Skólavarðan - 01.11.2004, Síða 5

Skólavarðan - 01.11.2004, Síða 5
5 GESTASKRIF SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004 Klósettið var þeirra ríkidæmi. Þar sátu þær á vöskum og biðu fórnarlamba. Þær stik- uðu þér stað, dæmdu. Grimmari, nákvæm- ari, gleggri og smásmugulegri en nokkur strákur hafði ímyndunaraf l til. Nýlega tók ég próf á netinu sem leiddi það ótvírætt í ljós að ég er með heila- gerð karlmanns. Það skyldi þó aldrei vera að innst inni væri ég hommi lokað- ur inni í kvenlíkama? En svo einfalt er það ekki því samkvæmt þessum fræð- um reynist homminn oftar en ekki vera með heilagerð kvenmanns! Ég veit ekki hvursu nákvæm þessi vísindi eru en eitt er víst; við erum margs konar en samt svo lík, óháð kyni, tölu falli, beygingu og greini. Í bernsku minni þekkti ég vel til stráka. Ég bjó að tveimur eldri bræðrum og vini í götunni. Strákar trufluðu mig ekki. Mér fannst þeir þægilegir í samskiptum. Á þessum aldri höfðu þeir ekki enn lært að fyrirlíta konur að gagni en það lærist báðum kynjum snemma á ferlinum. Þegar ég hóf skólagöngu í Langholtsskóla árið 1957 kom í ljós að stelpurnar voru mun erfiðari viðfangs. Innvígsla mín í skólakerfið varð lánlaus. Á öðrum degi skólagöngunnar, eftir löngu- frímínútur, stóð ég við borðið mitt aftan við stólinn, eins og mér bar, og pissaði á gólfið. Ég hef oft hugleitt þennan heimótt- arskap. Atvikið er ofurskýrt í minningunni enda örlagaríkt. Ég man að ég vissi gjörla hvar klósettin í Langholtsskóla voru. Hvað varnaði mér vegarins? Hávaðasama ganga- vörðinn óttaðist ég ekki. Engin hættuleg hrekkjusvín á leiðinni. Það voru STELPUR sem ég forðaðist. Bekkjarsystur mínar. Kvenynjur sem voru þá þegar á öðrum degi farnar að draga sig saman í samsær- ishópana að brugga launráð. Klósettið var þeirra ríkidæmi. Þar sátu þær á vöskum og biðu fórnarlamba. Þær stikuðu þér stað, dæmdu. Grimmari, nákvæmari, gleggri og smásmugulegri en nokkur strákur hafði ímyndunarafl til. Ég hafði farið rétt með allar þulur en óþarflega hátt var dómur þessara næmu gagnrýnenda eftir fyrsta skóladaginn (Við systkinin töluðum hátt til að heyrnardaufur faðir okkar næmi.). Ekki batnaði staða mín eftir opinbera miguna. Kennarinn, dökkhærður karl- maður sem í minningunni gnæfði yfir mér metra eftir metra, tók vitlaust á málum og lét Guðmund P. ná í fötu og tusku og þrífa hlandið. Lengi mátti ég búa við nið- urlæginguna, var minnt á atvikið í tíma og ótíma. Nú haldið þið kannski að ég ætli að fara að lýsa einelti? En það er af og frá. Ég undi mér bærilega í skólanum, hallaði mér að Friðriki og lét stelpurnar í friði. Hann var mitt haldreipi fyrsta skólaárið. Við lékum okkur í frímínútum og hjálpuðum hvort öðru um yddara og ýmislegt smálegt. Friðrik flutti burt úr lífi mínu og nýir vinir tóku við, af báðum kynjum. Mikið er ég fegin að engin Hjallastefna var í gangi í þá daga. Ég hefði getað sætt þeim örlögum að læsast inni í dyngjunni með eintómum kattarláfum sem ég kunni bara ekkert á. Sú hugsun vekur með mér andþrengsli. Ég er líka fegin því að sú lausn varð ekki ofaná að fjarlægja kynsystur mínar úr tímum svo að mér liði þar betur, því hægt og bítandi lærði ég á stelpurnar. Við leysum aldrei vandamál með því að breiða yfir veru- leikann. Veruleikinn þarna úti er fullur af frekjum, hrekkjusvínum og klöguskjóðum sem við verðum að læra að takast á við. Það fyrntist smám saman yfir atvikið. Ragnheiður Finnsdóttir tók við bekknum og hann dafnaði undir styrkri og móður- legri stjórn. Þó var það síðast í tólf ára bekk á leið úr skóla að ég mætti stúlknahópi við sjoppuna og ein þeirra hvæsti lævís: ,,Er þetta ekki hún sem meig á gólfið í sjö ára bekk?“ Og nú er ég komin út úr skápnum með þetta seint og um síðir; ég er sú sem meig á gólfið. Nú orðið kann ég best við mig í hæfi- legri kynblöndun. Einpóla samkundur eiga það til að magna upp fábreytni. Samt Kynjafordómar Halldóra Thoroddsen

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.