Skólavarðan - 01.11.2004, Blaðsíða 15
15
KJARAMÁL
SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004
Kjarasamningur grunnskólans var undir-
ritaður með fyrirvara um samþykki
félagsmanna FG og SÍ. síðdegis þann
17. nóvember. Efnislega byggist hann á
miðlunartillögu ríkissáttasemjara eftir að
helstu gallar höfðu verið sniðnir af henni
og mikilvægar lagfæringar náðst fram.
Með undirritun kjarasamnings var
komist hjá því að gerðardómur úrskurðaði
um kjör kennara og skólastjórnenda í
grunnskólum. Hvorugur samningsaðila
vildi hætta á að málið færi fyrir gerð-
ardóm sem átti samkvæmt lögum, sem
Alþingi setti 13. nóvember sl., að byggja
niðurstöðu sína á algerlega óviðunandi
forsendum.
Eftir að þvingunarlögin höfðu verið
sett og verkfallsaðgerðir bannaðar voru
vopnin slegin úr höndum kennara og
skólastjórnenda og þeir stóðu frammi
fyrir afarkostum. Samninganefndirnar
höfðu viku til þess að komast að sam-
komulagi og undirrita kjarasamning áður
en Hæstiréttur tilnefndi þrjá menn til að
skipa gerðardóm sem skyldi úrskurða um
kaup og kjör kennara og skólastjórnenda
fyrir 20. febrúar. Í lögunum voru gerðar-
dómnum settar forsendur sem sýndu hug
stjórnvalda í garð kennara og skólastarfs.
Í störfum sínum átti hann að hafa hliðsjón
af almennri þróun á vinnumarkaði, kjörum
þeirra sem sambærilegir gætu talist að
menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð
en jafnframt gæta þess að stöðugleika
efnahagsmála og forsendum annarra
kjarasamninga væri ekki raskað.
Í ljósi þessa ráðlögðu samninganefndir
FG og SÍ félagsmönnum sínum að sam-
þykkja samninginn fremur en hætta á
að málið færi fyrir gerðardóm. Aðför
ríkisvaldsins að samningsrétti hefur verið
hrundið í bili að minnsta kosti.
HEH
Kennarar!
Vantar ykkur vinnslu á
fréttabréfi eða skýrslu?
Við veitum góða þjónustu
við gerð prentgripa.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
59
45
1
1/
20
04
Jólaferðir: 17., 19., 21. og 22. des.
Áramótaferð: 29. des.
Vikulegar brottfarir 5. jan.–7. apríl
Páskaferðir: 18., 21. og 23. mars
Njóttu sólar í vetur
www.urvalutsyn.is
Bókaðu strax á www.urvalutsyn.is
Fáðu ferðatilhögun,
nánari upplýsingar um
gististaðina og reiknaðu út
ferðakostnaðinn á netinu!
Aðför ríkisvaldsins að samningsrétti hrundið
Frá undirritun kjarasamninga 17. nóvember 2004. Frá vinstri Hanna
Hjartardóttir SÍ, Sigfús Grétarsson SÍ, Finnbogi Sigurðsson FG og
Eiríkur Jónsson KÍ.