Skólavarðan - 01.11.2004, Qupperneq 27

Skólavarðan - 01.11.2004, Qupperneq 27
27 SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004 Stjórn og samninganefnd FF hefur haldið fundi með félagsmönnum sínum í flestum framhaldsskólum á landinu að undan- förnu. Kjaramálin hafa verið megin fund- arefnið og launaþróun ofarlega á baugi í umræðum. FF hefur áhyggjur af því að ríki og stjórnendum framhaldsskóla takist ekki að halda launaþróun í framhalds- skólum á svipuðu róli og hjá öðrum ríkis- stofnunum. Í síðustu kjarasamningum var kjörum í framhaldsskólum lyft með gríð- arlegu átaki félagsmanna þannig að þau stóðust samanburð við BHM að meðaltali. Launaþróun á seinni hluta samningstíma hefur verið framhaldsskólanum fremur óhagstæð og ljóst að launaskrið er þar minna en gengur og gerist - jafnvel hjá öðrum ríkisstofnunum. FF telur mikilvægt að fjármálaráðherra og menntamálaráð- herra leggist á eitt með stéttarfélaginu um að koma í veg fyrir að kennarar þurfi að leggja í erfiðar kjaraaðgerðir oftar til þess eins að njóta sambærilegra kjara og aðrir starfsmenn ríkisins. FF leggur áherslu á að skyggnast víðar yfir sviðið og bendir á að allir opinberir starfsmenn með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi og framhaldsskólakennarar þurfi að líta til launa á almennum markaði sem eru miklu hærri, til dæmis hjá sérfræð- ingum. Um þetta vitna launakannanir byggðar á upplýsingasöfnun annars vegar frá kjararannsóknanefnd opinberra starfs- manna og hins vegar frá kjararannsókna- nefnd fyrir almenna markaðinn. FF leggur áherslu á að stofnanasamn- ingar í framhaldsskólum verði lagaðir að þörfum og sérkennum framhaldsskólans og að nýjum og breyttum verkefnum fram- haldsskóla fylgi skilgreindar fjárveitingar. Mikilvægt er einnig að sátt ríki um rekstur framhaldsskóla, hallarekstri og árvissum deilum um eðlilegar fjárveitingar í takt við þróun nemendafjölda linni. FF fylgist með framgangi áforma menntamálaráðherra um að stytta náms- tíma til stúdentsprófs, en almenn kynning ráðherrans á því máli hefur dregist og ekki liggur fyrir skýr yfirlýsing um að málinu verði hrint í framkvæmd. Mikil andstaða er við málið innan framhaldsskólans, bæði af faglegum ástæðum og vegna þeirrar gríðarlegu röskunar á högum og störfum kennara sem myndi fylgja. Félagið hefur undirbúið sig fyrir samningagerð af þessu tilefni en telur málið í biðstöðu. Ljóst er að kjarasamningi verður ekki lokað á næstu vikum án þess að botn fáist í styttingar- málið. Elna Katrín Jónsdóttir KJARAMÁL Betri laun og fleiri tækifæri til starfsþróunar Á meðan grunnskólakennarar hafa staðið í erfiðri kjaradeilu og rutt braut- ina fyrir önnur aðildarfélög KÍ hefur minna farið fyrir samningaviðræðum annarra kennara. Þetta á við um Félag tónlistarskólakennara og kjaraviðræð- ur þeirra. Samningaviðræður tónlistarskóla- kennara og Launanefndar sveitarfélaga hafa þó staðið yfir frá því viðræðuáætlun var undirrituð 23. september. Hún var endurskoðuð þann 15. október og fram- lengd til 25. nóvember. Frá þeim tíma að formlegar viðræður hófust hafa verið haldnir níu fundir með samningsaðilum. Á fundum með LN hafa fulltrúar tón- listarkennara kynnt áhersluatriði í kröfu- gerð sinni og afmarkað umræðuefni hvers fundar við ákveðin atriði. Fulltrúar tónlistarkennara hafa fram til þessa lagt fram hugmyndir og nánari útfærslur á atriðum er varða starfstíma skóla og kennslutímabil, kennsluskyldu og skipt- ingu vinnutíma, launapott og málefni skólastjórnenda. Á næstu fundum verður byrjað að ræða uppbyggingu og tengingu launataflna, þrepakerfis og starfsreynslu. Samninganefnd Félags tónlistarskóla- kennara skipar stjórn FT, Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður, Árni Sigur- bjarnarson, varaformaður, Hannes Þ. Guðrúnarson, ritari, Kristín Stefánsdóttir, gjaldkeri, Jón Hrólfur Sigurjónsson, með- stjórnandi, og þrír kjörnir fulltrúar á aðalfundi, Guðjón S. Þorláksson, Sigurður Félag tónlistarskólakennara fundar með Launanefnd sveitarfélaga Tónlistarskólakennarar á svæðisþingi FT og FÍH sl. haust. Myndin sýnir launaþróun BHM og KÍ framhaldsskóla í samanburði við almenna markaðinn. Eðlilegir samanburðarhópar við KÍ framhaldsskóla eru sérfæðingar og stjórnendur. Sævarsson og Þórarinn Sigurbergsson. Á vefsíðu félagsins birtast reglulega upplýs- ingar um samningaviðræðurnar en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu félagsins ef frekari upplýsinga er óskað.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.