Skólavarðan - 01.11.2004, Qupperneq 8

Skólavarðan - 01.11.2004, Qupperneq 8
8 SKÓLAVARÐAN 9.TBL. 4. ÁRG. 2004 Ársfundur skólamálaráðs var haldinn á Grand Hóteli Reykja- vík, 15. nóvember sl. Fund- urinn fjallaði um tvö megin- atriði, styttingu námstíma til stúdentsprófs og stefnuskrá KÍ. Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ fjallaði um skýrsluna um styttingu náms- tíma til stúdentsprófs. Elna lagði áherslu á að ekki væri spurt um hvort heldur hvernig styttingin yrði framkvæmd. Hún dró nokkur lykilatriði út úr skýrslunni s.s. færslu námsefnis milli skólastiga og áhrif sem það hefði á margvíslega þætti skólastarfsins m.a. Hún fjallaði einnig um þau áhrif sem stytt- ingin hefði á starfsmannahald einkum í framhaldsskólum. Atli Harðarson, aðstoðar- skólameistari FVA, fjallaði um Skólastefnu KÍ sem samþykkt var á þingi KÍ í mars 2002. Atli gagnrýndi hversu orð- mörg hún væri og hversu mikið væri þar af sjálfsögðum málum og innhaldslitlum klisjum sem teknar væru úr reglugerðum og námskrám. Auk þess mætti víða finna mótsagnir á Skólastefnunni. Hann lét í ljósi efasemdir um að hún nýttist sem skyldi í því formi sem hún er. Að mati Atla þyrfti að vera sátt um skólastefnu KÍ, hún þyrfti í öðru lagi að taka á mikilvægum markmiðum og viðfangsefnum sem skipta skólastarf verulegu máli, hún þyrfti að vera vel kynnt meðal félagsmanna og síðast en ekki síst þyrfti hún að hafa raunveruleg áhrif á skólastarf í landinu. Tillaga Atla var sú að skólastefna KÍ yrði sett fram í hnitmiðuðu broti líkt og siðreglur sam- bandsins. Að lokum störfuðu fulltrúar ráðsins í hópum. GG Ársfundur KÍ var haldinn á Grand hóteli í Reykjavík 15. nóvember sl. Þar fóru fram venjuleg ársfundarstörf, skýrsla stjórnar var lögð fram og reikningar. Undirbúningur 3. þings KÍ sem haldið verður í mars var ræddur og fram fóru umræður og fyrirspurnir um sjóði sam- bandsins. Í upphafi fundar óskaði Ögmundur Jónasson formaður BSRB eftir að ávarpa fundinn. Hann færði félögum í KÍ kærar kveðjur félaga sinna og sagði að kjarabar- átta kennara væri ekki einungis barátta þeirra. Hún væri þjóðfélagsleg átök um skipulag og framtíð velferðarkerfisins. Hann sagði að öll aðildarfélög BSRB styddu baráttu kennara heils hugar og því til sönnunar færði hann stjórn KÍ 20 milljón króna framlag í félagssjóð til að styrkja innviði Kennarasambandsins eftir átök haustsins. Í fundarlok var samþykkt ályktun þar sem lög um verkfall grunnskólakennara eru harðlega gagnrýnd og talin aðför að frjálsum kjarasamningum. GG Stytting námstíma til stúdentsprófs og texta í skólastefnu „Þjóðfélagsleg átök um skipulag og framtíð velferðarkerfisins." Garðar Hilmarsson, formaður vinnu- deilusjóðs BSRB, Eiríkur Jónsson og Ögmundur Jónasson formaður BSRB. BSRB færði KÍ 20 milljónir Lj ó sm y n d : Þ o rl e if u r Ó sk a rs so n Ársfundur skólamálaráðs KÍ ÁRSFUNDIR

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.