Skólavarðan - 01.11.2004, Qupperneq 26

Skólavarðan - 01.11.2004, Qupperneq 26
RÁÐSTEFNUR 26 SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004 Árleg námstefna Skólastjórafélags Ís- lands var haldin í félagsheimilinu Stapa í Reykjanesbæ 22. og 23. október sl. Þátttaka í námstefnum SÍ hefur verið mjög góð undanfarin ár en nú var sleg- ið met því þátttakendur voru alls 192. Þema námstefnunnar var „Skóli án aðgreiningar“. Hún hófst eftir hádegi á föstudag og töluðu þá þrír fyrirlesarar sem nálguðust efnið frá mismunandi sjónarhornum. Fyrsta fyrirlesturinn flutti dr. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík. Hún hefur staðið í fylkingar- brjósti varðandi stefnumótun borgarinnar við að koma á skóla án aðgreiningar. Fjallaði hún um hugtakið skóli án aðgrein- ingar, hvernig hún sæi framkvæmdina og stefnu og helstu áherslur. Þá rakti hún hvaða hugmyndir hefðu verið sóttar til annarra landa og hvert. Næst talaði Kristrún G. Guðmundsdóttir, skólastjóri Hlíðaskóla, og að lokum Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri í Hallormsstaðaskóla, sem nú er í námsleyfi. Þær nálguðust viðfangsefnið út frá reynslu sinni en skólar þeirra beggja hafa talsverða sérstöðu varðandi þetta málefni. Síðan störfuðu tíu vinnuhópar sem tóku spurningar um þemað til umfjöllunar. Þeir skiluðu skriflegum niðurstöðum sem frekar verður unnið með. Á laugardagsmorgni var viðfangsefnið tekið fyrir út frá verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Arthur Morthens, forstöðu- maður þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, og Gunnar Gíslason, deildar- stjóri skóladeildar Akureyrar, fjölluðu um málið út frá sjónarhorni sveitarfélaganna og skólaskrifstofanna. Elín Pálsdóttir, forstöðumaður Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga, og Stefán Hreiðarsson læknir sem er ráðgjafi sjóðsins fjölluðu um reglur um úthlutun fjár til sérkennslu og hvernig er farið eftir þeim. Námstefnan tókst í alla staði hið besta og eru fyrirlesurum og öðrum sem lögðu þar hönd á plóginn færðar bestu þakkir. Fundargerð námstefnunnar og glærur fyrirlesara eru inni á heimasíðu SÍ, undir skólamál. Jón Ingi Einarsson, starfsmaður SÍ. Námstefna Skólastjórafélags Íslands 2004 Aðalfundur Skólastjórafélags Íslands var haldinn í félagsheimilinu Stapa í Reykjanesbæ 23. október sl. Hanna Hjartardóttir, formaður félagsins, flutti skýrslu stjórnar og Auður Árný Stefánsdóttir, gjaldkeri, lagði fram reikninga sem voru samþykktir. Alls- herjarnefnd, menntamálanefnd, kjaranefnd og laganefnd starfa á aðalfundum félagsins. Ályktunum og málum var vísað til nefnda. Fyrir laganefnd lá nú tillaga stjórnar um lagabreytingu sem felur í sér að ein- ungis skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og deildarstjórar á grunnskólastigi geti átt aðild að SÍ. Gert er ráð fyrir að þeir félagsmenn, t.d. starfsmenn skólaskrif- stofa, sem eru í félaginu við gildistöku lagabreytingarinnar geti verið þar áfram óski þeir þess. Lagabreytingin var samþykkt og fer hún þá fyrir stjórn KÍ og væntanlega þing KÍ sem verður haldið í mars nk. Sigfús Grétarsson, fráfarandi varafor- maður félagsins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og voru honum þökkuð góð störf í þágu félagsins. Anna Guðmunds- dóttir, aðstoðarskólastjóri Hrafnagils- skóla, var kosin í stjórn í stað Sigfúsar. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir. Stjórn SÍ 2004 - 2007 skipa því Hanna Hjartardóttir, formaður, skólastjóri Snælandsskóla, Anna Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Hrafnagilsskóla, Auður Árný Stefánsdóttir, skólastjóri Laugalækjarskóla, Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, skólastjóri Foldaskóla og Unnar Þór Böðvarsson, skólastjóri Hvolsskóla. Varastjórn skipa Sigurður Arnar Sigurðsson, deildarstjóri Grunda- skóla, Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Álftanesskóla og Börkur Vígþórsson, skólastjóri Grunn- skólans á Egilsstöðum/Eiðum. Fundargerð aðalfundar er á heimasíðu félagsins. Jón Ingi Einarsson, starfsmaður SÍ.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.