarð.
Allir fá leikskólapláss á Höfn
Skólavarðan leit við í Krakkakoti í haust-
nepjunni og hitti þar fyrir hressa krakka
og nokkra starfsmenn skólans. Snæfríður
Hlín Svavarsdóttir leikskólastjóri sagði að
á Krakkakoti væru hátt í sjötíu börn en
á Höfn fá allir krakkar pláss á leikskóla
fyrr en seinna. Krakkakot er í rúmgóðu
húsnæði og skólinn vel mannaður en þar
starfa í allt 14 manns. „Ég hef reyndar
ekki leikskólakennara inni á deildum en
ég er með mjög gott starfsfólk,“ sagði
Snæfríður. „Anna Birna Benediktsdóttir
leikskólakennari sér um sérkennslu og
nám elstu barnanna. Nokkur börn njóta
handleiðslu hennar, einkum þau sem ekki
hafa komið vel út úr prófinu Hljómi og
þurfa örvun til aukins málþroska.“
Áhersla lögð á að læra
að leysa vandamál
Snæfríður var spurð að því hvort sérstakar
Hornfirskir krakkar í góðum málum
Starfsfólk á Krakkakoti. Frá vinstri: Ólafía Hansdóttir, Hulda V. Gunnarsdóttir,
Elínborg Hallbjörnsdóttir, Þórhildur Á. Magnúsdóttir sitjandi, Snæfríður Hlín
Svavarsdóttir, Anna Birna Benediktsdóttir og Sigurborg Guðmundsdóttir.
Krakkakot á Höfn
áherslur væru ríkjandi í skólastarfinu
í Krakkakoti. „Við erum enn að móta
starfið hérna en erum í samstarfi við
Lönguhóla um Reggío-stefnuna. Við
höfum lagt okkur eftir endurvinnslu
á pappír og flokkum ruslið. Hver veit
nema við stefnum á grænfánann með
tímanum. - Það þætti okkur gaman. Frá
því í haust höfum við verið með valkerfi
sem hefur gefist afar vel. Þá skiptum
við okkur upp í hópa þrisvar í viku. Við
það blandast hóparnir vel, bæði börnin
og starfsfólkið. Við leggjum líka áherslu
á að börnin læri að leysa vandamál og
nota til þess félagslegan skilning. Til þess
notum við lífsleikniefnið Stig af stigi sem
er erlent efni þýtt á íslensku. Það þjálfar
börnin í félags- og tilfinningaþroska
með því að skilja aðra og láta sér lynda
við þá. Með Stigi af stigi læra börnin að
hafa hemil á reiði og draga úr æsingi.“
Út um vesturgluggann sást dálítið
jarðrask en þar hafði greinilega verið
matjurtagarður í sumar. Að sögn Snæ-
fríðar rækta krakkarnir dálítið grænmeti
sem þau sækja svo sjálf í matinn fram á
haust. En þennan kalda októberdag var
búið að tæma beðin sem bíða vordag-
anna til að taka við útsæði næsta árs.
GG
Ljósmyndir: Dagur Gíslason
Fínir krakkar í Krakkakoti.
Frá vinstri: Gísli, Hjördís og Sverrir.