Skólavarðan - 01.11.2004, Page 24

Skólavarðan - 01.11.2004, Page 24
24 MÁLÞING OG RÁÐSTEFNUR SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004 Hér eru síðustu útdrættirnir úr skýrslu þar sem stiklað er á stóru í nokkrum fyrirlestrum á sumarráðstefnu NLS sem haldin var í sumar í Røros í Noregi. Skýrslan birtist í heild á heimasíðu KÍ Steinar Lem rithöfundur og Loveleen Rihel Brenna uppeldisfræðingur héldu fyrirlestra um spurninguna ,,Respekt for forskjellighet - hva betyr det sett i et flerkulturelt perspektiv?“ Steinar Lem sagði m.a. að siðfræðin (etik) gerði okkur mennsk og tengdi okkur saman, en oft yrði spenna milli trúar og samfélagslegra aðstæðna. Umræða og gagnrýni á Norð- urlöndum undanfarin u.þ.b.150 ár hefði breytt kirkjunni og viðhorfum hennar, þetta gæti einnig orðið raunin um mú- hameðstrú. Loveleen Rihel Brenna byggði sinn fyrir- lestur á reynslu sinni af því að alast upp í norsku þjóðfélagi með annan hörundslit og bakgrunn. Hún er indversk í báðar ættir en fædd og uppalin í Noregi. Hún sagði að reglur og gildi, sem lagt var upp með í uppeldi hennar, hefðu oft stangast á við þær sem lögð var áhersla á í norska grunn- skólanum. Þetta sagði hún hafa skapað togstreitu og kvíða. Eins fannst henni sem barni erfitt að skilgreina sjálfa sig og velti því fyrir sér hvort hún væri indversk eða norsk; henni fannst hún þá vera þar einhvers staðar á milli. Brenna benti einnig á að það að vera öðru- vísi væri ekki bara að vera útlendingur með aðra trú og siði. Ein- staklingar, með sama bakgrunn og umhverfi og aðrir í bekk eða hópi, gætu upplifað sjálfa sig öðruvísi og útundan. Þessir fyrirlestrar voru báðir mjög góðir en þó að markmiðin væru um margt lík þá greindi þau á um leiðir. Lem vildi skerpa á andstæðunum til að varpa skýru ljósi á þau vandamál sem uppi væru hverju sinni. Þannig væri unnt að greina þau og vinna að lausnum. Loveleen lagði áherslu á að skoða þyrfti það sem fólk ætti sameiginlegt í stað þess sem sundur- greinir það, ef nást ætti sátt milli ólíkra hópa og einstaklinga í hverju samfélagi. bekk eða hópi, gætu upplifað sjálfa sig öðruvísi og útundan. Inge Eidsvag lektor í Lillehammer flutti erindi sem hann kallaði ,,Lærer - tror du pa Jesus?“ Fyrirlestur Eidsvag var þó ekki á trúarlegum nótum heldur fjallaði hann um það hvernig viðhorf til barna og æsku hefðu breyst í takt við breytingar á vest- rænu samfélagi. Hann stiklaði á stóru og horfði á barnið í sögulegu samhengi frá miðöldum til dagsins í dag. Eftir að hafa sett barnæskuna í sögulegt samhengi færði Eidsvag sig yfir í skólaumhverfi sam- tímans og sagði m.a. að reynsla hans væri sú að ef kennari gæti svarað eftirtöldum spurningum nemanda játandi þá væru miklar líkur á að þeir næðu saman á skap- andi og árangursríkan hátt: • Hefur þú áhuga á mér? • Sérð þú mig? • Er pláss fyrir mig? Við látum þessar spurningar fylgja með og teljum hollt fyrir alla að velta þeim fyrir sér. Einn eftirmiðdag var gert hlé á form- legum fundahöldum og farið í ýmsar ferðir. Fyrst var farin skoðunarferð um gamla bæinn í Røros sem er á heimsminja- skrá UNESCO. Síðan gat fólk valið á milli þess að skoða gömlu koparnámurnar utan við bæinn, heimsækja heimili rithöf- undarins Johan Falkberget, sem er líklega þekktastur hér fyrir bókina um Bör Börson, skoða handverksverkstæði eða taka þátt í dansnámskeiði og læra ,,Rørospols“. Ráðstefnan var vel skipulögð í alla staði og eftir að formlegri fræðslu- og umræðu- dagskrá lauk á daginn tók ýmislegt annað áhugavert við. Það sem stendur þar helst upp úr eru faglegir fyrirlestar, samskipti við aðra kennara, skemmtilegar umræður og áhugavert fólk sem er að fást við sam- bærileg viðfangsefni. Egill Guðmundsson, Guðlaug Erla Gunnars- dóttir og Helga Magnúsdóttir Sumarráðstefna NLS í Røros

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.