Skólavarðan - 01.11.2004, Qupperneq 9

Skólavarðan - 01.11.2004, Qupperneq 9
FULLTRÚAFUNDUR FF 9 SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004 Fulltrúafundur Félags framhaldsskóla- kennara var haldinn 19. nóvember sl. Mörg mál voru til umfjöllunar, þar á meðal stytting námstíma til stúdents- prófs. Karl Kristjánsson fulltrúi mennta- málaráðuneytis kynnti stöðu málsins og svaraði spurningum sem Elna Katrín Jónsdóttir hafði tekið saman og sent ráðuneytinu fyrir fundinn. Í máli Karls kom fram að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra hefði ætlað að heimsækja alla fram- haldsskóla í landinu og kynna skýrslu um styttinguna sem kom út í haust en vegna verkfalls grunnskólakennara hefði verið fallið frá því. Heimsóknir ráðherra væru fyrirhugaðar á vorönn en ljóst væri að end- urskoða þyrfti fyrri framkvæmdaáætlun. Karl sagði einnig að verið væri að ganga frá bæklingi um styttinguna sem færi inn á hvert heimili í landinu eftir áramótin. Hann sagði að lítið hefði verið unnið í þessu máli frá hendi ráðuneytisins út á við en innan ráðuneytis hefði mikil vinna farið fram. Oddný Harðardóttir verkefnisstjóri hefur að sögn Karls unnið að því m.a. að búa til starfslýsingar fyrir þá framhalds- skólakennara sem vinna munu í hópum á vegum ráðuneytisins við að skipuleggja framkvæmd styttingarinnar. Karl sagði að Oddný Harðardóttir hætti störfum sem verkefnisstjóri 1. desember en Oddný Hafberg, aðstoðarskólameistari í Kvennaskólanum í Reykjavík, tæki við starfi hennar. Í næsta tölublaði Skólavörð- unnar verður fjallað nánar um styttingu námstíma til stúdentsprófs. GG Oddný Hafberg tekur við verkefnisstjórn af Oddnýju Harðardóttur Verkfall grunnskólakennara olli því að ráðherra kynnti ekki styttinguna

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.