Skólavarðan - 01.11.2004, Síða 14
14
FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA - KJARAMÁL
SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004
Kjaraviðræður samninganefndar leik-
skólakennara og Launanefndar sveitar-
félaga hafa staðið yfir síðan 12. ágúst
sl., en samningur FL við sveitarfélögin
rann út 31. ágúst. Frá þeim tíma hefur
verið haldinn að meðaltali einn fundur
í viku. Aðilar hafa sett sér almenn mark-
mið með samningsgerðinni, rætt flestar
kröfur og safnað töluverðum upplýsing-
um til að auðvelda mat og kostnaðar-
áhrif hvers þáttar. Um laun hefur lítið
verið rætt og ekki náðst niðurstaða um
nein mál svo heitið geti.
Þegar Alþingi setti lög á verkfall grunn-
skólans ákvað samninganefnd FL að rétt
væri að óska eftir skammtímasamningi
fram á næsta ár. Það var mat nefndarinnar
að það væri skynsamlegasta leiðin fyrir leik-
skólakennara þá. Samninganefndin taldi,
að kæmi til gerðardóms í kjaradeilu grunn-
skólakennara væri líklegt að viðsemjendur
héldu að sér höndum í samningum við
aðra hópa þar til niðurstaða dómsins lægi
fyrir. Með skammtímasamningi væri hins
vegar mögulegt að tryggja ákveðnar breyt-
ingar á kjörum leikskólakennara strax.
Nú er ljóst að ekki kemur til gerðar-
dóms, þ.e.a.s. ef nýgerður kjarasamningur
FG/SÍ verður samþykktur. Þetta breytir
stöðunni og gerir hugmynd um skamm-
tímasamning óþarfa. Samninganefnd FL
mun óska eftir því að samningaviðræður
fari í fullan gang strax svo að ljúka megi
kjarasamningsgerð sem fyrst. Núverandi
viðræðuáætlun gildir til 26. nóvember
nk. og samkvæmt henni verður málinu þá
vísað til ríkissáttasemjara til meðferðar,
nema um annað semjist eða annar hvor
aðila hafi þá þegar vísað málinu þangað.
Nú gefst Launanefnd sveitarfélaga
annað tækifæri til að semja við fjöl-
menna „kvennastétt“ með þriggja ára
háskólanám. Leikskólakennarar gegna
ábyrgðarmiklu starfi, hafa langa viðveru
með börnunum og kröfur til þeirra hafa
aukist ár frá ári. Það er svo sannarlega
kominn tími til meta þessi störf og hífa
hópinn upp úr láglaunaskurðinum sem
hann er í. Vonandi hafa sveitarstjórna-
menn lært af nýfenginni reynslu í deilu
grunnskólakennara og gera allt til að
koma í veg fyrir að eitthvað svipað eigi sér
stað á leikskólastiginu.
BB
Frá ársfundi
Félags leikskólakennara 2004.
Óskað eftir að samningaviðræður
fari í fullan gang strax
Lausar stöður
í leikskólanum
Mánabrekku
á Seltjarnarnesi
í l i l
ltj i
Óskum eftir að ráða deildarstjóra
og leikskólakennara í leikskólann
Mánabrekku.
Á leikskólanum er rekið
metnaðarfullt uppeldisstarf þar sem
lögð er áhersla á umhverfis- og
náttúruvernd, tónlist og tölvur.
Góð vinnuaðstaða.
Nánari upplýsingar gefur Dagrún
Ársælsdóttir, leikskólastjóri í
síma 595 9280 og 694 6621
dagrun@seltjarnarnes.is
Laun skv. kjarasmningi Launanefndar
sveitarfélaga við Félag leikskólakennara.
Í samræmi við jafnréttisáætlun
Seltjarnarnesbæjar eru karlmenn
hvattir til að sækja um störf í
leikskólum bæjarins.
Komið í heimsókn, kíkið á
heimasíðuna, hringið eða
sendið tölvupóst og kynnið
ykkur skólastarfið.