Skólavarðan - 01.11.2004, Síða 21
21
SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004
var ólæsi nánast upprætt í landinu og stór-
bætt aðstaða skólafólks á öllum aldri.
Árið 2003 skall síðan innrás hinna
svokölluðu „staðföstu þjóða“ á Írak
og síðan hefur upplausn verið þar á
öllum sviðum. Það bitnar ekki hvað síst
á skólagöngu barna. Menn telja að á
þessum rúma áratug sem er liðinn frá
því Flóastríðinu fyrra lauk hafi læsi barna
hrakað þó að engar opinberar tölur séu
þar um.
Lág laun kennara stórvandamál
Það vandamál, að kennaralaun eru svo lág
að engu tali tekur, hefur verið landlægt í
flestum ríkjum arabaheimsins og kannski
ekki síst í fjölmennasta landinu, Egypta-
landi. Ekki er við hæfi að nefna tölur vegna
þess að þær eru ekki á neinn hátt saman-
burðarhæfar þar sem framfærslukostn-
aður er svo miklu lægri. Þó má geta þess
að í Egyptalandi er sagt að hafi fólk 2.500
egypsk pund í mánaðarlaun geti það lifað
velsældarlífi. Laun kennara í ríkisreknum
grunnskólum eru um 200 pund eða rétt
rúmlega það.
Mönnum ber flestum saman um að
skólar í Egyptalandi séu sér á parti miðað
við önnur arabalönd þar sem bekkir eru
fámennari og kannski mætti líka segja að
meiri metnaður ríki enda launin skárri þótt
varla nokkurs staðar séu þau mannsæmandi
nema í ríku olíulöndunum, það er að segja
Sádi Arabíu, Kúveit, Sameinuðu furstadæm-
unum og Óman, auk smáríkjanna Katar og
Bahrein.
Við megum ekki gleyma því að þó að
arabar hafi verið á undan okkur í menn-
ingu og listum á fyrri öldum varð mikil
afturför í flestum þessum löndum þegar
þau lentu undir hæl Ottómana. Ýmist
samfellt frá 14. öld og til loka fyrri heims-
styrjaldarinnar 1918 eða eina og eina öld
á þessu tímaskeiði. Nýlenduherrunum
fannst á engan hátt æskilegt að mennta al-
múgann. Það voru aðeins ákveðnar ættir
og ríkisfólk sem freistaði þess að mennta
sig og því skapaðist ekki sú hefð sem
lengst af var við lýði á Íslandi, jafnvel á
dimmum öldum þar sem hvers kyns óárán
geisaði var fólk að pukrast við að læra og
þá meina ég alþýðu manna.
Af þessu leiddi að margar þessara
þjóða stóðu því sem næst á byrjunarreit
í menntamálum árið 1918 þegar Frakkar
og Bretar skiptu með sér heimshluta araba
og veittu ríkjunum ekki sjálfstæði fyrr en
komið var fram á fimmta áratuginn. Sé
litið á málið með hliðsjón af þessu verður
því ekki mótmælt að furðu drjúgur ár-
angur hefur náðst.
Höfundur er rithöfundur
og ferðafrömuður.
að baki í flestum tilvikum. En langstærsti
hluti barnanna sækir ríkisreknu skólana.
Menntun upp að háskólastigi er ókeypis í
öllum þeim löndum sem ég þekki til.
Ólæsi upprætt í Óman
Eitt athygliverðasta arabalandið hvað
skólamál varðar er án efa soldánsríkið
Óman sem hvílir neðst í austurhluta Arabíu-
skagans. Fyrir þrjátíu árum var ólæsi þar
landlægt og skólar í landinu voru teljandi
á fingrum sér.
Við valdaskipti þar um 1970 þegar
Kabúss soldán tók sig til og ýtti föður sínum,
afturhaldssinnuðum og þröngsýnum, úr
valdastóli, hefur orðið gerbylting á.
Þótt ekki séu til tölulegar upplýsingar
um ólæsið þar fyrir þrjátíu árum er ljóst að
læsi er þar nú komið upp í yfir 70 prósent
og fullorðinsfræðslu hefur líka verið sinnt
af miklum myndarskap. Ætla má að ólæsi
verði algerlega útrýmt í Óman innan tíu
ára eða svo.
Þegar ég kom fyrst í skólaheimsókn
í Óman fyrir sautján árum voru fæstir
kennarar Ómanir. Af nokkuð augljósum
ástæðum. Flestir kennarar voru frá Súdan,
Egyptalandi og Jórdaníu. Nú heyrir
til undantekninga ef útlendingur fær
kennslustöðu á grunnskólastigi í landinu,
svo hratt hefur þetta gengið fyrir sig.
Stríðsátök vinna gegn
læsi í Palestínu og Írak
Lengi var það svo að Palestínumenn höfðu
einna hæst hlutfall læsra allra araba. Þeim
var sérstakt metnaðarmál að börn lærðu
að lesa ung og bjarga sér. Um tíma var
þetta hlutfall yfir 90%. Á seinni árum
hefur kreppt að þeim eins og fólk veit
sem fylgist með fréttum af þessu svæði.
Börnum er varla óhætt lengur að fara í
skóla og hafa börn látið lífið þegar menn
hefna harma sinna á víxl. Samt er hlutfall
læsis enn hátt meðal þeirra en það fer
lækkandi.
Það sama er uppi á teningnum í Írak.
Menn geta haft aðskiljanlegar ljótar hug-
myndir um harðstjórn Saddams Hussein,
fyrrum forseta. En það mótmælir því
enginn sem þekkir til að á valdaárum hans
SKÓLAMÁL Í LÖNDUM ARABA
Á valdaárum Saddams Hussein
var ólæsi nánast upprætt í Írak.